Trump blokkar hryllingssagnahöfundinn Stephen King á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2017 10:06 Stephen King (t.v.) þiggur orðu úr hendi Baracks Obama. King er síður hrifinn af eftirmanni Obama í embætti forseta. Vísir/EPA Hryllingssagnahöfundurinn heimsþekkti Stephen King segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi blokkað sig á Twitter vegna tíðrar gagnrýni sinnar á forsetann. King getur því ekki lengur séð þau fjölmörgu tíst sem Trump lætur reglulega frá sér. „Trump er búinn að banna mér að skoða tístin sín. Ég gæti þurft að drepa mig,“ skrifaði rithöfundurinn á Twitter í gær.Trump has blocked me from reading his tweets. I may have to kill myself.— Stephen King (@StephenKing) June 13, 2017 King hefur látið forsetann finna fyrir tevatninu á Twitter undanfarna mánuði. Í frétt The Telegraph kemur fram að King hafi meðal annars kallað forsetann „hvatvísan, geðstirðan fávita“ á samfélagsmiðlinum.Washington Post segir að King hafi meðal annars tíst um Ivönku Trump, dóttur forsetans, og vandræðalegan ríkisstjórnarfund þar sem ráðherrar Trump kepptust við að mæra hann áður en forsetinn blokkaði hann. Trump hefur blokkað mun fleiri en King á Twitter og hefur það jafnvel vakið upp spurningar um hvort að Bandaríkjaforseta sé stætt að útiloka eigin borgara frá því að lesa yfirlýsingar hans þar. Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði meðal ananrs í síðustu viku að tístin væru talin opinberar yfirlýsingar forseta Bandaríkjanna. Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert gerði grín að uppákomunni á Twitter. Hann gerir að því skóna að Trump hafi þótt bók King um hræðilegan trúð hitta of nærri markinu.Stephen King has been blocked by Trump on Twitter. I guess his book about a scary clown hit too close to home.— Stephen Colbert (@StephenAtHome) June 14, 2017 Donald Trump Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Hryllingssagnahöfundurinn heimsþekkti Stephen King segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi blokkað sig á Twitter vegna tíðrar gagnrýni sinnar á forsetann. King getur því ekki lengur séð þau fjölmörgu tíst sem Trump lætur reglulega frá sér. „Trump er búinn að banna mér að skoða tístin sín. Ég gæti þurft að drepa mig,“ skrifaði rithöfundurinn á Twitter í gær.Trump has blocked me from reading his tweets. I may have to kill myself.— Stephen King (@StephenKing) June 13, 2017 King hefur látið forsetann finna fyrir tevatninu á Twitter undanfarna mánuði. Í frétt The Telegraph kemur fram að King hafi meðal annars kallað forsetann „hvatvísan, geðstirðan fávita“ á samfélagsmiðlinum.Washington Post segir að King hafi meðal annars tíst um Ivönku Trump, dóttur forsetans, og vandræðalegan ríkisstjórnarfund þar sem ráðherrar Trump kepptust við að mæra hann áður en forsetinn blokkaði hann. Trump hefur blokkað mun fleiri en King á Twitter og hefur það jafnvel vakið upp spurningar um hvort að Bandaríkjaforseta sé stætt að útiloka eigin borgara frá því að lesa yfirlýsingar hans þar. Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði meðal ananrs í síðustu viku að tístin væru talin opinberar yfirlýsingar forseta Bandaríkjanna. Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert gerði grín að uppákomunni á Twitter. Hann gerir að því skóna að Trump hafi þótt bók King um hræðilegan trúð hitta of nærri markinu.Stephen King has been blocked by Trump on Twitter. I guess his book about a scary clown hit too close to home.— Stephen Colbert (@StephenAtHome) June 14, 2017
Donald Trump Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira