Hamilton: Þetta var einn kynþokkafullur hringur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. júní 2017 06:00 Sebastian Vettel, Lewis Hamilton og Valtteri Bottas, þrír hröðustu menn dagsins. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes nældi sér í ráspól í dag með frábærri frammistöðu í Kanada. Hann náði sér einmitt í sinn fyrsta ráspól á ferlinum í Kanada fyrir 10 árum síðan. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Montreal hefur alltaf verið góð braut fyrir mig til að heimsækja. Þetta var einn kynþokkafullur hringur í dag. Þetta var jöfn barátta við Ferrari, þeir eru afar snöggir í ár. Ég lét vaða, var virkilega að leita að takmörkunum,“ sagði Hamilton sem verður á ráspól í Kanada á morgun. „Ég held við getum unnið keppnina, Ég er ekkert serstaklega sáttur við síðustu tilraunina í þriðju lotunni. Ég vissi að ég þyrfti að bæta mig jafnvel þó það yrði bara um fimm þúsundustu úr sekúndu. Hamilton var bara betri í tímatökunni,“ sagði Sebastian Vettel sem varð annar í dag á Ferrari bílnum. „Þetta var ekki eins tæpt og ég hélt það yrði. Lewis átti svakalegan hring í dag,“ sagði Valtteri Bottas sem varð þriðji í dag á Mercedes bílnum. „Ég var hraður en ég gerði mistök í annarri beygju. Ég bætti mig aðeins en ég gat ekki sett saman góðan hring og ég galt fyrir mistökin mín,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð fjórði í tímatökunni í dag á Ferrari bílnum. „Ég hef ekki trú á að við höfum uppgötvað hinn heilaga kaleik. En því meira sem við söfnum af gögnum fáum við betri sýn á púslið sem við erum að reyna að setja saman. Við erum alltaf að breyta uppstillingum á milli þess sem við ökum um brautina. Það var hins vegar engin stórkostleg breyting núna. Við fínstilltum bara bílinn fyrir tímatökuna,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins. „Ég lenti í umferð, aðra tímatökuna í röð. Við öll að reyna að vera á sömu áætlun og þeir sem eru í kringum okkur. Þú vilt ekki vera á hröðum hring þegar sá sem er á undan þér á brautinni við sem lið þurfum að standa okkur betur í þessu,“ sagði Kevin Magnussen sem varð 18. á Haas bílnum. „Hraði Mercedes var ógnvekjandi í dag. Við erum enn að reyna að bæta undirvagninn. Við erum að koma með talsvert af uppfærslum hingað sem mér finnst vera að virka en það er erfitt að segja til um það þegar við erum með svona lítið afl,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð sjötti á Red Bull bílnum. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í kanadíska kappakstrinum í Formúlu 1 sem fer fram á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 10. júní 2017 18:05 Toto Wolff: Ósatt að Mercedes ætli að hætta í Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018. 7. júní 2017 23:00 Lewis Hamilton og Kimi Raikkonen fljótastir á föstudegi Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kanadíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 9. júní 2017 20:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes nældi sér í ráspól í dag með frábærri frammistöðu í Kanada. Hann náði sér einmitt í sinn fyrsta ráspól á ferlinum í Kanada fyrir 10 árum síðan. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Montreal hefur alltaf verið góð braut fyrir mig til að heimsækja. Þetta var einn kynþokkafullur hringur í dag. Þetta var jöfn barátta við Ferrari, þeir eru afar snöggir í ár. Ég lét vaða, var virkilega að leita að takmörkunum,“ sagði Hamilton sem verður á ráspól í Kanada á morgun. „Ég held við getum unnið keppnina, Ég er ekkert serstaklega sáttur við síðustu tilraunina í þriðju lotunni. Ég vissi að ég þyrfti að bæta mig jafnvel þó það yrði bara um fimm þúsundustu úr sekúndu. Hamilton var bara betri í tímatökunni,“ sagði Sebastian Vettel sem varð annar í dag á Ferrari bílnum. „Þetta var ekki eins tæpt og ég hélt það yrði. Lewis átti svakalegan hring í dag,“ sagði Valtteri Bottas sem varð þriðji í dag á Mercedes bílnum. „Ég var hraður en ég gerði mistök í annarri beygju. Ég bætti mig aðeins en ég gat ekki sett saman góðan hring og ég galt fyrir mistökin mín,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð fjórði í tímatökunni í dag á Ferrari bílnum. „Ég hef ekki trú á að við höfum uppgötvað hinn heilaga kaleik. En því meira sem við söfnum af gögnum fáum við betri sýn á púslið sem við erum að reyna að setja saman. Við erum alltaf að breyta uppstillingum á milli þess sem við ökum um brautina. Það var hins vegar engin stórkostleg breyting núna. Við fínstilltum bara bílinn fyrir tímatökuna,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins. „Ég lenti í umferð, aðra tímatökuna í röð. Við öll að reyna að vera á sömu áætlun og þeir sem eru í kringum okkur. Þú vilt ekki vera á hröðum hring þegar sá sem er á undan þér á brautinni við sem lið þurfum að standa okkur betur í þessu,“ sagði Kevin Magnussen sem varð 18. á Haas bílnum. „Hraði Mercedes var ógnvekjandi í dag. Við erum enn að reyna að bæta undirvagninn. Við erum að koma með talsvert af uppfærslum hingað sem mér finnst vera að virka en það er erfitt að segja til um það þegar við erum með svona lítið afl,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð sjötti á Red Bull bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í kanadíska kappakstrinum í Formúlu 1 sem fer fram á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 10. júní 2017 18:05 Toto Wolff: Ósatt að Mercedes ætli að hætta í Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018. 7. júní 2017 23:00 Lewis Hamilton og Kimi Raikkonen fljótastir á föstudegi Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kanadíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 9. júní 2017 20:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í kanadíska kappakstrinum í Formúlu 1 sem fer fram á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 10. júní 2017 18:05
Toto Wolff: Ósatt að Mercedes ætli að hætta í Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018. 7. júní 2017 23:00
Lewis Hamilton og Kimi Raikkonen fljótastir á föstudegi Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir kanadíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 9. júní 2017 20:00