Handbolti

Arnór Þór og Björgvin Páll féllu | Guðjón Valur með stórleik

Arnór Þór og félagar féllu í dag.
Arnór Þór og félagar féllu í dag. vísir/getty
Bergrischer, lið Arnórs Þórs Gunnarssonar og Björgvins Páls Gústavssonar, féll úr þýsku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir átta marka sigur, 32-24, á Hannover.

Arnór Þór skoraði fimm mörk í leiknum og Björgvin Páll varði fjórtán skot, en Björgvin Páll gengur í raðir Hauka í sumar.

Lemgo vann Gummersbach með einu marki, 33-32, og varð það til þess að Bergrischer féll niður um deild. Dramatíkin mikil þar á bæ.

Þýskalandsmeistararnir í Rhein-Neckar Löwen unnu Melsungen, 33-28, en þeir höfðu tryggt sér titilinn fyrir leikinn. Íslendingarnir í liði Ljónanna áttu góðan leik.

Guðjón Valur skoraði níu mörk og endaði sem fjórði markahæsti maður deildarinnar 37 ára gamall. Ótrúlegur maður. Alexander skoraði þrjú mörk.

Bjarki Már skoraði fimm mörk í fimm marka sigri Füchse Berlín, 33-28, en Löwen endar í fjórða sæti deildarinnar.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans enduðu í þriðja sæti deildarinnar eftir þriggja marka sigur á Balingen, 25-22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×