Sigurður Hannesson ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 16:14 Sigurður Hannesson. Samtök Iðnaðarins Sigurður Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann tekur við starfinu af Almari Guðmundssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Sigurður hefði látið af störfum sem framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka en þar hafði hann starfað í tíu ár. Í fréttatilkynningunni frá Samtökum iðnaðarins kemur einnig fram að Sigurður hafi sinnt margvíslegum störfum á fjármálamarkaði. Hann var varaformaður framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta og kynnti áætlun stjórnvalda um losun þeirra árið 2015. Þá var Sigurður formaður sérfræðingahóps um Leiðréttinguna 2013. Auk starfa á fjármálamarkaði hefur Sigurður meðal annars verið prófdómari við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og stundað kennslu við Háskóla Íslands og Oxford háskóla. Sigurður er stærðfræðingur að mennt með doktorspróf frá Oxford háskóla og er með próf í verðbréfamiðlun. „Samtök iðnaðarins bjóða Sigurð Hannesson velkominn til starfa. Við erum ánægð að fá svo öflugan liðsmann sem Sigurður er í hóp kraftmikilla starfsmanna SI og væntum mikils af samstarfi okkar við hann. Starf SI hefur verið öflugt og ljóst að næg verkefni eru framundan. Sigurður býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku efnahagslífi og þekkir því vel hvernig umhverfi íslensks atvinnulífs þarf að vera til að hér megi margvíslegur iðnaður skapa verðmæti til hagsbóta fyrir land og þjóð,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins um ráðningu Sigurðar. „Ég hef í langan tíma fylgst með starfi SI úr fjarlægð og er sannfærður um að reynsla mín geti nýst vel í þeim fjölbreyttu verkefnum sem þar þarf að kljást við frá degi til dags. Öflugt og samkeppnishæft atvinnulíf skiptir landsmenn alla miklu máli. Samtök iðnaðarins spanna breitt svið atvinnulífsins, mannvirkjagerð, framleiðslu og hagnýtingu hugvits. Allt eru þetta mikilvægar uppsprettur verðmæta í samfélaginu sem leggja sín lóð á vogarskálar lífsgæða í landinu og eftirsóknarvert er að starfa við. Ég hlakka til að starfa með stjórn, starfsmönnum og félagsmönnum Samtaka iðnaðarins og vinna að því að auka vöxt og viðgang íslensks iðnaðar,“ segir Sigurður Hannesson nýráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ráðningar Tengdar fréttir Almar látinn fara sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. 30. maí 2017 15:24 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sigurður Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann tekur við starfinu af Almari Guðmundssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Sigurður hefði látið af störfum sem framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka en þar hafði hann starfað í tíu ár. Í fréttatilkynningunni frá Samtökum iðnaðarins kemur einnig fram að Sigurður hafi sinnt margvíslegum störfum á fjármálamarkaði. Hann var varaformaður framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta og kynnti áætlun stjórnvalda um losun þeirra árið 2015. Þá var Sigurður formaður sérfræðingahóps um Leiðréttinguna 2013. Auk starfa á fjármálamarkaði hefur Sigurður meðal annars verið prófdómari við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og stundað kennslu við Háskóla Íslands og Oxford háskóla. Sigurður er stærðfræðingur að mennt með doktorspróf frá Oxford háskóla og er með próf í verðbréfamiðlun. „Samtök iðnaðarins bjóða Sigurð Hannesson velkominn til starfa. Við erum ánægð að fá svo öflugan liðsmann sem Sigurður er í hóp kraftmikilla starfsmanna SI og væntum mikils af samstarfi okkar við hann. Starf SI hefur verið öflugt og ljóst að næg verkefni eru framundan. Sigurður býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku efnahagslífi og þekkir því vel hvernig umhverfi íslensks atvinnulífs þarf að vera til að hér megi margvíslegur iðnaður skapa verðmæti til hagsbóta fyrir land og þjóð,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins um ráðningu Sigurðar. „Ég hef í langan tíma fylgst með starfi SI úr fjarlægð og er sannfærður um að reynsla mín geti nýst vel í þeim fjölbreyttu verkefnum sem þar þarf að kljást við frá degi til dags. Öflugt og samkeppnishæft atvinnulíf skiptir landsmenn alla miklu máli. Samtök iðnaðarins spanna breitt svið atvinnulífsins, mannvirkjagerð, framleiðslu og hagnýtingu hugvits. Allt eru þetta mikilvægar uppsprettur verðmæta í samfélaginu sem leggja sín lóð á vogarskálar lífsgæða í landinu og eftirsóknarvert er að starfa við. Ég hlakka til að starfa með stjórn, starfsmönnum og félagsmönnum Samtaka iðnaðarins og vinna að því að auka vöxt og viðgang íslensks iðnaðar,“ segir Sigurður Hannesson nýráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Ráðningar Tengdar fréttir Almar látinn fara sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. 30. maí 2017 15:24 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Almar látinn fara sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. 30. maí 2017 15:24