Demókrati gagnrýnir viðbrögð Obama við aðgerðum Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2017 13:30 „Bandaríska þjóðin þurfti að vita hvað væri að gerast.“ Vísir/Getty Háttsettur þingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hefur gagnrýnt Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa ekki gripið til umfangsmikilli aðgerða þegar ljóst var að yfirvöld í Rússlandi ætluðu sér að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem haldnar voru þar í landi í fyrra. „Ég held að ríkisstjórn Obama hefði átt að gera mun meira þegar afskipti Rússa urðu ljós, og þegar það varð ljóst að þeim var stýrt úr hæstu hæðum Kremlin,“ sagði Adam Schiff í þættinum State of the Union á CNN.Schiff er æðsti meðlimur demókrata sem tilheyrir þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál, en hann og þingkonan Dianne Feinstein þrýstu á ríkisstjórn Obama fyrir kosningarnar. Hann segir ákvörðun Obama að grípa ekki til aðgerða fyrr en eftir kosningarnar hafa verið ranga. „Bandaríska þjóðin þurfti að vita hvað væri að gerast.“ Því gripu Schiff og Feinstein til þess ráðs að birta einhliða yfirlýsingu þar sem þingmennirnir sögðu ljóst að markmið Rússa væri að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna og að kölluðu eftir því að afskiptum þeirra yrði hætt.Washington Post birti nýverið ítarlega grein um að Obama hefði fengið upplýsingar um afskipti Rússa í ágúst í fyrra og að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefði gefið skipun um slík afskipti. Markmiðið með þeim aðgerðum væri að hjálpa Donald Trump að vinna kosningarnar sem haldnar voru í nóvember. Upplýsingarnar eru sagðar hafa komið frá aðilum innan ríkisstjórnar Putin. Það var ekki fyrr en í desember sem ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti þvingunum gegn Rússlandi og rak fjölda rússneskra njósnara og erindreka úr landi. Obama mun hafa óttast að ef hann gripi til aðgerða gegn Rússum yrði talið að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Donald Trump hefur tíst um fregnir Washington Post um helgina og nú í dag. Tíst Trump í dag þar sem hann gagnrýnir Obama og fer fram á afsökunarbeiðni.Nú segir hann að ástæða þess að Obama hafi „ekkert gert eftir að hafa fengið upplýsingar um afskipti“ hafi verið að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna og því hafi hann ekki viljað „rugga bátnum“. Trump virðist gagnrýna Obama fyrir aðgerðaleysið og segir að Clinton og demókratar hafi ekki grætt á Obama hafði ekki brugðist við.Tíst Trump frá 22. júní þegar hann sagði allar fregnir um afskipti Rússa vera gabb demókrata.Trump hefur í gegnum tíðina verið margsaga um afskipti Rússa og nú síðast þann 22. júní sagði hann að þetta væri ekkert annað en gabb demókrata til að afsaka tap þeirra í kosningunum. Hann hefur áður sagt að Kína hefði mögulega gert tölvuárásir en ekki Rússar og jafnvel einhver feitur maður í sófanum sínum.Tweets by realDonaldTrump Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Háttsettur þingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hefur gagnrýnt Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa ekki gripið til umfangsmikilli aðgerða þegar ljóst var að yfirvöld í Rússlandi ætluðu sér að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem haldnar voru þar í landi í fyrra. „Ég held að ríkisstjórn Obama hefði átt að gera mun meira þegar afskipti Rússa urðu ljós, og þegar það varð ljóst að þeim var stýrt úr hæstu hæðum Kremlin,“ sagði Adam Schiff í þættinum State of the Union á CNN.Schiff er æðsti meðlimur demókrata sem tilheyrir þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál, en hann og þingkonan Dianne Feinstein þrýstu á ríkisstjórn Obama fyrir kosningarnar. Hann segir ákvörðun Obama að grípa ekki til aðgerða fyrr en eftir kosningarnar hafa verið ranga. „Bandaríska þjóðin þurfti að vita hvað væri að gerast.“ Því gripu Schiff og Feinstein til þess ráðs að birta einhliða yfirlýsingu þar sem þingmennirnir sögðu ljóst að markmið Rússa væri að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna og að kölluðu eftir því að afskiptum þeirra yrði hætt.Washington Post birti nýverið ítarlega grein um að Obama hefði fengið upplýsingar um afskipti Rússa í ágúst í fyrra og að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefði gefið skipun um slík afskipti. Markmiðið með þeim aðgerðum væri að hjálpa Donald Trump að vinna kosningarnar sem haldnar voru í nóvember. Upplýsingarnar eru sagðar hafa komið frá aðilum innan ríkisstjórnar Putin. Það var ekki fyrr en í desember sem ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti þvingunum gegn Rússlandi og rak fjölda rússneskra njósnara og erindreka úr landi. Obama mun hafa óttast að ef hann gripi til aðgerða gegn Rússum yrði talið að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Donald Trump hefur tíst um fregnir Washington Post um helgina og nú í dag. Tíst Trump í dag þar sem hann gagnrýnir Obama og fer fram á afsökunarbeiðni.Nú segir hann að ástæða þess að Obama hafi „ekkert gert eftir að hafa fengið upplýsingar um afskipti“ hafi verið að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna og því hafi hann ekki viljað „rugga bátnum“. Trump virðist gagnrýna Obama fyrir aðgerðaleysið og segir að Clinton og demókratar hafi ekki grætt á Obama hafði ekki brugðist við.Tíst Trump frá 22. júní þegar hann sagði allar fregnir um afskipti Rússa vera gabb demókrata.Trump hefur í gegnum tíðina verið margsaga um afskipti Rússa og nú síðast þann 22. júní sagði hann að þetta væri ekkert annað en gabb demókrata til að afsaka tap þeirra í kosningunum. Hann hefur áður sagt að Kína hefði mögulega gert tölvuárásir en ekki Rússar og jafnvel einhver feitur maður í sófanum sínum.Tweets by realDonaldTrump
Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira