Skildi börnin eftir út í bíl til að kenna þeim lexíu Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 26. júní 2017 06:58 Hitinn í Texas þennan dag fór í um 36 gráður. Vísir/GEtty Kona í Texas hefur verið ákærð vegna dauða tveggja barna hennar en þau fundust látin, læst inni í bíl fjölskyldunnar í miklum hita í lok maí. Konan, sem heitir Cynthia Marie Randolph og er 24 ára gömul, hefur játað að hafa ætlað að kenna tveggja ára dóttur sinni lexíu með því að læsa hana inni í bílnum eftir að telpan hafði neitað að fara út úr bílnum eftir að hún kom að börnunum að leik. Atvikið átti sér stað heima hjá fjölskyldunni og móðirin sofnaði skömmu síðar í tvo til þrjá tíma. Hún er einnig sögð hafa neytt fíkniefna áður en hún sofnaði. Stúlkan og sextán mánaða gamall bróðir hennar fundust síðan bæði látin en hitinn í Texas þennan dag fór í um 36 gráður. Í yfirlýsingu lögreglunnar til Reuters fréttaveitunnar segir að Randolph hafi brotið rúðu í bílnum til þess að reyna að láta atvikið lýta út sem slys. Upprunalega sagði hún lögregluþjónum að hún hefði verið að brjóta saman þvott og horfa á sjónvarpið og að börnin hefðu verið að leik fyrir utan. Hún hafi síðan tekið eftir því að börnin væru horfin og hafi komið að þeim í bílnum. Þá mun hún hafa breytt sögu sinni ítrekað við yfirheyrslur og á endanum játað að hafa læst börnin inni til að kenna þeim lexíu. Samkvæmt upplýsingum frá síðunni Noheatstroke.org hafa fjórtán börn látið lífið vegna hita á þessu ári, eftir að hafa verið skilin eftir í bíl. Frá árinu 1998 hafa 714 börn dáið við þessar aðstæður. Veðurfræðingur við San Jose State háskólann í Kaliforníu heldur utan um þessar tölur. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Kona í Texas hefur verið ákærð vegna dauða tveggja barna hennar en þau fundust látin, læst inni í bíl fjölskyldunnar í miklum hita í lok maí. Konan, sem heitir Cynthia Marie Randolph og er 24 ára gömul, hefur játað að hafa ætlað að kenna tveggja ára dóttur sinni lexíu með því að læsa hana inni í bílnum eftir að telpan hafði neitað að fara út úr bílnum eftir að hún kom að börnunum að leik. Atvikið átti sér stað heima hjá fjölskyldunni og móðirin sofnaði skömmu síðar í tvo til þrjá tíma. Hún er einnig sögð hafa neytt fíkniefna áður en hún sofnaði. Stúlkan og sextán mánaða gamall bróðir hennar fundust síðan bæði látin en hitinn í Texas þennan dag fór í um 36 gráður. Í yfirlýsingu lögreglunnar til Reuters fréttaveitunnar segir að Randolph hafi brotið rúðu í bílnum til þess að reyna að láta atvikið lýta út sem slys. Upprunalega sagði hún lögregluþjónum að hún hefði verið að brjóta saman þvott og horfa á sjónvarpið og að börnin hefðu verið að leik fyrir utan. Hún hafi síðan tekið eftir því að börnin væru horfin og hafi komið að þeim í bílnum. Þá mun hún hafa breytt sögu sinni ítrekað við yfirheyrslur og á endanum játað að hafa læst börnin inni til að kenna þeim lexíu. Samkvæmt upplýsingum frá síðunni Noheatstroke.org hafa fjórtán börn látið lífið vegna hita á þessu ári, eftir að hafa verið skilin eftir í bíl. Frá árinu 1998 hafa 714 börn dáið við þessar aðstæður. Veðurfræðingur við San Jose State háskólann í Kaliforníu heldur utan um þessar tölur.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira