Fjármálaeftirlitið bitlaust og skortir sjálfstæði Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. júní 2017 22:04 Starfsfólk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur áhyggjur af því að Fjármálaeftirlitið á Íslandi sé bitlaust og skorti sjálfstæði. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur í mörg ár þrýst á að rammalöggjöf um fjármálaeftirlit verði endurskoðuð en ekki hefur verið brugðist við því. Í nýrri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland segir að það þurfi að vera í algjörum forgangi að efla fjármálaeftirlit á Íslandi. „Top priority“ er orðalagið sem starfsmenn sjóðsins nota. Þá er rakið að Ísland hafi fengið lélega einkunn í mati AGS á því hvernig gengi að fylgja meginreglum Basel-nefndarinnar um skilvirkt fjármálaeftirlit en þar var komist að þeirri niðurstöðu að FME á Íslandi væri bitlaust og skorti sjálfstæði. „Það er svolítill ágreiningur á milli okkar og AGS hvað þetta varðar. Þegar þau segja að okkur skorti sjálfstæði, það teljum við vera byggt á misskilningi. Þegar þau tala um að okkur skorti bit þá er það tvennt: Annars vegar að nú er búið að innleiða nýju Evrópusambandsbankatilskipunina sem að hefur veitt okkur gífurlega auknar valdheimildir sem ekki voru 2014.“Urður Gunnarsdóttir, forstjóri FME.Vísir/Vilhelm„Í öðru lagi telja þau að, sem er ekki alveg í samræmi við okkar réttarhefð, að FME eigi að hafa opna heimild til að setja bindnandi reglur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur til endurskoðunar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi en það er löggjöfin sem FME starfar eftir. Unnur hefur í nokkur ár kallað eftir endurskoðun þessarar löggjafar. „Ég hef talið um nokkurt skeið að það væri mjög tímabært að fara yfir rammalöggjöfina og endurskoða hana. Það hefur ekki verið sett í forgang ennþá,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í fréttum okkar í gær að löggjöfin yrði endurskoðuð í ljósi athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira
Starfsfólk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur áhyggjur af því að Fjármálaeftirlitið á Íslandi sé bitlaust og skorti sjálfstæði. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur í mörg ár þrýst á að rammalöggjöf um fjármálaeftirlit verði endurskoðuð en ekki hefur verið brugðist við því. Í nýrri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland segir að það þurfi að vera í algjörum forgangi að efla fjármálaeftirlit á Íslandi. „Top priority“ er orðalagið sem starfsmenn sjóðsins nota. Þá er rakið að Ísland hafi fengið lélega einkunn í mati AGS á því hvernig gengi að fylgja meginreglum Basel-nefndarinnar um skilvirkt fjármálaeftirlit en þar var komist að þeirri niðurstöðu að FME á Íslandi væri bitlaust og skorti sjálfstæði. „Það er svolítill ágreiningur á milli okkar og AGS hvað þetta varðar. Þegar þau segja að okkur skorti sjálfstæði, það teljum við vera byggt á misskilningi. Þegar þau tala um að okkur skorti bit þá er það tvennt: Annars vegar að nú er búið að innleiða nýju Evrópusambandsbankatilskipunina sem að hefur veitt okkur gífurlega auknar valdheimildir sem ekki voru 2014.“Urður Gunnarsdóttir, forstjóri FME.Vísir/Vilhelm„Í öðru lagi telja þau að, sem er ekki alveg í samræmi við okkar réttarhefð, að FME eigi að hafa opna heimild til að setja bindnandi reglur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur til endurskoðunar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi en það er löggjöfin sem FME starfar eftir. Unnur hefur í nokkur ár kallað eftir endurskoðun þessarar löggjafar. „Ég hef talið um nokkurt skeið að það væri mjög tímabært að fara yfir rammalöggjöfina og endurskoða hana. Það hefur ekki verið sett í forgang ennþá,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í fréttum okkar í gær að löggjöfin yrði endurskoðuð í ljósi athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira