Fjármálaeftirlitið bitlaust og skortir sjálfstæði Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. júní 2017 22:04 Starfsfólk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur áhyggjur af því að Fjármálaeftirlitið á Íslandi sé bitlaust og skorti sjálfstæði. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur í mörg ár þrýst á að rammalöggjöf um fjármálaeftirlit verði endurskoðuð en ekki hefur verið brugðist við því. Í nýrri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland segir að það þurfi að vera í algjörum forgangi að efla fjármálaeftirlit á Íslandi. „Top priority“ er orðalagið sem starfsmenn sjóðsins nota. Þá er rakið að Ísland hafi fengið lélega einkunn í mati AGS á því hvernig gengi að fylgja meginreglum Basel-nefndarinnar um skilvirkt fjármálaeftirlit en þar var komist að þeirri niðurstöðu að FME á Íslandi væri bitlaust og skorti sjálfstæði. „Það er svolítill ágreiningur á milli okkar og AGS hvað þetta varðar. Þegar þau segja að okkur skorti sjálfstæði, það teljum við vera byggt á misskilningi. Þegar þau tala um að okkur skorti bit þá er það tvennt: Annars vegar að nú er búið að innleiða nýju Evrópusambandsbankatilskipunina sem að hefur veitt okkur gífurlega auknar valdheimildir sem ekki voru 2014.“Urður Gunnarsdóttir, forstjóri FME.Vísir/Vilhelm„Í öðru lagi telja þau að, sem er ekki alveg í samræmi við okkar réttarhefð, að FME eigi að hafa opna heimild til að setja bindnandi reglur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur til endurskoðunar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi en það er löggjöfin sem FME starfar eftir. Unnur hefur í nokkur ár kallað eftir endurskoðun þessarar löggjafar. „Ég hef talið um nokkurt skeið að það væri mjög tímabært að fara yfir rammalöggjöfina og endurskoða hana. Það hefur ekki verið sett í forgang ennþá,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í fréttum okkar í gær að löggjöfin yrði endurskoðuð í ljósi athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Starfsfólk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur áhyggjur af því að Fjármálaeftirlitið á Íslandi sé bitlaust og skorti sjálfstæði. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur í mörg ár þrýst á að rammalöggjöf um fjármálaeftirlit verði endurskoðuð en ekki hefur verið brugðist við því. Í nýrri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland segir að það þurfi að vera í algjörum forgangi að efla fjármálaeftirlit á Íslandi. „Top priority“ er orðalagið sem starfsmenn sjóðsins nota. Þá er rakið að Ísland hafi fengið lélega einkunn í mati AGS á því hvernig gengi að fylgja meginreglum Basel-nefndarinnar um skilvirkt fjármálaeftirlit en þar var komist að þeirri niðurstöðu að FME á Íslandi væri bitlaust og skorti sjálfstæði. „Það er svolítill ágreiningur á milli okkar og AGS hvað þetta varðar. Þegar þau segja að okkur skorti sjálfstæði, það teljum við vera byggt á misskilningi. Þegar þau tala um að okkur skorti bit þá er það tvennt: Annars vegar að nú er búið að innleiða nýju Evrópusambandsbankatilskipunina sem að hefur veitt okkur gífurlega auknar valdheimildir sem ekki voru 2014.“Urður Gunnarsdóttir, forstjóri FME.Vísir/Vilhelm„Í öðru lagi telja þau að, sem er ekki alveg í samræmi við okkar réttarhefð, að FME eigi að hafa opna heimild til að setja bindnandi reglur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur til endurskoðunar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi en það er löggjöfin sem FME starfar eftir. Unnur hefur í nokkur ár kallað eftir endurskoðun þessarar löggjafar. „Ég hef talið um nokkurt skeið að það væri mjög tímabært að fara yfir rammalöggjöfina og endurskoða hana. Það hefur ekki verið sett í forgang ennþá,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í fréttum okkar í gær að löggjöfin yrði endurskoðuð í ljósi athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent