Ósammála um menntagúrúinn sem á að bjarga skólamálum: „Þetta er svo mikið bla, bla, bla Líf“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 25. júní 2017 15:36 Líf og Halldór voru ekki sammála um hvað þyrfti að leggja áherslu á í skólamálum í borginni. Vísir/Samsett mynd „Mig langar að tala um skólamálin,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, þegar hún og Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, mættust í Sprengjusandi á Bylgjunni í hádeginu. Halldór sagði að best væri að leggja áherslu á einkarekna skóla og samkeppni á skólamarkaði. „Við höfum meiri áhuga á að virkja fleiri einkaskóla og myndum vilja sjá meiri samkeppni. Við höfum líka talað um það, að fé myndi fylgja skólabörnum þannig að foreldrar geti haft meira val um skóla,“ sagði Halldór og vitnaði þar í lágt hlutfall einkaskóla hér á landi þegar þáttastjórnandi benti á að nú þegar gætu foreldrar valið skóla barna sinna.Menntagúrúinn til bjargar Líf mótmælti þessum hugmyndum Halldórs og sagði að lönd á borð við Svíþjóð, sem hefðu tekið upp þetta kerfi, væru að falla frá því. Halldór benti þá á að einkaskólar væru algengir í Svíþjóð og að mikil ásókn væri í einkaskóla hér á landi. Líf ræddi einnig um nýtt samstarf við sérfræðing í menntamálum, Pasi Sahlberg. „Við erum farin af stað með mjög víðtækt samráð í því að móta menntastefnu til framtíðar. Við höfum fengið til okkar Pasi Sahlberg, sem er mikill menntagúru, finnskur. Hann segir að við skulum ekki leggja áherslu á þessa samkeppni, við skulum setja nemandann í forgrunn og hvernig honum tekst að finna sína fjöl í skólakerfinu. Allt of mörgum börnum líður illa, það er allt of mikið einelti,“ sagði Líf og taldi að það væru aðrir mikilvægari þættir heldur en samkeppni á skólamarkaði, sem þyrfti að huga að. Halldór greip þá fram í og sagði þetta vera blaður. „Þetta er svo mikið bla, bla, bla Líf, þetta er svo mikið blaður,“ sagði Halldór en sagði að hann væri ekki að meina að þetta væri blaður í Líf heldur þyrfti að setja varnagla á svona gúrúa þar sem þeir hefðu ekki endilega alltaf rétt fyrir sér. Búið er að setja á fót starfshópa, skipaða af fagfólki úr skólasamfélaginu, til að leita leiða til að bregðast við kjörum og starfsaðstæðum kennara. Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Mig langar að tala um skólamálin,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, þegar hún og Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, mættust í Sprengjusandi á Bylgjunni í hádeginu. Halldór sagði að best væri að leggja áherslu á einkarekna skóla og samkeppni á skólamarkaði. „Við höfum meiri áhuga á að virkja fleiri einkaskóla og myndum vilja sjá meiri samkeppni. Við höfum líka talað um það, að fé myndi fylgja skólabörnum þannig að foreldrar geti haft meira val um skóla,“ sagði Halldór og vitnaði þar í lágt hlutfall einkaskóla hér á landi þegar þáttastjórnandi benti á að nú þegar gætu foreldrar valið skóla barna sinna.Menntagúrúinn til bjargar Líf mótmælti þessum hugmyndum Halldórs og sagði að lönd á borð við Svíþjóð, sem hefðu tekið upp þetta kerfi, væru að falla frá því. Halldór benti þá á að einkaskólar væru algengir í Svíþjóð og að mikil ásókn væri í einkaskóla hér á landi. Líf ræddi einnig um nýtt samstarf við sérfræðing í menntamálum, Pasi Sahlberg. „Við erum farin af stað með mjög víðtækt samráð í því að móta menntastefnu til framtíðar. Við höfum fengið til okkar Pasi Sahlberg, sem er mikill menntagúru, finnskur. Hann segir að við skulum ekki leggja áherslu á þessa samkeppni, við skulum setja nemandann í forgrunn og hvernig honum tekst að finna sína fjöl í skólakerfinu. Allt of mörgum börnum líður illa, það er allt of mikið einelti,“ sagði Líf og taldi að það væru aðrir mikilvægari þættir heldur en samkeppni á skólamarkaði, sem þyrfti að huga að. Halldór greip þá fram í og sagði þetta vera blaður. „Þetta er svo mikið bla, bla, bla Líf, þetta er svo mikið blaður,“ sagði Halldór en sagði að hann væri ekki að meina að þetta væri blaður í Líf heldur þyrfti að setja varnagla á svona gúrúa þar sem þeir hefðu ekki endilega alltaf rétt fyrir sér. Búið er að setja á fót starfshópa, skipaða af fagfólki úr skólasamfélaginu, til að leita leiða til að bregðast við kjörum og starfsaðstæðum kennara.
Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira