Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2017 11:32 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir uppsagnirnar ívið fleiri en í fyrra. Vísir/Anton Brink Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Vísir leitaði svara hjá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins sem sagði uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair. Hann segir að flugmenn séu ráðnir inn á vorin sem síðan sé sagt upp á haustin. „Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í því. Það helgast af því að það er miklu meira um að vera í fluginu og ferðaþjónustunni yfir sumarmánuðina en á veturna,“ segir Guðjón. Hann segir ákvæði kjarasamninga flugmanna kveða á um að sá háttur sé hafður á að flugmenn séu fastráðnir inn á vorin en síðan sagt upp á haustin í stað þess að þeir séu ráðnir inn sem sumarstarfsmenn eins og við á um aðra starfsmenn félagsins eins og til dæmis flugþjóna og starfsfólk „á jörðinni.“ Guðjón segir þetta gerast ár eftir ár en að uppsagnirnar séu ívið fleiri núna heldur en fyrir ári. Aðspurður hvort það sé vegna minni vaxtar félagsins svarar Guðjón neitandi: „Nei, það hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst bara um að hafa réttan fjölda starfsmanna.“En hvers vegna var þá fleirum sagt upp störfum í ár en í fyrra? „Það var vegna þess að vöxturinn var mjög mikill á síðasta ári,“ svarar Guðjón upplýsingafulltrúi Icelandair. Fréttir af flugi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Vísir leitaði svara hjá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins sem sagði uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair. Hann segir að flugmenn séu ráðnir inn á vorin sem síðan sé sagt upp á haustin. „Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í því. Það helgast af því að það er miklu meira um að vera í fluginu og ferðaþjónustunni yfir sumarmánuðina en á veturna,“ segir Guðjón. Hann segir ákvæði kjarasamninga flugmanna kveða á um að sá háttur sé hafður á að flugmenn séu fastráðnir inn á vorin en síðan sagt upp á haustin í stað þess að þeir séu ráðnir inn sem sumarstarfsmenn eins og við á um aðra starfsmenn félagsins eins og til dæmis flugþjóna og starfsfólk „á jörðinni.“ Guðjón segir þetta gerast ár eftir ár en að uppsagnirnar séu ívið fleiri núna heldur en fyrir ári. Aðspurður hvort það sé vegna minni vaxtar félagsins svarar Guðjón neitandi: „Nei, það hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst bara um að hafa réttan fjölda starfsmanna.“En hvers vegna var þá fleirum sagt upp störfum í ár en í fyrra? „Það var vegna þess að vöxturinn var mjög mikill á síðasta ári,“ svarar Guðjón upplýsingafulltrúi Icelandair.
Fréttir af flugi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira