Reynsluboltar í nýjum hlutverkum í Hollandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2017 06:00 Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og aðstoðarmaður hans, Ásmundur Haraldsson, skera köku á blaðamannafundinum í gær. Markmannsþjálfarinn Ólafur Pétursson fylgist með aðförunum. vísir/anton Freyr Alexandersson, landliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti á blaðamannafundi í gær hvaða 23 leikmenn fara með íslenska landsliðinu á EM 2017 í Hollandi sem hefst í næsta mánuði. Mikil spenna ríkti fyrir valinu enda óvíst hvort nokkrir reynsluboltar yrðu hreinlega valdir vegna meiðsla og barneigna á þessu ári. Svo fór að Freyr veðjaði á reynslu og tók þær Hólmfríði Magnúsdóttur og Söndru Maríu Jessen með en báðar hafa komið sterkar til baka eftir meiðsli og skorað mörk. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, var stærsta spurningarmerkið en hún fer einnig með. Allar verða í minna hlutverki en áður.Harpa ein látin vita Freyr viðurkennir að honum hafi verið hætt að lítast á blikuna fyrir nokkrum vikum varðandi Hörpu þegar hún var ekki komin af stað með Stjörnunni og talaði um það í viðtölum að löngunin væri svona rétt að kvikna aftur eftir barnsburðinn í byrjun mars. Harpa var fljót að finna neistann og lýsti því sjálf yfir í vikunni að hún vildi ólm komast á EM. Íslenska liðið hefur skort mörk að undanförnu og ef eitthvað er vitað er það að Harpa Þorsteinsdóttir getur skorað mörk. „Harpa er ekki í hópnum af því að okkur vantar mörk heldur vegna þess að hún er nægilega góð,“ segir Freyr um Hörpu sem hefur aðeins spilað 138 mínútur í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Allir leikmenn liðsins voru látnir vita um EM-sætið með tölvupósti meðan á fundinum stóð en Harpa var sú eina sem vissi að hún yrði í hópnum. „Það var umferð í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn þannig að við vildum ekki trufla hana fyrir það. Við áttum því samtal í gær. Ég þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk þannig að hún væri algjörlega meðvituð um hvað henni er ætlað að gera. Ég var ekki búinn að gefa upp vonina með Hörpu en um tíma var óvissa um hvort hún hefði ástríðuna til að gera þetta,“ segir Freyr og bætir við að Harpa geti spilað af krafti í svona 20-30 mínútur í dag og það hjálpi íslenska liðinu.Hólmfríður vængbakvörður Tveir nýliðar gripu gæsina í síðustu leikjum fyrir EM en það voru Agla María Albertsdóttir, framherji Stjörnunnar, og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Breiðabliks. Þær eru á leið á EM með samtals sex landsleiki á bakinu. „Agla María kom inn í liðið eins og stormsveipur og það sama má segja um Ingibjörgu sem nýtti sín tækifæri alveg frábærlega,“ segir Freyr sem hefur hálfpartinn þurft að endurmóta liðið eftir að hafa spilað meira og minna á sama liðinu alla undankeppnina. „Ef við hefðum staðið hérna fyrir ári síðan og talað um þetta svona hefðum við aldrei trúað þessu en þetta gerðist allt saman. Ég er samt bara orðinn spenntur fyrir þessu öllu. Hólmfríður verður vængbakvörður í þessu liði og í allt öðru og minna hlutverki en áður. Hún hefur samt mikinn X-faktor sem getur nýst okkur,“ segir Freyr. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Freyr Alexandersson, landliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti á blaðamannafundi í gær hvaða 23 leikmenn fara með íslenska landsliðinu á EM 2017 í Hollandi sem hefst í næsta mánuði. Mikil spenna ríkti fyrir valinu enda óvíst hvort nokkrir reynsluboltar yrðu hreinlega valdir vegna meiðsla og barneigna á þessu ári. Svo fór að Freyr veðjaði á reynslu og tók þær Hólmfríði Magnúsdóttur og Söndru Maríu Jessen með en báðar hafa komið sterkar til baka eftir meiðsli og skorað mörk. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, var stærsta spurningarmerkið en hún fer einnig með. Allar verða í minna hlutverki en áður.Harpa ein látin vita Freyr viðurkennir að honum hafi verið hætt að lítast á blikuna fyrir nokkrum vikum varðandi Hörpu þegar hún var ekki komin af stað með Stjörnunni og talaði um það í viðtölum að löngunin væri svona rétt að kvikna aftur eftir barnsburðinn í byrjun mars. Harpa var fljót að finna neistann og lýsti því sjálf yfir í vikunni að hún vildi ólm komast á EM. Íslenska liðið hefur skort mörk að undanförnu og ef eitthvað er vitað er það að Harpa Þorsteinsdóttir getur skorað mörk. „Harpa er ekki í hópnum af því að okkur vantar mörk heldur vegna þess að hún er nægilega góð,“ segir Freyr um Hörpu sem hefur aðeins spilað 138 mínútur í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Allir leikmenn liðsins voru látnir vita um EM-sætið með tölvupósti meðan á fundinum stóð en Harpa var sú eina sem vissi að hún yrði í hópnum. „Það var umferð í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn þannig að við vildum ekki trufla hana fyrir það. Við áttum því samtal í gær. Ég þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk þannig að hún væri algjörlega meðvituð um hvað henni er ætlað að gera. Ég var ekki búinn að gefa upp vonina með Hörpu en um tíma var óvissa um hvort hún hefði ástríðuna til að gera þetta,“ segir Freyr og bætir við að Harpa geti spilað af krafti í svona 20-30 mínútur í dag og það hjálpi íslenska liðinu.Hólmfríður vængbakvörður Tveir nýliðar gripu gæsina í síðustu leikjum fyrir EM en það voru Agla María Albertsdóttir, framherji Stjörnunnar, og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Breiðabliks. Þær eru á leið á EM með samtals sex landsleiki á bakinu. „Agla María kom inn í liðið eins og stormsveipur og það sama má segja um Ingibjörgu sem nýtti sín tækifæri alveg frábærlega,“ segir Freyr sem hefur hálfpartinn þurft að endurmóta liðið eftir að hafa spilað meira og minna á sama liðinu alla undankeppnina. „Ef við hefðum staðið hérna fyrir ári síðan og talað um þetta svona hefðum við aldrei trúað þessu en þetta gerðist allt saman. Ég er samt bara orðinn spenntur fyrir þessu öllu. Hólmfríður verður vængbakvörður í þessu liði og í allt öðru og minna hlutverki en áður. Hún hefur samt mikinn X-faktor sem getur nýst okkur,“ segir Freyr.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira