Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2017 14:46 Hólmfríður fagnar marki í leik með KR. Vísir Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikurnar en Freyr Alexandersson valdi þær engu að síður í EM-hóp Íslands sem var tilkynntur í dag. Sandra María sleit aftara krossband í hné í mars og þurfti ekki að fara í aðgerð. Hólmfríður fótbrotnaði í upphafi árs og Harpa eignaðist barn í vetur. „Ég hef engar áhyggjur af þeim. Ég get ekki breytt því sem gerðist fyrir mótið en tvær úr þessum hópi hafa gríðarlega reynslu og þekkja alla umgjörð,“ sagði Freyr á blaðamannafundi í dag. Hann hefur notað síðustu mánuði til að breyta leikaðferð íslenska landsliðsins og bendir á að bæði Sandra og Hólmfríður hafi verið með í Kína, þar sem breytingarnar hafi fyrst verið kynntar. Engin þeirra var valin fyrir síðasta landsliðsverkefni en Freyr segist frekar hafa viljað skoða aðra leikmenn í þeim leikjum. „Ég vildi frekar að þær þrjár myndu æfa með sínum félagsliðum. En það var verið að fylgjast mjög vel með þeim þar.“ Freyr sagði að Hólmfríður og Harpa myndu fá annað hlutverk með landsliðinu en þær eru vanar. Hvorug er líkleg til að fara beint í byrjunarliðið. „Hólmfríður verður ekki í lykilhlutverki eins og áður. Hún verður stuðningur við hópinn og mun auka breiddina. En hún er X-faktor og það veit enginn hvað hún mun gera.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikurnar en Freyr Alexandersson valdi þær engu að síður í EM-hóp Íslands sem var tilkynntur í dag. Sandra María sleit aftara krossband í hné í mars og þurfti ekki að fara í aðgerð. Hólmfríður fótbrotnaði í upphafi árs og Harpa eignaðist barn í vetur. „Ég hef engar áhyggjur af þeim. Ég get ekki breytt því sem gerðist fyrir mótið en tvær úr þessum hópi hafa gríðarlega reynslu og þekkja alla umgjörð,“ sagði Freyr á blaðamannafundi í dag. Hann hefur notað síðustu mánuði til að breyta leikaðferð íslenska landsliðsins og bendir á að bæði Sandra og Hólmfríður hafi verið með í Kína, þar sem breytingarnar hafi fyrst verið kynntar. Engin þeirra var valin fyrir síðasta landsliðsverkefni en Freyr segist frekar hafa viljað skoða aðra leikmenn í þeim leikjum. „Ég vildi frekar að þær þrjár myndu æfa með sínum félagsliðum. En það var verið að fylgjast mjög vel með þeim þar.“ Freyr sagði að Hólmfríður og Harpa myndu fá annað hlutverk með landsliðinu en þær eru vanar. Hvorug er líkleg til að fara beint í byrjunarliðið. „Hólmfríður verður ekki í lykilhlutverki eins og áður. Hún verður stuðningur við hópinn og mun auka breiddina. En hún er X-faktor og það veit enginn hvað hún mun gera.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Svona var EM-hópurinn tilkynntur Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30
Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11