Nýr Landspítali og „borgarlína“ Guðjón Sigurbjartsson skrifar 22. júní 2017 11:00 Fyrsti áfangi „Borgarlínunnar“ sem er til skoðunar hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) er áætlaður kosta 44-72 milljarða kr. Óska sveitarfélögin eftir 25-30 milljarða kr. ríkisframlagi til ársins 2022. Annað mál en þessu tengt er að samgönguráðherra telur að setja þurfi um 100 milljarða kr. í styrkingu stofnbrauta út frá höfuðborgarsvæðinu á næstu árum að Sundabraut meðtalinni. Samtals eru þetta hátt í 200 milljarðar króna af viðbótarfé sem þyrfti að setja í samgöngubætur í og út frá höfuðborginni. Tugi ef ekki hundruð milljarða kr. vantar í heilbrigðismál og fleiri málaflokka ríkisins enda staldra margir við fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 sem sýnir að svigrúmið er lítið. „Innviðagjald“ og vegatollar hafa verið nefndir sem möguleg lausn en ofangreind fjárvöntun næst ekki nema með stórauknum viðbótartekjum hins opinbera sem ekki munu nást nema með stóraukinni þjóðarframleiðslu á mann. Hún þarf í raun að vaxa um 50% og verða um 30% meiri en hjá helstu þjóðum sem við berum okkur saman við, svo við náum að vega upp óhagkvæmni fámennisins á tiltölulega stórri norðlægri eyju, þó íseyjan sé að mörgu leyti ágæt. En það er til hagkvæm lausn á hluta vandans. Hún er sú að byggja nýja Landspítalann á betri stað nær fólkinu austar á höfuðborgarsvæðinu, sem er um 100 milljörðum kr. hagkvæmara en að byggja við Hringbraut. Hagkvæmni liggur meðal annars í verðmæti lóðarinnar við Hringbraut, lægri fjárfestingu í samgöngum og lægri ferðakostnaði notenda spítalans vegna styttri ferða þegar spítalinn kemur nær framtíðar þungamiðju byggðarinnar. Sameining LSH við Hringbraut er áformuð með nýjum meðferðarkjarna árið 2023 og endurbyggingu gömlu húsanna í framhaldi af því. Við það mun umferð í nálægum götum aukast um 10-12% samkvæmt umferðarspám. Ferðir til og frá spítalanum áætlast um 18.000 á sólarhring eftir sameiningu, þar af 100 til 200 sjúkrabílar. Gatnakerfið í nágrenni Hringbrautar er þegar sprungið og með þessari aukningu mun ástandið verða algerlega óviðunandi. Með því að byggja nýjan Landspítala austar á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis við Vífilsstaði, í landi Keldna eða við voga Elliðaánna, mætti hins vegar létta á umferðinni á Hringbrautarsvæðinu sem nemur um 15%. Spítalinn verður sem sagt ábyrgur fyrir um 25% umferðar í nágrenni sínu ef hann verður byggður upp við Hringbraut. Hugmynd borgaryfirvalda sem ótrúlegt nokk fylgja uppbyggingu LSH við Hringbraut þrátt fyrir samgönguvandann og þrátt fyrir áherslu á þéttingu byggðar og fleira, er að leysa málið með „borgarlínu“, setja Miklubraut í stokk og byggja Öskjuhlíðargöng. Samtals kostar þessi styrking samgöngukerfisins yfir 100 milljarða kr. til viðbótar áðurnefndri þörf fyrir stofnbrautir út frá höfuðborgarsvæðinu. Í stað spítalans við Hringbraut kæmi blönduð íbúðabyggð og hótel sem myndi jafna umferðarálagið og stórfelld styrking samgöngumannvirkja mætti sleppa eða að minnsta kosti bíða allmörg ár, sem léttir útgjaldapressu af ríkissjóði.Hagkvæmni sameiningar ofmetin Það verður hvort sem er ekki hægt að leggja niður Fossvogsspítala þegar meðferðarkjarninn kemur við Hringbraut eins og var ein af forsendunum. Eftirspurnaraukning eftir sjúkrahússþjónustu er um 1,7% á ári og spítalinn er þegar yfirfullur. Hagkvæmni sameiningar við Hringbraut er því ofmetin upp á um þrjá milljarða kr. á ári sem gerir um sextíu milljarða kr. á núvirði. Ef hins vegar byrjað verður upp á nýtt á heppilegu svæði má byggja stærri spítala tiltölulega hratt og vega upp nýjan undirbúningstíma. Það mun taka um tuttugu ár að ljúka framkvæmdum við Hringbraut ef endurgerð gömlu bygginganna er tekin með. Bygging á nýjum stað þarf ekki að taka nema um tíu ár með undirbúningstíma. Í fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 eru teknir til hliðar um 50 milljarðar króna til byggingar nýs meðferðarkjarna LHS við Hringbraut, sem eins og hér hefur verið rakið er vanhugsuð framkvæmd. Notum þetta fé í að efla heilbrigðiskerfið, styrkja samgöngur og annað brýnt og undirbúum byggingu nýs Landspítala á nýjum stað betur. Byggjum hann svo á fimm árum. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka um betri spítala á betri stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti áfangi „Borgarlínunnar“ sem er til skoðunar hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) er áætlaður kosta 44-72 milljarða kr. Óska sveitarfélögin eftir 25-30 milljarða kr. ríkisframlagi til ársins 2022. Annað mál en þessu tengt er að samgönguráðherra telur að setja þurfi um 100 milljarða kr. í styrkingu stofnbrauta út frá höfuðborgarsvæðinu á næstu árum að Sundabraut meðtalinni. Samtals eru þetta hátt í 200 milljarðar króna af viðbótarfé sem þyrfti að setja í samgöngubætur í og út frá höfuðborginni. Tugi ef ekki hundruð milljarða kr. vantar í heilbrigðismál og fleiri málaflokka ríkisins enda staldra margir við fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 sem sýnir að svigrúmið er lítið. „Innviðagjald“ og vegatollar hafa verið nefndir sem möguleg lausn en ofangreind fjárvöntun næst ekki nema með stórauknum viðbótartekjum hins opinbera sem ekki munu nást nema með stóraukinni þjóðarframleiðslu á mann. Hún þarf í raun að vaxa um 50% og verða um 30% meiri en hjá helstu þjóðum sem við berum okkur saman við, svo við náum að vega upp óhagkvæmni fámennisins á tiltölulega stórri norðlægri eyju, þó íseyjan sé að mörgu leyti ágæt. En það er til hagkvæm lausn á hluta vandans. Hún er sú að byggja nýja Landspítalann á betri stað nær fólkinu austar á höfuðborgarsvæðinu, sem er um 100 milljörðum kr. hagkvæmara en að byggja við Hringbraut. Hagkvæmni liggur meðal annars í verðmæti lóðarinnar við Hringbraut, lægri fjárfestingu í samgöngum og lægri ferðakostnaði notenda spítalans vegna styttri ferða þegar spítalinn kemur nær framtíðar þungamiðju byggðarinnar. Sameining LSH við Hringbraut er áformuð með nýjum meðferðarkjarna árið 2023 og endurbyggingu gömlu húsanna í framhaldi af því. Við það mun umferð í nálægum götum aukast um 10-12% samkvæmt umferðarspám. Ferðir til og frá spítalanum áætlast um 18.000 á sólarhring eftir sameiningu, þar af 100 til 200 sjúkrabílar. Gatnakerfið í nágrenni Hringbrautar er þegar sprungið og með þessari aukningu mun ástandið verða algerlega óviðunandi. Með því að byggja nýjan Landspítala austar á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis við Vífilsstaði, í landi Keldna eða við voga Elliðaánna, mætti hins vegar létta á umferðinni á Hringbrautarsvæðinu sem nemur um 15%. Spítalinn verður sem sagt ábyrgur fyrir um 25% umferðar í nágrenni sínu ef hann verður byggður upp við Hringbraut. Hugmynd borgaryfirvalda sem ótrúlegt nokk fylgja uppbyggingu LSH við Hringbraut þrátt fyrir samgönguvandann og þrátt fyrir áherslu á þéttingu byggðar og fleira, er að leysa málið með „borgarlínu“, setja Miklubraut í stokk og byggja Öskjuhlíðargöng. Samtals kostar þessi styrking samgöngukerfisins yfir 100 milljarða kr. til viðbótar áðurnefndri þörf fyrir stofnbrautir út frá höfuðborgarsvæðinu. Í stað spítalans við Hringbraut kæmi blönduð íbúðabyggð og hótel sem myndi jafna umferðarálagið og stórfelld styrking samgöngumannvirkja mætti sleppa eða að minnsta kosti bíða allmörg ár, sem léttir útgjaldapressu af ríkissjóði.Hagkvæmni sameiningar ofmetin Það verður hvort sem er ekki hægt að leggja niður Fossvogsspítala þegar meðferðarkjarninn kemur við Hringbraut eins og var ein af forsendunum. Eftirspurnaraukning eftir sjúkrahússþjónustu er um 1,7% á ári og spítalinn er þegar yfirfullur. Hagkvæmni sameiningar við Hringbraut er því ofmetin upp á um þrjá milljarða kr. á ári sem gerir um sextíu milljarða kr. á núvirði. Ef hins vegar byrjað verður upp á nýtt á heppilegu svæði má byggja stærri spítala tiltölulega hratt og vega upp nýjan undirbúningstíma. Það mun taka um tuttugu ár að ljúka framkvæmdum við Hringbraut ef endurgerð gömlu bygginganna er tekin með. Bygging á nýjum stað þarf ekki að taka nema um tíu ár með undirbúningstíma. Í fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 eru teknir til hliðar um 50 milljarðar króna til byggingar nýs meðferðarkjarna LHS við Hringbraut, sem eins og hér hefur verið rakið er vanhugsuð framkvæmd. Notum þetta fé í að efla heilbrigðiskerfið, styrkja samgöngur og annað brýnt og undirbúum byggingu nýs Landspítala á nýjum stað betur. Byggjum hann svo á fimm árum. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka um betri spítala á betri stað.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar