Yfirburðirnir óvæntir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Sandra Stephany Mayor Gutierrez er besti leikmaður fyrstu níu umferða Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins. vísir/stefán Þór/KA trónir heldur óvænt á toppi Pepsi-deildar kvenna með fullt hús stiga, nú þegar fyrri umferð tímabilsins er lokið og mótið því hálfnað. Liðið er með sex stiga forystu á Breiðablik og því langur vegur frá því að annar titill í sögu félagsins sé tryggður. „Ég átti von á Þór/KA í toppbaráttu en ekki í svona afgerandi forystu. Þetta minnir mig á Íslandsmótin þegar ég var að spila,“ segir Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA og sérfræðingur 365 um Pepsi-deild kvenna. Fréttablaðið gerir nú upp fyrri hluta mótsins og tilnefnir lið umferðarinnar, besta þjálfarann, efnilegasta leikmanninn og þann besta – sem er Sandra Stephany Mayor Gutierrez hjá Þór/KA. „Hún og allir útlendingarnir hjá Þór/KA eru stórkostlegir en þeir gera líka leikmennina í kringum sig betri,“ segir Helena um Söndru Stephany og samherja hennar í Þór/KA.Úrvalslið fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna.grafík/fréttablaðiðBíta litlu liðin frá sér? Þór/KA byrjaði sumarið á því að leggja Val að velli en Valskonum hafði skömmu áður verið spáð titlinum. Sigur á Breiðabliki, sem er nú í öðru sæti, fylgdi svo í kjölfarið. „Mótið spilaðist vel fyrir þær því með þessum tveimur sigrum þá var komin trú í liðið. Sú trú hefur bara eflst eftir því sem liðið hefur á sumarið,“ segir Helena og vonar auðvitað til þess að síðari hluti mótsins verði spennandi. „Þó svo að það sé ljótt að segja það átti ég von á að FH myndi taka fyrstu stigin af Þór/KA í sumar. Það gerðist síðasta sumar að liðin í neðri hlutanum fóru að bíta frá sér og ef það gerist aftur þá gætum við fengið meiri spennu í mótið.“Missir liðið fótanna? Helena bendir á að öll önnur lið í toppbaráttunni séu nokkurn veginn á pari miðað við það sem reiknað var með. Þór/KA hafi hins vegar farið langt fram úr væntingum. Næstu tveir leikir Akureyringa verða við Val og Breiðablik en að þeim loknum verður hlé gert á deildinni vegna EM í Hollandi. „Þessir leikir hafa mjög mikið að segja og maður veit ekki hvað gerist ef Þór/KA tapar leik. Missir liðið þá fótanna?“ spyr Helena. Valur tekur á móti Þór/KA á þriðjudagskvöld í næstu viku, en þá hefst 10. umferðin með fjórum leikjum.Donni er besti þjálfari fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins.vísir/ernirBesti þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er besti þjálfari fyrstu níu umferðanna í Pepsi-deild kvenna að mati Fréttablaðsins enda lið hans með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Donni, eins og hann er kallaður, tók við liðinu fyrir þetta tímabil og fer því frábærlega af stað. Hann hefur verið óhræddur við að koma með stórar yfirlýsingar eftir leiki í sumar og stefnir á að vinna alla leiki í sumar. „Hann hleður trú í sína leikmenn. Þær trúa einfaldlega því sem hann segir og þess vegna trúir maður því sjálfur að þær geti unnið alla leiki í sumar,“ segir Helena Ólafsdóttir. Donni kom mörgum á óvart með því að stilla upp í þriggja manna varnarlínu í upphafi móts og hefur hann haldið tryggð við sitt leikkerfi, enda ekki ástæða til annars. Þór/KA hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í níu deildarleikjum í sumar.Agla María Albertsdóttir er besti ungi leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins.vísir/ernirBesti ungi leikmaðurinn Agla María Albertsdóttir er sautján ára og hefur átt frábært sumar, ekki bara með Stjörnunni heldur einnig íslenska landsliðinu þar sem hún hefur fengið stór tækifæri í ár. „Það er stórkostlegt að fylgjast með henni. Hún átti til dæmis frábæran landsleik gegn Brasilíu og reiknaði maður með að eftir slíka frammistöðu myndi jafn ungur leikmaður og hún slaka aðeins á en það er ekki að sjá á henni. Hún heldur bara áfram,“ segir Helena Ólafsdóttir. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, mun í dag tilkynna leikmannahóp sinn fyrir EM í Hollandi og reiknar Helena með því að Agla María verði þar á sínum stað. „Ég held að hún sé að fara til Hollands og að hún verði þar með stórt hlutverk hjá íslenska landsliðinu.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Þór/KA trónir heldur óvænt á toppi Pepsi-deildar kvenna með fullt hús stiga, nú þegar fyrri umferð tímabilsins er lokið og mótið því hálfnað. Liðið er með sex stiga forystu á Breiðablik og því langur vegur frá því að annar titill í sögu félagsins sé tryggður. „Ég átti von á Þór/KA í toppbaráttu en ekki í svona afgerandi forystu. Þetta minnir mig á Íslandsmótin þegar ég var að spila,“ segir Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA og sérfræðingur 365 um Pepsi-deild kvenna. Fréttablaðið gerir nú upp fyrri hluta mótsins og tilnefnir lið umferðarinnar, besta þjálfarann, efnilegasta leikmanninn og þann besta – sem er Sandra Stephany Mayor Gutierrez hjá Þór/KA. „Hún og allir útlendingarnir hjá Þór/KA eru stórkostlegir en þeir gera líka leikmennina í kringum sig betri,“ segir Helena um Söndru Stephany og samherja hennar í Þór/KA.Úrvalslið fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna.grafík/fréttablaðiðBíta litlu liðin frá sér? Þór/KA byrjaði sumarið á því að leggja Val að velli en Valskonum hafði skömmu áður verið spáð titlinum. Sigur á Breiðabliki, sem er nú í öðru sæti, fylgdi svo í kjölfarið. „Mótið spilaðist vel fyrir þær því með þessum tveimur sigrum þá var komin trú í liðið. Sú trú hefur bara eflst eftir því sem liðið hefur á sumarið,“ segir Helena og vonar auðvitað til þess að síðari hluti mótsins verði spennandi. „Þó svo að það sé ljótt að segja það átti ég von á að FH myndi taka fyrstu stigin af Þór/KA í sumar. Það gerðist síðasta sumar að liðin í neðri hlutanum fóru að bíta frá sér og ef það gerist aftur þá gætum við fengið meiri spennu í mótið.“Missir liðið fótanna? Helena bendir á að öll önnur lið í toppbaráttunni séu nokkurn veginn á pari miðað við það sem reiknað var með. Þór/KA hafi hins vegar farið langt fram úr væntingum. Næstu tveir leikir Akureyringa verða við Val og Breiðablik en að þeim loknum verður hlé gert á deildinni vegna EM í Hollandi. „Þessir leikir hafa mjög mikið að segja og maður veit ekki hvað gerist ef Þór/KA tapar leik. Missir liðið þá fótanna?“ spyr Helena. Valur tekur á móti Þór/KA á þriðjudagskvöld í næstu viku, en þá hefst 10. umferðin með fjórum leikjum.Donni er besti þjálfari fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins.vísir/ernirBesti þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er besti þjálfari fyrstu níu umferðanna í Pepsi-deild kvenna að mati Fréttablaðsins enda lið hans með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Donni, eins og hann er kallaður, tók við liðinu fyrir þetta tímabil og fer því frábærlega af stað. Hann hefur verið óhræddur við að koma með stórar yfirlýsingar eftir leiki í sumar og stefnir á að vinna alla leiki í sumar. „Hann hleður trú í sína leikmenn. Þær trúa einfaldlega því sem hann segir og þess vegna trúir maður því sjálfur að þær geti unnið alla leiki í sumar,“ segir Helena Ólafsdóttir. Donni kom mörgum á óvart með því að stilla upp í þriggja manna varnarlínu í upphafi móts og hefur hann haldið tryggð við sitt leikkerfi, enda ekki ástæða til annars. Þór/KA hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í níu deildarleikjum í sumar.Agla María Albertsdóttir er besti ungi leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins.vísir/ernirBesti ungi leikmaðurinn Agla María Albertsdóttir er sautján ára og hefur átt frábært sumar, ekki bara með Stjörnunni heldur einnig íslenska landsliðinu þar sem hún hefur fengið stór tækifæri í ár. „Það er stórkostlegt að fylgjast með henni. Hún átti til dæmis frábæran landsleik gegn Brasilíu og reiknaði maður með að eftir slíka frammistöðu myndi jafn ungur leikmaður og hún slaka aðeins á en það er ekki að sjá á henni. Hún heldur bara áfram,“ segir Helena Ólafsdóttir. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, mun í dag tilkynna leikmannahóp sinn fyrir EM í Hollandi og reiknar Helena með því að Agla María verði þar á sínum stað. „Ég held að hún sé að fara til Hollands og að hún verði þar með stórt hlutverk hjá íslenska landsliðinu.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira