Yfirburðirnir óvæntir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Sandra Stephany Mayor Gutierrez er besti leikmaður fyrstu níu umferða Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins. vísir/stefán Þór/KA trónir heldur óvænt á toppi Pepsi-deildar kvenna með fullt hús stiga, nú þegar fyrri umferð tímabilsins er lokið og mótið því hálfnað. Liðið er með sex stiga forystu á Breiðablik og því langur vegur frá því að annar titill í sögu félagsins sé tryggður. „Ég átti von á Þór/KA í toppbaráttu en ekki í svona afgerandi forystu. Þetta minnir mig á Íslandsmótin þegar ég var að spila,“ segir Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA og sérfræðingur 365 um Pepsi-deild kvenna. Fréttablaðið gerir nú upp fyrri hluta mótsins og tilnefnir lið umferðarinnar, besta þjálfarann, efnilegasta leikmanninn og þann besta – sem er Sandra Stephany Mayor Gutierrez hjá Þór/KA. „Hún og allir útlendingarnir hjá Þór/KA eru stórkostlegir en þeir gera líka leikmennina í kringum sig betri,“ segir Helena um Söndru Stephany og samherja hennar í Þór/KA.Úrvalslið fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna.grafík/fréttablaðiðBíta litlu liðin frá sér? Þór/KA byrjaði sumarið á því að leggja Val að velli en Valskonum hafði skömmu áður verið spáð titlinum. Sigur á Breiðabliki, sem er nú í öðru sæti, fylgdi svo í kjölfarið. „Mótið spilaðist vel fyrir þær því með þessum tveimur sigrum þá var komin trú í liðið. Sú trú hefur bara eflst eftir því sem liðið hefur á sumarið,“ segir Helena og vonar auðvitað til þess að síðari hluti mótsins verði spennandi. „Þó svo að það sé ljótt að segja það átti ég von á að FH myndi taka fyrstu stigin af Þór/KA í sumar. Það gerðist síðasta sumar að liðin í neðri hlutanum fóru að bíta frá sér og ef það gerist aftur þá gætum við fengið meiri spennu í mótið.“Missir liðið fótanna? Helena bendir á að öll önnur lið í toppbaráttunni séu nokkurn veginn á pari miðað við það sem reiknað var með. Þór/KA hafi hins vegar farið langt fram úr væntingum. Næstu tveir leikir Akureyringa verða við Val og Breiðablik en að þeim loknum verður hlé gert á deildinni vegna EM í Hollandi. „Þessir leikir hafa mjög mikið að segja og maður veit ekki hvað gerist ef Þór/KA tapar leik. Missir liðið þá fótanna?“ spyr Helena. Valur tekur á móti Þór/KA á þriðjudagskvöld í næstu viku, en þá hefst 10. umferðin með fjórum leikjum.Donni er besti þjálfari fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins.vísir/ernirBesti þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er besti þjálfari fyrstu níu umferðanna í Pepsi-deild kvenna að mati Fréttablaðsins enda lið hans með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Donni, eins og hann er kallaður, tók við liðinu fyrir þetta tímabil og fer því frábærlega af stað. Hann hefur verið óhræddur við að koma með stórar yfirlýsingar eftir leiki í sumar og stefnir á að vinna alla leiki í sumar. „Hann hleður trú í sína leikmenn. Þær trúa einfaldlega því sem hann segir og þess vegna trúir maður því sjálfur að þær geti unnið alla leiki í sumar,“ segir Helena Ólafsdóttir. Donni kom mörgum á óvart með því að stilla upp í þriggja manna varnarlínu í upphafi móts og hefur hann haldið tryggð við sitt leikkerfi, enda ekki ástæða til annars. Þór/KA hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í níu deildarleikjum í sumar.Agla María Albertsdóttir er besti ungi leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins.vísir/ernirBesti ungi leikmaðurinn Agla María Albertsdóttir er sautján ára og hefur átt frábært sumar, ekki bara með Stjörnunni heldur einnig íslenska landsliðinu þar sem hún hefur fengið stór tækifæri í ár. „Það er stórkostlegt að fylgjast með henni. Hún átti til dæmis frábæran landsleik gegn Brasilíu og reiknaði maður með að eftir slíka frammistöðu myndi jafn ungur leikmaður og hún slaka aðeins á en það er ekki að sjá á henni. Hún heldur bara áfram,“ segir Helena Ólafsdóttir. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, mun í dag tilkynna leikmannahóp sinn fyrir EM í Hollandi og reiknar Helena með því að Agla María verði þar á sínum stað. „Ég held að hún sé að fara til Hollands og að hún verði þar með stórt hlutverk hjá íslenska landsliðinu.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Þór/KA trónir heldur óvænt á toppi Pepsi-deildar kvenna með fullt hús stiga, nú þegar fyrri umferð tímabilsins er lokið og mótið því hálfnað. Liðið er með sex stiga forystu á Breiðablik og því langur vegur frá því að annar titill í sögu félagsins sé tryggður. „Ég átti von á Þór/KA í toppbaráttu en ekki í svona afgerandi forystu. Þetta minnir mig á Íslandsmótin þegar ég var að spila,“ segir Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA og sérfræðingur 365 um Pepsi-deild kvenna. Fréttablaðið gerir nú upp fyrri hluta mótsins og tilnefnir lið umferðarinnar, besta þjálfarann, efnilegasta leikmanninn og þann besta – sem er Sandra Stephany Mayor Gutierrez hjá Þór/KA. „Hún og allir útlendingarnir hjá Þór/KA eru stórkostlegir en þeir gera líka leikmennina í kringum sig betri,“ segir Helena um Söndru Stephany og samherja hennar í Þór/KA.Úrvalslið fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna.grafík/fréttablaðiðBíta litlu liðin frá sér? Þór/KA byrjaði sumarið á því að leggja Val að velli en Valskonum hafði skömmu áður verið spáð titlinum. Sigur á Breiðabliki, sem er nú í öðru sæti, fylgdi svo í kjölfarið. „Mótið spilaðist vel fyrir þær því með þessum tveimur sigrum þá var komin trú í liðið. Sú trú hefur bara eflst eftir því sem liðið hefur á sumarið,“ segir Helena og vonar auðvitað til þess að síðari hluti mótsins verði spennandi. „Þó svo að það sé ljótt að segja það átti ég von á að FH myndi taka fyrstu stigin af Þór/KA í sumar. Það gerðist síðasta sumar að liðin í neðri hlutanum fóru að bíta frá sér og ef það gerist aftur þá gætum við fengið meiri spennu í mótið.“Missir liðið fótanna? Helena bendir á að öll önnur lið í toppbaráttunni séu nokkurn veginn á pari miðað við það sem reiknað var með. Þór/KA hafi hins vegar farið langt fram úr væntingum. Næstu tveir leikir Akureyringa verða við Val og Breiðablik en að þeim loknum verður hlé gert á deildinni vegna EM í Hollandi. „Þessir leikir hafa mjög mikið að segja og maður veit ekki hvað gerist ef Þór/KA tapar leik. Missir liðið þá fótanna?“ spyr Helena. Valur tekur á móti Þór/KA á þriðjudagskvöld í næstu viku, en þá hefst 10. umferðin með fjórum leikjum.Donni er besti þjálfari fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins.vísir/ernirBesti þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er besti þjálfari fyrstu níu umferðanna í Pepsi-deild kvenna að mati Fréttablaðsins enda lið hans með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Donni, eins og hann er kallaður, tók við liðinu fyrir þetta tímabil og fer því frábærlega af stað. Hann hefur verið óhræddur við að koma með stórar yfirlýsingar eftir leiki í sumar og stefnir á að vinna alla leiki í sumar. „Hann hleður trú í sína leikmenn. Þær trúa einfaldlega því sem hann segir og þess vegna trúir maður því sjálfur að þær geti unnið alla leiki í sumar,“ segir Helena Ólafsdóttir. Donni kom mörgum á óvart með því að stilla upp í þriggja manna varnarlínu í upphafi móts og hefur hann haldið tryggð við sitt leikkerfi, enda ekki ástæða til annars. Þór/KA hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í níu deildarleikjum í sumar.Agla María Albertsdóttir er besti ungi leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins.vísir/ernirBesti ungi leikmaðurinn Agla María Albertsdóttir er sautján ára og hefur átt frábært sumar, ekki bara með Stjörnunni heldur einnig íslenska landsliðinu þar sem hún hefur fengið stór tækifæri í ár. „Það er stórkostlegt að fylgjast með henni. Hún átti til dæmis frábæran landsleik gegn Brasilíu og reiknaði maður með að eftir slíka frammistöðu myndi jafn ungur leikmaður og hún slaka aðeins á en það er ekki að sjá á henni. Hún heldur bara áfram,“ segir Helena Ólafsdóttir. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, mun í dag tilkynna leikmannahóp sinn fyrir EM í Hollandi og reiknar Helena með því að Agla María verði þar á sínum stað. „Ég held að hún sé að fara til Hollands og að hún verði þar með stórt hlutverk hjá íslenska landsliðinu.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn