Heimur í höndum skemanns Ole Anton Bieldtvedt skrifar 21. júní 2017 07:00 Ég rakst á orðið skemaður fyrir nokkru, en Halldór Laxness notaði það títt í sínum skrifum, m.a. í Skáldatíma, og meinti hann með því loddari, trúður, blekkingameistari o.þ.h. Vitaskuld er þetta ekki góð eða kurteisleg nafngift gagnvart þeim, sem hún er notuð um, en í mikilvægri umræðu verður að kalla menn réttum nöfnum. Það er ekki gleðiefni, en mér fannst skemaður tilvalin nafngift á nýjan Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Að hella olíu á ófriðarbál Eftir að Georg W. Bush, Tony Blair og félagar létu til skarar skríða gegn Írak 2003 – á röngum og lognum forsendum – hefur ríkt ófriðar-, átaka- og hryðjuverkaástand í Mið-Austurlöndum. Þau valdakerfi, sem þar voru og voru ekki góð, þó miklu skárri en stjórnleysið, upplausinin og illvirkin, sem fylgdu, fóru í rúst við Íraksstríðið og inngrip Vesturvelda í formi Arabíska vorsins. Mikil viðleitni hefur verið í gangi um það, að leiðrétta þessi mistök og koma á nýju jafnvægi og friði í Miðausturlöndum. Er þetta hið flóknasta verk, þar sem um trúarbragðaátök Múhameðstrúarmanna, sem aðhyllast mismunandi útfærslur trúarinnar, aðallega sjíta-múslima og súnníta, er að ræða, en mikill ágreiningur, óvild, stundum hatur, ríkir milli þessara trúarflokka. Þau lönd, sem fara fyrir þessum andstæðu fylkingum eru annars vegar Íran og hins vegar Sádi-Arabía. Bæði þessi ríki byggja í ýmsu á aldagömlum sjónarmiðum og regluverki – annað er klerkaveldi, sem þó er á vissri framfarabraut, hitt einræðiskennt og forneskjulegt konungsveldi, þarsem mannfyrirlitning og grimmd ræður ríkjum. Það er mikið og flókið verkefni að róa og jafna ágreining og átök þessara aðila, og verður það eingöngu gert með friðsamlegri milligöngu og friðsamlegum samningaumleitunum; Bera verður klæði á vopnin. Það er því fáránlegur gjörningur hjá Trump, að selja Sádi-Arabíu gífurlegt magn nýrra og áhrifaríkra vopna, eins og hann gerði nú fyrir skemmstu og hreykir sér af. Kyndir hann með þessu undir vopnakapphlaupi og spennu. Að hella olíu á ófriðarbál er varla leiðin til að slökkva það, enda blossa nú upp ný alvarleg átök.Glatt á hjalla í helfararsafni Þegar skemaðurinn heimsótti Yad Vashem helfararsafnið í Ísrael, þar sem minnst er sex milljóna gyðinga, sem myrtir voru í helförinni, skráði hann eftirfarandi í gestabók safnsins: „Það er mér heiður, að vera hér með öllum vinum mínum. Stórkostlegt (so amazing) + ég gleymi þessu ekki“. Hafi menn borið með sér einhverja von um, að Trump byggi yfir meiri vitsmunum, þroska og dómgreind en ýmsar vísbendingar bentu til, þá dó sú von í Yad Vashem. Þegar Trump mætti til leiks með félögum sínum í NATO, en talið hefur verið að hér væru nánir og vinir og bandamenn á ferð, vakti mont og yfirlæti hans mikla, en um leið blandna, athygli. Út yfir allan þjófabálk tók , þegar skemaður reif í öxl forsætisráðherra Svartfjallalands og svipti honum til hliðar, til að hann kæmist sjálfur í fremstu röð. Var ekki til þess vitað fyrir, að skemaður teldi handalögmál til góðra siða. Með tilliti til ofangreindra atburða og annarrar vafasamrar framgöngu skemanns, kom það ekki á óvart, að Trump skyldi tilkynna, að Bandaríkin drægju sig út úr Parísarsamkomulaginu til stöðvunar loftslagshlýnunar og verndunar lofthjúps jarðar, sem nær allar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna höfðu samþykkt og staðfest 2015. Trump taldi, að hinn bráðmengandi bandaríski kolaiðnaður væri þýðingarmeiri en velferð komandi kynslóða , enda lægju engar sannanir fyrir um loftslagsbreytingar að hans mati. Hér sannaðist enn einu sinni raunalegt dómgreindarleysi og skammsýni Trumps. Richard Sennett, þekktur og virtur bandarískur félags- og stjórnmálafræðingur, rithöfundur og prófessor, segir, að það finnist aðeins einn stjórnmálamaður seinni tíma, sem líkja megi Trump við; Mussolini. Ekki leiðum að líkjast fyrir skemann. Höfundur er kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég rakst á orðið skemaður fyrir nokkru, en Halldór Laxness notaði það títt í sínum skrifum, m.a. í Skáldatíma, og meinti hann með því loddari, trúður, blekkingameistari o.þ.h. Vitaskuld er þetta ekki góð eða kurteisleg nafngift gagnvart þeim, sem hún er notuð um, en í mikilvægri umræðu verður að kalla menn réttum nöfnum. Það er ekki gleðiefni, en mér fannst skemaður tilvalin nafngift á nýjan Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Að hella olíu á ófriðarbál Eftir að Georg W. Bush, Tony Blair og félagar létu til skarar skríða gegn Írak 2003 – á röngum og lognum forsendum – hefur ríkt ófriðar-, átaka- og hryðjuverkaástand í Mið-Austurlöndum. Þau valdakerfi, sem þar voru og voru ekki góð, þó miklu skárri en stjórnleysið, upplausinin og illvirkin, sem fylgdu, fóru í rúst við Íraksstríðið og inngrip Vesturvelda í formi Arabíska vorsins. Mikil viðleitni hefur verið í gangi um það, að leiðrétta þessi mistök og koma á nýju jafnvægi og friði í Miðausturlöndum. Er þetta hið flóknasta verk, þar sem um trúarbragðaátök Múhameðstrúarmanna, sem aðhyllast mismunandi útfærslur trúarinnar, aðallega sjíta-múslima og súnníta, er að ræða, en mikill ágreiningur, óvild, stundum hatur, ríkir milli þessara trúarflokka. Þau lönd, sem fara fyrir þessum andstæðu fylkingum eru annars vegar Íran og hins vegar Sádi-Arabía. Bæði þessi ríki byggja í ýmsu á aldagömlum sjónarmiðum og regluverki – annað er klerkaveldi, sem þó er á vissri framfarabraut, hitt einræðiskennt og forneskjulegt konungsveldi, þarsem mannfyrirlitning og grimmd ræður ríkjum. Það er mikið og flókið verkefni að róa og jafna ágreining og átök þessara aðila, og verður það eingöngu gert með friðsamlegri milligöngu og friðsamlegum samningaumleitunum; Bera verður klæði á vopnin. Það er því fáránlegur gjörningur hjá Trump, að selja Sádi-Arabíu gífurlegt magn nýrra og áhrifaríkra vopna, eins og hann gerði nú fyrir skemmstu og hreykir sér af. Kyndir hann með þessu undir vopnakapphlaupi og spennu. Að hella olíu á ófriðarbál er varla leiðin til að slökkva það, enda blossa nú upp ný alvarleg átök.Glatt á hjalla í helfararsafni Þegar skemaðurinn heimsótti Yad Vashem helfararsafnið í Ísrael, þar sem minnst er sex milljóna gyðinga, sem myrtir voru í helförinni, skráði hann eftirfarandi í gestabók safnsins: „Það er mér heiður, að vera hér með öllum vinum mínum. Stórkostlegt (so amazing) + ég gleymi þessu ekki“. Hafi menn borið með sér einhverja von um, að Trump byggi yfir meiri vitsmunum, þroska og dómgreind en ýmsar vísbendingar bentu til, þá dó sú von í Yad Vashem. Þegar Trump mætti til leiks með félögum sínum í NATO, en talið hefur verið að hér væru nánir og vinir og bandamenn á ferð, vakti mont og yfirlæti hans mikla, en um leið blandna, athygli. Út yfir allan þjófabálk tók , þegar skemaður reif í öxl forsætisráðherra Svartfjallalands og svipti honum til hliðar, til að hann kæmist sjálfur í fremstu röð. Var ekki til þess vitað fyrir, að skemaður teldi handalögmál til góðra siða. Með tilliti til ofangreindra atburða og annarrar vafasamrar framgöngu skemanns, kom það ekki á óvart, að Trump skyldi tilkynna, að Bandaríkin drægju sig út úr Parísarsamkomulaginu til stöðvunar loftslagshlýnunar og verndunar lofthjúps jarðar, sem nær allar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna höfðu samþykkt og staðfest 2015. Trump taldi, að hinn bráðmengandi bandaríski kolaiðnaður væri þýðingarmeiri en velferð komandi kynslóða , enda lægju engar sannanir fyrir um loftslagsbreytingar að hans mati. Hér sannaðist enn einu sinni raunalegt dómgreindarleysi og skammsýni Trumps. Richard Sennett, þekktur og virtur bandarískur félags- og stjórnmálafræðingur, rithöfundur og prófessor, segir, að það finnist aðeins einn stjórnmálamaður seinni tíma, sem líkja megi Trump við; Mussolini. Ekki leiðum að líkjast fyrir skemann. Höfundur er kaupsýslumaður.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar