Pepsi-mörkin: Davíð Snorri missti vitið og Óskar Hrafn var ánægður með hann | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2017 09:45 Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, tók alvöru æðiskast í tapleik Garðabæjarliðsins í Ólafsvík í gærkvöldi en fékk fyrir það hrós í Pepsi-mörkunum. Stjarnan tapaði óvænt, 2-1, fyrir Ólsurum og er nú búin að tapa þremur leikjum í röð. Ólafsvíkingar voru harðir í horn að taka og létu vel finna fyrir sér en Davíð beindi spjótum sínum að varamannabekk heimamanna þar sem honum fannst Ólsarar vera helst til of duglegir að biðja um spjöld á leikmenn Stjörnunnar. „Ekki kalla á leikmennina okkar. Hugsaðu bara um þína leikmenn og láttu leikmennina mína vera! Segðu honum að hætta að biðja um allt á okkar leikmenn!“ öskraði Davíð Snorri eins hátt og hann mögulega gat að varamannabekk Ólsara. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, fjórði dómari leiksins, reyndi að róa Davíð Snorra en fékk gusuna í andlitið: Ég? Segðu honum að hætta! Hann hefur áhrif á allt sem þið eruð að gera!“ Þrátt fyrir að taka tryllinginn slapp Davíð Snorri með skrekkinn og þurfti ekki að víkja af bekknum. „Ég er ánægður með Davíð Snorra þarna. Ég þoli ekki þjálfara sem að gapa og góla alla leikinn og reyna að hafa áhrif á dómarann,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. Hörður Magnússon velti því þá upp hvort hann væri ekki að ganga ansi nálægt fjórða dómara leiksins. „Hann lifir á brúninni, klárlega. Ég ætla ekki að fara að segja að það átti að gefa honum rautt spjald. Gleymdu því. Mér fannst þetta gott hjá honum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Allt innslagið má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Stjarnan 2-1 | Langþráður sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í Ólafsvík í kvöld. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, tók alvöru æðiskast í tapleik Garðabæjarliðsins í Ólafsvík í gærkvöldi en fékk fyrir það hrós í Pepsi-mörkunum. Stjarnan tapaði óvænt, 2-1, fyrir Ólsurum og er nú búin að tapa þremur leikjum í röð. Ólafsvíkingar voru harðir í horn að taka og létu vel finna fyrir sér en Davíð beindi spjótum sínum að varamannabekk heimamanna þar sem honum fannst Ólsarar vera helst til of duglegir að biðja um spjöld á leikmenn Stjörnunnar. „Ekki kalla á leikmennina okkar. Hugsaðu bara um þína leikmenn og láttu leikmennina mína vera! Segðu honum að hætta að biðja um allt á okkar leikmenn!“ öskraði Davíð Snorri eins hátt og hann mögulega gat að varamannabekk Ólsara. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, fjórði dómari leiksins, reyndi að róa Davíð Snorra en fékk gusuna í andlitið: Ég? Segðu honum að hætta! Hann hefur áhrif á allt sem þið eruð að gera!“ Þrátt fyrir að taka tryllinginn slapp Davíð Snorri með skrekkinn og þurfti ekki að víkja af bekknum. „Ég er ánægður með Davíð Snorra þarna. Ég þoli ekki þjálfara sem að gapa og góla alla leikinn og reyna að hafa áhrif á dómarann,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. Hörður Magnússon velti því þá upp hvort hann væri ekki að ganga ansi nálægt fjórða dómara leiksins. „Hann lifir á brúninni, klárlega. Ég ætla ekki að fara að segja að það átti að gefa honum rautt spjald. Gleymdu því. Mér fannst þetta gott hjá honum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Stjarnan 2-1 | Langþráður sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í Ólafsvík í kvöld. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Stjarnan 2-1 | Langþráður sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Stjörnunni í Ólafsvík í kvöld. 19. júní 2017 22:15