Háttsettir repúblikanar gagnrýna tíst Trump Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2017 07:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Háttsettir Repúblikanar hafa gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir nýjustu Twitter færslur hans, þar sem hann hraunar bókstaflega yfir fréttamenn MSNBC fréttastöðvarinnar, þau Mika Brzezinski og Joe Scarborough. Þau höfðu verið að gagnrýna forsetann í spjallþætti sínum og Trump brást ókvæða við á Twitter og sagði Mika vera með lága greindarvísitölu og brjálaða. Hann bætti síðan við að það hefði blætt úr andliti hennar vegna lýtaaðgerða sem hún hefði gengist undir þegar hann hitti hana í Flórída um síðustu áramót. Þá réðst hann einnig að Scarborough og sagði hann geðveikan. Sjá einnig: Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Háttsettir Repúblikanar á borð við Lindsey Graham hafa komið fréttafólkinu til varnar og sagt að ummælin hæfi ekki forseta Bandaríkjanna. „Hr. Forseti, tíst þitt var fyrir neðan virðingu embættisins og táknar það sem er stjórnmálum Bandaríkjanna. Ekki það sem er frábært í Bandaríkjunum,“ sagði Graham.Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana, var á svipuðum slóðum samkvæmt BBC. „Ég fæ ekki séð hvernig þessi ummæli eru viðeigandi. Það sem við erum að reyna að gera er að bæta tóninn og kurteisi í umræðunni. Þetta hjálpar augljóslega ekki til,“ sagði Ryan. Þingmaðurinn Ben Sasse bað forsetann um að vinsamlegast hætta hegðun sem þessari. Hún væri ekki eðlileg og fyrir neðan virðingu embættisins.Starfsmenn Hvíta hússins hafa þó komið Trump til varnar. Sarah Huckabee Sanders, talskona, sagðist ekki vita til þess að atviki hefði komið upp þar sem Trump svaraði ekki fyrir sig. „Fólkið í þessum þætti hefur ráðist á hans persónu mörgu sinnum. Þetta er forseti sem berst gegn eldi með eldi. Hann mun ekki sæta einelti frá vinstri sinnuðum fjölmiðlum og frjálslyndri elítu innan fjölmiðla Hollywood og bara hvar sem er,“ sagði Huckabee. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Háttsettir Repúblikanar hafa gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir nýjustu Twitter færslur hans, þar sem hann hraunar bókstaflega yfir fréttamenn MSNBC fréttastöðvarinnar, þau Mika Brzezinski og Joe Scarborough. Þau höfðu verið að gagnrýna forsetann í spjallþætti sínum og Trump brást ókvæða við á Twitter og sagði Mika vera með lága greindarvísitölu og brjálaða. Hann bætti síðan við að það hefði blætt úr andliti hennar vegna lýtaaðgerða sem hún hefði gengist undir þegar hann hitti hana í Flórída um síðustu áramót. Þá réðst hann einnig að Scarborough og sagði hann geðveikan. Sjá einnig: Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Háttsettir Repúblikanar á borð við Lindsey Graham hafa komið fréttafólkinu til varnar og sagt að ummælin hæfi ekki forseta Bandaríkjanna. „Hr. Forseti, tíst þitt var fyrir neðan virðingu embættisins og táknar það sem er stjórnmálum Bandaríkjanna. Ekki það sem er frábært í Bandaríkjunum,“ sagði Graham.Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana, var á svipuðum slóðum samkvæmt BBC. „Ég fæ ekki séð hvernig þessi ummæli eru viðeigandi. Það sem við erum að reyna að gera er að bæta tóninn og kurteisi í umræðunni. Þetta hjálpar augljóslega ekki til,“ sagði Ryan. Þingmaðurinn Ben Sasse bað forsetann um að vinsamlegast hætta hegðun sem þessari. Hún væri ekki eðlileg og fyrir neðan virðingu embættisins.Starfsmenn Hvíta hússins hafa þó komið Trump til varnar. Sarah Huckabee Sanders, talskona, sagðist ekki vita til þess að atviki hefði komið upp þar sem Trump svaraði ekki fyrir sig. „Fólkið í þessum þætti hefur ráðist á hans persónu mörgu sinnum. Þetta er forseti sem berst gegn eldi með eldi. Hann mun ekki sæta einelti frá vinstri sinnuðum fjölmiðlum og frjálslyndri elítu innan fjölmiðla Hollywood og bara hvar sem er,“ sagði Huckabee.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira