Íslenska fyrir útlendinga orðin ein vinsælasta greinin innan HÍ Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. júní 2017 06:00 Nærri 7.300 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2017-2018. vísir/gva Vaxandi áhugi er á íslenskunámi fyrir útlendinga í Háskóla Íslands, segir Margrét Jónsdóttir, greinarformaður íslenskunámsins í Hugvísindadeild HÍ. Íslenska sem annað tungumál er vinsælasta námsleiðin innan skólans. Samtals bárust tæplega 439 umsóknir um BA-nám eða styttra hagnýtt nám á þessari námsleið fyrir næsta haust. Það eru rúmlega 40 prósent af öllum þeim umsóknum sem bárust Hugvísindasviði.Jakobína Hólmfríður Árnadóttir„Það er vaxandi áhugi og hefur verið undanfarin ár,“ segir Margrét og bætir við að áhuginn sé orðinn mjög mikill. Tvær námsleiðir eru í íslensku sem öðru tungumáli. Annars vegar er það hefðbundið BA-nám. Síðan er það hagnýt íslenska sem er grunndiplómanám og tekur eitt ár. Til þess að fara í BA-námið þarf viðkomandi að hafa grunnþekkingu á íslensku en hagnýta leiðin er fyrir algjöra byrjendur í náminu. Umsækjendur um BA-námið fyrir næsta haust eru 237 en umsækjendur um grunndiplómað eru 202. Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, framkvæmdastjóri ráðninga hjá Capacent, segir íslenskukunnáttu mjög oft hafa áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu. „Auðvitað fer það aðeins eftir störfum en yfirleitt vilja fyrirtæki einhverja íslenskukunnáttu, nánast í hvaða störf sem er,“ segir hún. Jakobína segir marga erlenda starfsmenn hér koma í gegnum starfsmannaleigur. Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Íslenskrar verkmiðlunar, segist hvetja alla sem hingað koma til starfa á vegum fyrirtækisins til að sækja sér íslenskukennslu. Hann segir það misjafnt hverjir hafi áhuga á náminu. „Þeir sem koma hingað til að setjast að hafa, eðli málsins samkvæmt, meiri áhuga á íslenskukennslu,“ segir Ingi Örn. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar fjölgaði landsmönnum um 1,8 prósent eða 5.820 manns árið 2016. Þar munar mest um að aðfluttir umfram brottflutta voru 4.069. Erlendir ríkisborgarar voru 30.275 hinn 1. janúar. Ingi Örn segist merkja mikinn áhuga útlendinga á störfum hérlendis. „Það er gríðarleg aukning í því á síðustu tveimur, þremur árum. Gengið er aðlaðandi og það er stór þáttur,“ segir hann. Efnahagslífið hér sé þannig að nóg sé af störfum í boði. Allt það fólk sem kemur hingað í gegnum Íslenska verkmiðlun er frá Evrópska efnahagssvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Vaxandi áhugi er á íslenskunámi fyrir útlendinga í Háskóla Íslands, segir Margrét Jónsdóttir, greinarformaður íslenskunámsins í Hugvísindadeild HÍ. Íslenska sem annað tungumál er vinsælasta námsleiðin innan skólans. Samtals bárust tæplega 439 umsóknir um BA-nám eða styttra hagnýtt nám á þessari námsleið fyrir næsta haust. Það eru rúmlega 40 prósent af öllum þeim umsóknum sem bárust Hugvísindasviði.Jakobína Hólmfríður Árnadóttir„Það er vaxandi áhugi og hefur verið undanfarin ár,“ segir Margrét og bætir við að áhuginn sé orðinn mjög mikill. Tvær námsleiðir eru í íslensku sem öðru tungumáli. Annars vegar er það hefðbundið BA-nám. Síðan er það hagnýt íslenska sem er grunndiplómanám og tekur eitt ár. Til þess að fara í BA-námið þarf viðkomandi að hafa grunnþekkingu á íslensku en hagnýta leiðin er fyrir algjöra byrjendur í náminu. Umsækjendur um BA-námið fyrir næsta haust eru 237 en umsækjendur um grunndiplómað eru 202. Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, framkvæmdastjóri ráðninga hjá Capacent, segir íslenskukunnáttu mjög oft hafa áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu. „Auðvitað fer það aðeins eftir störfum en yfirleitt vilja fyrirtæki einhverja íslenskukunnáttu, nánast í hvaða störf sem er,“ segir hún. Jakobína segir marga erlenda starfsmenn hér koma í gegnum starfsmannaleigur. Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Íslenskrar verkmiðlunar, segist hvetja alla sem hingað koma til starfa á vegum fyrirtækisins til að sækja sér íslenskukennslu. Hann segir það misjafnt hverjir hafi áhuga á náminu. „Þeir sem koma hingað til að setjast að hafa, eðli málsins samkvæmt, meiri áhuga á íslenskukennslu,“ segir Ingi Örn. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar fjölgaði landsmönnum um 1,8 prósent eða 5.820 manns árið 2016. Þar munar mest um að aðfluttir umfram brottflutta voru 4.069. Erlendir ríkisborgarar voru 30.275 hinn 1. janúar. Ingi Örn segist merkja mikinn áhuga útlendinga á störfum hérlendis. „Það er gríðarleg aukning í því á síðustu tveimur, þremur árum. Gengið er aðlaðandi og það er stór þáttur,“ segir hann. Efnahagslífið hér sé þannig að nóg sé af störfum í boði. Allt það fólk sem kemur hingað í gegnum Íslenska verkmiðlun er frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira