Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 20:04 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, heimsótti Úkraínu í dag. Vísir/afp Forseti Úkraínu segir heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Kænugarðs í dag öflugt merki um stuðning Bandaríkjastjórnar við Úkraínumenn. Utanríkisráðherrann segir mikilvægt að Rússar stígi fyrsta skrefið með því að fjarlægja þungavopn frá austurhluta Úkraínu. Rex Tillerson utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór af leiðtogafundi G20 í Hamborg til Kænugarðs í dag til fundar við Petro Poroshenko forseta Úkraínu. En áður en Tillerson hitti forsetann fundaði hann með hópi aðgerðarsinna í borginni sem berjast fyrir umbótum í landinu. Fljótlega eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu 2014 hófu þeir að styðja uppreisnarmenn í Donetsk og Lugansk héruðum í austurhluta Úkraínu með vopnum og mannafla en hafa alla tíð þrætt fyrir það. Þar standa enn yfir mannskæð átök þrátt fyrir friðarsamkomulag sem gert var í Minsk, sem gekk út á að þungavopn yrðu fjarlægð frá þessum svæðum og breytingar gerðar á stjórnarskrá Úkraínu sem tryggði aukið sjálfdæmi í austurhlutanum. Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson „Við höfum fengið algerlega skýr skilaboð um stuðning við Úkraínu. Stuðning við fullveldi landsins, friðhelgi yfirráðasvæða,stuðning við sjálfstæði okkar, stuðning við umbætur okkar. Og við erum mjög þakklát fyrir aðí dag skuli þessi stuðningur hafa komið fram með heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tillerson sagði meginmarkmið Bandaríkjastjórnar að Úkraína endurheimti landfræðilegt sjálfdæmi sitt og virðingu,“ sagði Poroshenko á fréttamannafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. „Ég hef talað mjög skýrt í viðræðum mínum við rússneska forystumenn, oftar en einu sinni, um að það sé nauðsynlegt að Rússar taki fyrstu skrefin til að draga úr spennunni í austurhluta Úkraínu, sérstaklega að virða vopnahléið með því að fjarlægja þungavopn og leyfa eftirlitsmönnum ÖSE að sinna skyldustörfum sínum,“ sagði Rex Tillerson. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Forseti Úkraínu segir heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Kænugarðs í dag öflugt merki um stuðning Bandaríkjastjórnar við Úkraínumenn. Utanríkisráðherrann segir mikilvægt að Rússar stígi fyrsta skrefið með því að fjarlægja þungavopn frá austurhluta Úkraínu. Rex Tillerson utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór af leiðtogafundi G20 í Hamborg til Kænugarðs í dag til fundar við Petro Poroshenko forseta Úkraínu. En áður en Tillerson hitti forsetann fundaði hann með hópi aðgerðarsinna í borginni sem berjast fyrir umbótum í landinu. Fljótlega eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu 2014 hófu þeir að styðja uppreisnarmenn í Donetsk og Lugansk héruðum í austurhluta Úkraínu með vopnum og mannafla en hafa alla tíð þrætt fyrir það. Þar standa enn yfir mannskæð átök þrátt fyrir friðarsamkomulag sem gert var í Minsk, sem gekk út á að þungavopn yrðu fjarlægð frá þessum svæðum og breytingar gerðar á stjórnarskrá Úkraínu sem tryggði aukið sjálfdæmi í austurhlutanum. Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson „Við höfum fengið algerlega skýr skilaboð um stuðning við Úkraínu. Stuðning við fullveldi landsins, friðhelgi yfirráðasvæða,stuðning við sjálfstæði okkar, stuðning við umbætur okkar. Og við erum mjög þakklát fyrir aðí dag skuli þessi stuðningur hafa komið fram með heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tillerson sagði meginmarkmið Bandaríkjastjórnar að Úkraína endurheimti landfræðilegt sjálfdæmi sitt og virðingu,“ sagði Poroshenko á fréttamannafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. „Ég hef talað mjög skýrt í viðræðum mínum við rússneska forystumenn, oftar en einu sinni, um að það sé nauðsynlegt að Rússar taki fyrstu skrefin til að draga úr spennunni í austurhluta Úkraínu, sérstaklega að virða vopnahléið með því að fjarlægja þungavopn og leyfa eftirlitsmönnum ÖSE að sinna skyldustörfum sínum,“ sagði Rex Tillerson.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira