Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2017 19:30 Vladimir Putin og Donald Trump á leiðtogafundinum í Hamborg. Vísir/afp Öll aðildarríki G-20-samstarfsins nema Bandaríkin skrifa undir yfirlýsingu eftir leiðtogafund í Hamborg um að unnið skuli eftir Parísar-sáttmálanum í loftlagsmálum og ekki sé hægt að snúa til baka með hann. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa verið sáttan við svör hans varðandi afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Töluverð eyðilegging blasti við víða í Hamborg í morgun eftir róstur sumra mótmælenda sem gengu berserksgang, kveiktu í bílum og ollu skemmdum á verslunum og öðru sem á vegi þeirra varð. En mótmælin náðu ekki að trufla leiðtogafund 19 helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem lauk í dag. Þar var mikil áhersla lögð á samstöðu í loftlagsmálum og lögðust margir leiðtoganna á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum parísarsáttmálans í loftlagsmálum. Þeirra á meðal var Theresa May forsætisráðherra Bretlands, en eftir fund hennar með forsetanum sagði Trump öflugan viðskiptasaming vera í burðarliðnum milli ríkjanna. „Eins og leiðtogar annarra ríkja hér á fundinum er ég mjög undrandi á ákvörðun Bandaríkjamanna að draga sig út úr parísarsáttmálanum. Ég hvatti forsetann eindregið til að gerast aðili að honum á ný,” sagði May í lok leiðtogafundarins í dag. Bretar stæðu styddu parísarsáttmálann heilshugar. „Sáttmálinn verndar ekki einungis umhverfið fyrir komandi kynslóðir heldur mun hann halda verðlagi á orku viðráðanlegu og viðhalda öruggri og traustri afhendingu orku til fyrirtækja og heimila,“ segir May. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að þar sem ekki hafi náðst samstaða annarra ríkja og Bandaríkjanna séu sjónarmið Bandaríkjanna færð til bókar í yfirlýsingu fundarins. „Ég er mjög ánægð með að aðrir leiðtogar og ríkisstjórnir hér á G20 fundinum eru einhuga um að ekki sé hægt að hverfa frá Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum. Að við verðum að innleiða þær skyldur sem við tókum á okkur með sáttmálanum eins hratt og hægt er. Við erum einnig sammála um aðgerðaráætlun í loftlags- og orkumálum, sem kennd verður við Hamborg,“ sagði Merkel. Rússar standa heilir að baki Parísarsamkomulaginu. En Vladimir Putin sagði einnig á fréttamannafundi í dag að Rússar hefðu ekki haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. „Trump spurði út í þetta og var mjög áhugasamur um tiltekin smáatriði. Ég gaf eins nákvæm svör og mér var unnt. Ég greindi honum frá samskipti mín við síðustu ríkisstjórn Bandaríkjanna, þar með talið við Barack Obama forseta. Ég tel mig ekki hafa rétt til að greina frá samtölum mínum við Obama í smáatriðum. Það er ekki viðtekið í hinum pólitíska heimi. Þá finnst mér ekki siðferðilega rétt að ég greini í smáatriðum frá innihaldi samtala okkar Trump forseta. Hann spurði mig, ég svaraði. Hann bað um útskýringar, ég skýrði út. Mér sýnist hann hafa verið sáttur við þau svör,“ sagði Vladimir Putin í hamborg í dag. Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Theresa May sér ekki eftir neinu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist ekki sjá eftir því að hafa boðað til kosninga. Þetta segir hún þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga í Bretlandi leiddu í ljós minni stuðning við Íhaldsflokkinn. Þá sýna kannanir að 60% kjósenda séu neikvæðari í garð Theresu May eftir kosningarnar heldur en fyrir. 8. júlí 2017 16:55 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Öll aðildarríki G-20-samstarfsins nema Bandaríkin skrifa undir yfirlýsingu eftir leiðtogafund í Hamborg um að unnið skuli eftir Parísar-sáttmálanum í loftlagsmálum og ekki sé hægt að snúa til baka með hann. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa verið sáttan við svör hans varðandi afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Töluverð eyðilegging blasti við víða í Hamborg í morgun eftir róstur sumra mótmælenda sem gengu berserksgang, kveiktu í bílum og ollu skemmdum á verslunum og öðru sem á vegi þeirra varð. En mótmælin náðu ekki að trufla leiðtogafund 19 helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem lauk í dag. Þar var mikil áhersla lögð á samstöðu í loftlagsmálum og lögðust margir leiðtoganna á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum parísarsáttmálans í loftlagsmálum. Þeirra á meðal var Theresa May forsætisráðherra Bretlands, en eftir fund hennar með forsetanum sagði Trump öflugan viðskiptasaming vera í burðarliðnum milli ríkjanna. „Eins og leiðtogar annarra ríkja hér á fundinum er ég mjög undrandi á ákvörðun Bandaríkjamanna að draga sig út úr parísarsáttmálanum. Ég hvatti forsetann eindregið til að gerast aðili að honum á ný,” sagði May í lok leiðtogafundarins í dag. Bretar stæðu styddu parísarsáttmálann heilshugar. „Sáttmálinn verndar ekki einungis umhverfið fyrir komandi kynslóðir heldur mun hann halda verðlagi á orku viðráðanlegu og viðhalda öruggri og traustri afhendingu orku til fyrirtækja og heimila,“ segir May. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að þar sem ekki hafi náðst samstaða annarra ríkja og Bandaríkjanna séu sjónarmið Bandaríkjanna færð til bókar í yfirlýsingu fundarins. „Ég er mjög ánægð með að aðrir leiðtogar og ríkisstjórnir hér á G20 fundinum eru einhuga um að ekki sé hægt að hverfa frá Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum. Að við verðum að innleiða þær skyldur sem við tókum á okkur með sáttmálanum eins hratt og hægt er. Við erum einnig sammála um aðgerðaráætlun í loftlags- og orkumálum, sem kennd verður við Hamborg,“ sagði Merkel. Rússar standa heilir að baki Parísarsamkomulaginu. En Vladimir Putin sagði einnig á fréttamannafundi í dag að Rússar hefðu ekki haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. „Trump spurði út í þetta og var mjög áhugasamur um tiltekin smáatriði. Ég gaf eins nákvæm svör og mér var unnt. Ég greindi honum frá samskipti mín við síðustu ríkisstjórn Bandaríkjanna, þar með talið við Barack Obama forseta. Ég tel mig ekki hafa rétt til að greina frá samtölum mínum við Obama í smáatriðum. Það er ekki viðtekið í hinum pólitíska heimi. Þá finnst mér ekki siðferðilega rétt að ég greini í smáatriðum frá innihaldi samtala okkar Trump forseta. Hann spurði mig, ég svaraði. Hann bað um útskýringar, ég skýrði út. Mér sýnist hann hafa verið sáttur við þau svör,“ sagði Vladimir Putin í hamborg í dag.
Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Theresa May sér ekki eftir neinu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist ekki sjá eftir því að hafa boðað til kosninga. Þetta segir hún þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga í Bretlandi leiddu í ljós minni stuðning við Íhaldsflokkinn. Þá sýna kannanir að 60% kjósenda séu neikvæðari í garð Theresu May eftir kosningarnar heldur en fyrir. 8. júlí 2017 16:55 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23
Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21
Theresa May sér ekki eftir neinu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist ekki sjá eftir því að hafa boðað til kosninga. Þetta segir hún þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga í Bretlandi leiddu í ljós minni stuðning við Íhaldsflokkinn. Þá sýna kannanir að 60% kjósenda séu neikvæðari í garð Theresu May eftir kosningarnar heldur en fyrir. 8. júlí 2017 16:55
Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49