Trump sagði Mexíkó borga fyrir vegginn fyrir framan forseta Mexíkó Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2017 22:39 Trump og Peña Nieto tókust í hendur fyrir ljósmyndara á G-20-fundinum. Vísir/EPA Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, sat hljóður hjá þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði blaðamönnum á G-20-fundinum að Mexikóar myndu borga fyrir landamæravegginn sem hann heldur enn fast við að muni rísa. Forsetarnir tveir funduðu á hliðarlínu G-20-fundarins í Hamborg í dag. Þetta var fyrsti fundur þeirra frá því að Trump tók við embætti í janúar. Fyrirhuguðum fundi þeirra í sama mánuði var frestað eftir að Trump tísti að ef landamæramúrinn væri ekki á dagskrá fundarins gæti Peña Nieto allt eins sleppt því að koma til Washington-borgar. Fyrr á þessu ári tilkynnti ríkisstjórn Mexíkó að forsetanir tveir hefðu sammælst um að ræða ekki opinberlega um landamæramúrinn. Blaðamenn spurðu Trump eftir fund þeirra í dag hvort að hann hygðist enn láta Mexíkóa borga fyrir veginn. „Algerlega,“ svarði Trump með Peña Nieto við hlið sér. Mexíkóski forsetinn brást ekki við ummælunum.Segir forsetann ekki hafa heyrt svar TrumpThe Guardian segir að margir landar Peña Nieto séu argir honum fyrir að neita að standa uppi í hárinu á Trump vegna veggjarins, bæði nú og fram að þessu. Þeir telja að með þögninni sé hann að reyna að forðast deilur áður en samningaviðræður við Bandaríkin og Kanada um framhald NAFTA-fríverslunarsamningsins hefjast í ágúst. Trump hefur hótað að rifta samningnum. Peña Nieto tísti um að fundur þeirra Trump hefði verið árangursríkur og Luis Videgaray, utanríkisráðherra Mexíkó, bar í útvarpsviðtali að hvorki hann né forsetinn hefðu heyrt svar Trump um múrinn. Donald Trump Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Mótmælendur í Hamborg bjóða leiðtoga velkomna til helvítis Til lítilsháttar átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í morgun þegar hópur mótmælenda stefndi að fundarstað leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims í Hamborg. 7. júlí 2017 12:30 Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48 Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. 7. júlí 2017 19:15 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, sat hljóður hjá þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði blaðamönnum á G-20-fundinum að Mexikóar myndu borga fyrir landamæravegginn sem hann heldur enn fast við að muni rísa. Forsetarnir tveir funduðu á hliðarlínu G-20-fundarins í Hamborg í dag. Þetta var fyrsti fundur þeirra frá því að Trump tók við embætti í janúar. Fyrirhuguðum fundi þeirra í sama mánuði var frestað eftir að Trump tísti að ef landamæramúrinn væri ekki á dagskrá fundarins gæti Peña Nieto allt eins sleppt því að koma til Washington-borgar. Fyrr á þessu ári tilkynnti ríkisstjórn Mexíkó að forsetanir tveir hefðu sammælst um að ræða ekki opinberlega um landamæramúrinn. Blaðamenn spurðu Trump eftir fund þeirra í dag hvort að hann hygðist enn láta Mexíkóa borga fyrir veginn. „Algerlega,“ svarði Trump með Peña Nieto við hlið sér. Mexíkóski forsetinn brást ekki við ummælunum.Segir forsetann ekki hafa heyrt svar TrumpThe Guardian segir að margir landar Peña Nieto séu argir honum fyrir að neita að standa uppi í hárinu á Trump vegna veggjarins, bæði nú og fram að þessu. Þeir telja að með þögninni sé hann að reyna að forðast deilur áður en samningaviðræður við Bandaríkin og Kanada um framhald NAFTA-fríverslunarsamningsins hefjast í ágúst. Trump hefur hótað að rifta samningnum. Peña Nieto tísti um að fundur þeirra Trump hefði verið árangursríkur og Luis Videgaray, utanríkisráðherra Mexíkó, bar í útvarpsviðtali að hvorki hann né forsetinn hefðu heyrt svar Trump um múrinn.
Donald Trump Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Mótmælendur í Hamborg bjóða leiðtoga velkomna til helvítis Til lítilsháttar átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í morgun þegar hópur mótmælenda stefndi að fundarstað leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims í Hamborg. 7. júlí 2017 12:30 Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48 Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. 7. júlí 2017 19:15 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51
Mótmælendur í Hamborg bjóða leiðtoga velkomna til helvítis Til lítilsháttar átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í morgun þegar hópur mótmælenda stefndi að fundarstað leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims í Hamborg. 7. júlí 2017 12:30
Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48
Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. 7. júlí 2017 19:15
Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49