Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 09:55 Vinkonur Láru, þær Anna Elvíra, Ida Björg og Jara Fatíma, standa fyrir söfnuninni. „Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman, sem ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst til styrktar vinkonu sinni, Láru Sif Christiansen. Lára Sif lamaðist í hjólreiðaslysi fyrir um sex vikum.Í hjólaferð með kollegunum Lára datt af reiðhjóli sínu í Öskjuhlíð í maí síðastliðnum. Hún hefur starfað sem flugmaður hjá Icelandair og var í hjólatúr með hjólahópi flugfélagsins þegar slysið varð. Lára slasaðist alvarlega og lamaðist fyrir neðan brjóst en óvíst er hvort hún muni endurheimta mátt sinn aftur.Lára Sif og eiginmaður hennar, Leifur Grétarsson.„Hún var á fjallahjóli í Öskjuhlíð og þetta var eiginlega bara ótrúlega óheppni. Hún fer fram af hjólinu, yfir litla brú og lendir svona rosalega illa á bakinu,“ segir Ida Björg. Ida er sjálf í hjólahópnum en var ekki með í för þegar slysið varð. „Það var strax kallað á sjúkrabíl og það varð fljótt ljóst að hún var alvarlega slösuð. Hún lamaðist fyrir neðan brjóst og það er lítið vitað hvert framhaldið verður.“Markmiðið að komast út í endurhæfingu Samstarfskonur Láru, sem allar eru flugmenn, ákváðu að taka höndum saman og hefja styrktarsöfnun. Það eru þær Ida Björg, Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir og Jara Fatima Brynjólfsdóttir sem ætla að hlaupa í maraþoninu og sú upphæð sem safnast rennur óskert til Láru. „Lára er núna í endurhæfingu á Grensás en við viljum styrkja hana til þess að hún geti sótt endurhæfingu erlendis. Það er ekki það að hún fái slæma aðstoð hér heima heldur gerist það svo sjaldan að ungt fólk hér á landi lend ií svona slysum. Það er meiri reynsla á svona löguðu erlendis,“ útskýrir Ida. Lára og vinkonur hennar, í brúðkaupi Láru og Leifs.Bjartsýnin að leiðarljósi Ida segir Láru takast á við áfallið með algjöru æðruleysi, og heyra má á henni að hún er snortin yfir jákvæðni og bjartsýni vinkonu sinnar. „Þetta er að sjálfsögðu svakalegt áfall. En hún stendur sig eins og hetja og er alveg ótrúlega flott og dugleg. Hún er ofboðslega lífsglöð manneskja að eðlisfari og tekur á þessu sem verkefni með algjörri jákvæðni.“ Ida, Anna Elvíra og Jara Fatima ætla að hlaupa samtals 34 kílómetra í maraþoninu; hálfmaraþon, tíu kílómetra og þrjá kílómetra.Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á eftirfarandi reikningsnúmer:Rn.: 0133-26-440717Kt.: 440717-0710 Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman, sem ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst til styrktar vinkonu sinni, Láru Sif Christiansen. Lára Sif lamaðist í hjólreiðaslysi fyrir um sex vikum.Í hjólaferð með kollegunum Lára datt af reiðhjóli sínu í Öskjuhlíð í maí síðastliðnum. Hún hefur starfað sem flugmaður hjá Icelandair og var í hjólatúr með hjólahópi flugfélagsins þegar slysið varð. Lára slasaðist alvarlega og lamaðist fyrir neðan brjóst en óvíst er hvort hún muni endurheimta mátt sinn aftur.Lára Sif og eiginmaður hennar, Leifur Grétarsson.„Hún var á fjallahjóli í Öskjuhlíð og þetta var eiginlega bara ótrúlega óheppni. Hún fer fram af hjólinu, yfir litla brú og lendir svona rosalega illa á bakinu,“ segir Ida Björg. Ida er sjálf í hjólahópnum en var ekki með í för þegar slysið varð. „Það var strax kallað á sjúkrabíl og það varð fljótt ljóst að hún var alvarlega slösuð. Hún lamaðist fyrir neðan brjóst og það er lítið vitað hvert framhaldið verður.“Markmiðið að komast út í endurhæfingu Samstarfskonur Láru, sem allar eru flugmenn, ákváðu að taka höndum saman og hefja styrktarsöfnun. Það eru þær Ida Björg, Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir og Jara Fatima Brynjólfsdóttir sem ætla að hlaupa í maraþoninu og sú upphæð sem safnast rennur óskert til Láru. „Lára er núna í endurhæfingu á Grensás en við viljum styrkja hana til þess að hún geti sótt endurhæfingu erlendis. Það er ekki það að hún fái slæma aðstoð hér heima heldur gerist það svo sjaldan að ungt fólk hér á landi lend ií svona slysum. Það er meiri reynsla á svona löguðu erlendis,“ útskýrir Ida. Lára og vinkonur hennar, í brúðkaupi Láru og Leifs.Bjartsýnin að leiðarljósi Ida segir Láru takast á við áfallið með algjöru æðruleysi, og heyra má á henni að hún er snortin yfir jákvæðni og bjartsýni vinkonu sinnar. „Þetta er að sjálfsögðu svakalegt áfall. En hún stendur sig eins og hetja og er alveg ótrúlega flott og dugleg. Hún er ofboðslega lífsglöð manneskja að eðlisfari og tekur á þessu sem verkefni með algjörri jákvæðni.“ Ida, Anna Elvíra og Jara Fatima ætla að hlaupa samtals 34 kílómetra í maraþoninu; hálfmaraþon, tíu kílómetra og þrjá kílómetra.Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á eftirfarandi reikningsnúmer:Rn.: 0133-26-440717Kt.: 440717-0710
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira