Erlent

Trump greip í tómt þegar hann ætlaði að taka í hönd forsetafrúarinnar

Kjartan Kjartansson skrifar
Ekkert fór á milli mála að hverjum röðin var komin þegar Trump og Andzej Duda, forseti Póllands, tóku í spaðan hvor á öðrum.
Ekkert fór á milli mála að hverjum röðin var komin þegar Trump og Andzej Duda, forseti Póllands, tóku í spaðan hvor á öðrum. Vísir/EPA
Donald Trump, sem er þekktur fyrir áköf handabönd þegar hann hittir þjóðarleiðtoga, greip í tómt þegar hann ætlaði að taka í hönd forsetafrúar Póllands í dag. Agata Kornhauser-Duda, eiginkona Andrzej Duda forseta, strunsaði beint fram hjá útréttri hendi Bandaríkjaforseta við opinbera athöfn í dag.

Handabönd Trump við þjóðarleiðtoga sem hann hefur hitt hafa vakið mikla athygli. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, virtist ekki vita hvaðan á hann stóð veðrið eftir maraþonhandaband við Trump í Hvíta húsinu fyrr á árinu. Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, tók sérstaklega á honum stóra sínum þegar hann tók í hönd Trump til að gefa honum ekkert eftir.

via GIPHY

Ekki er víst hvort að pólska forsetafrúin hafi vísvitandi snuprað Trump þegar hún gekk fram hjá honum og tók frekar í hönd Melaniu eiginkonu hans eða hvort um einfaldan misskilning um hver átti að taka í spaðann á hverjum hafi verið að ræða. Niðurstaðan var þó fremur pínlega fyrir Bandaríkjaforseta, ekki síst eftir að myndskeið af augnablikinu fóru sem eldur í sinu um netheima.

Í myndbandinu fyrir neðan má sjá vandræðalega augnablikið þegar Trump ætlar að taka í hönd Agötu Kornhauser-Duda.

Uppfært klukkan 22:04

Nýtt og lengra myndskeið sett inn þar sem sést að forsetafrúin tók í hönd Trump eftir augnablikið vandræðalega sem fréttin fjallar um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×