Norska liðið Elverum vildi fá bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni til sín fyrir komandi tímabil.
Þeir ákváðu hins vegar að vera áfram í herbúðum Vals og hefur Orri Freyr skrifað undir nýjan samning.
Orri Freyr var valinn besti maður Íslandsmótsins síðasta vetur eftir frábært tímabil með Val. Valur varð Íslandsmeistari í vor eftir sigur á FH í úrslitaeinvíginu og komst í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu.
Elverum urðu norskir meistarar á síðasta tímabili. Fyrrum landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson spilaði fyrir félagið árið 2008

