Samfélagsmiðlarnir góðir en það þarf að passa sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júlí 2017 06:00 Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, teygir fyrir æfingu liðsins í gær. vísir/getty Formlegur undirbúningur kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir EM 2017 hófst í gær þegar stelpurnar æfðu á Laugardalsvelli en nú eru aðeins ellefu dagar þar til þær fljúga út til Hollands og fimmtán dagar þar til þær mæta stórliði Frakklands í fyrsta leik. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari fékk ekki alla leikmenn sína heila á æfingar enda álagið verið mikið á stelpunum að undanförnu, sérstaklega þeim sem spila hér heima. „Það var umferð á sunnudaginn og Rakel Hönnudóttir kom sköðuð til móts við okkur. Hún er með væga tognun í nára. Við sjáum til hvernig staðan á henni verður í lok vikunnar. Þetta lítur ágætlega út í dag en miðað við álagið sem er á hópnum þá held ég að þetta hafi sloppið ágætlega til,“ segir Freyr en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir æfinguna í gær ásamt fyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur og markverðinum Guðbjörgu Gunnarsdóttur. Báðar sögðust vera í góðu formi en Sara Björk fékk verðskuldað frí eftir að hafa spilað nánast án þess að stoppa í rúmt ár eftir vistaskiptin frá Svíþjóð til Þýskalands. Stelpurnar hófu æfingar í gær.vísir/ernirÁnægðar með ákvörðunina Freyr Alexandersson tók þá ákvörðun þegar hann var að skipuleggja undirbúninginn fyrir EM að spila ekki leik fyrir mótið. Ísland mætti síðast Írlandi og Brasilíu í síðasta mánuði en ansi langt er á milli leikja hjá íslenska liðinu. „Það kom til greina að spila en maður þarf að velja og hafna. Ég hef tíu daga núna þar til ég fer út með liðið. Þær eru hnjaskaðar og þreyttar og ég hefði ekki fengið neitt út úr leik,“ segir Freyr sem ætlar að nýta tímann núna fram að móti til að ná krafti aftur í stelpurnar sem hafa verið undir miklu álagi. „Við þurfum að fá allan kraftinn út úr hópnum og hafa hann ferskan. Það hefði vissulega verið gott fyrir Dagnýju Brynjars og Söru Björk og Hörpu að spila en það hefði bitnað á hópnum. Við munum frekar æfa mjög vel og skipulega og einbeita okkur að leikfræðinni. Á sama tíma þurfum við að ná krafti inn í hópinn. Við þurfum að hafa leikmennina ferska. Þetta er ákvörðun sem var tekin fyrir löngu. Við erum að safna orku.“ Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir tekur undir orð landsliðsþjálfarans. „Sem leikmanni finnst mér fínt að fá núna tvær vikur til að æfa pínulítið eins og félagslið. Fyrir síðasta hitting fengum við þrjá daga áður en við spiluðum á móti Írlandi og þá eru allar æfingar bara miðaðar út frá því hvernig við ætlum að spila á móti næsta mótherja. Það er geggjað að fá núna tíu æfingar og fyrir mig sjálfa að ná upp kemestríu með varnarmönnunum er frábært en ekki vera alltaf bara að einbeita sér að einum leik. Það er dýrmætt að fá æfingatíma,“ segir hún.Freyr Alexandersson fagnar samfélagsmiðlum en vill að stelpurnar passi sig.vísir/ernirPassa sig á samfélagsmiðlum Samfélagsmiðlar verða með hverjum deginum stærri hluti af fótboltanum og íþróttum almennt. Þeir geta þó einnig verið til mikilla vandræða eins og í vikunni þegar Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur og kærasti Rakelar Hönnudóttur, sagði Söndru Maríu Jessen landsliðskonu vera heilalausa er hún „lækaði“ tíst um að Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, ætti frekar að vera í landsliðinu en Blikinn Sonný Lára Þráinsdóttir. Freyr segist ekki vera með nein boð og bönn er varðar samfélagsmiðlanotkun á mótinu. Hann í raun fagni þessu tóli til að leikmenn geti gefið meira af sér en auðvitað þarf að passa sig. „Nei, það er ekkert bannað. Gugga verður að safna „followers“,“ segir Freyr léttur. „Landsliðsréttir Guggu og hvað þetta heitir verður allt að vera til sýnis. Við erum sammála um að það er í lagi að hafa samfélagsmiðla og taka þátt í þeim en það verður að nota þá rétt.“ „Við höfum rætt þetta áður og þetta snýst bara um að vera klókur og rugga ekki bátnum að óþörfu. Þetta eru líka frekar skarpir hnífar sem við höfum í skúffunni hérna. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta er bara fínt. Fólkið kemst nær liðinu og þær fá að sjá hvað þær eru fínar og flottar og allir sáttir,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Bryndís Lára ósátt við landsliðsvalið: Hefur ekkert með frammistöðu að gera Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, er ósátt með að hafa ekki verið valin í íslenska landsliðshópinn sem fer á EM í Hollandi. 4. júlí 2017 09:33 Freyr í 1á1: Tilfinningin fyrir ári var að við værum að fara að vinna þetta mót Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. 4. júlí 2017 07:46 Rakel tognuð á nára Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir tognaði á nára í 1-2 tapi Breiðabliks fyrir Þór/KA á sunnudaginn. 4. júlí 2017 16:15 Freyr um ummæli Bryndísar Láru: Er að horfa yfir lengra tímabil en síðustu þrjá mánuði Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, sagðist í viðtali í Morgunblaðinu í dag vera ósátt með að hafa ekki verið valin í íslenska EM-hópinn. 4. júlí 2017 11:41 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Sjá meira
Formlegur undirbúningur kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir EM 2017 hófst í gær þegar stelpurnar æfðu á Laugardalsvelli en nú eru aðeins ellefu dagar þar til þær fljúga út til Hollands og fimmtán dagar þar til þær mæta stórliði Frakklands í fyrsta leik. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari fékk ekki alla leikmenn sína heila á æfingar enda álagið verið mikið á stelpunum að undanförnu, sérstaklega þeim sem spila hér heima. „Það var umferð á sunnudaginn og Rakel Hönnudóttir kom sköðuð til móts við okkur. Hún er með væga tognun í nára. Við sjáum til hvernig staðan á henni verður í lok vikunnar. Þetta lítur ágætlega út í dag en miðað við álagið sem er á hópnum þá held ég að þetta hafi sloppið ágætlega til,“ segir Freyr en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir æfinguna í gær ásamt fyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur og markverðinum Guðbjörgu Gunnarsdóttur. Báðar sögðust vera í góðu formi en Sara Björk fékk verðskuldað frí eftir að hafa spilað nánast án þess að stoppa í rúmt ár eftir vistaskiptin frá Svíþjóð til Þýskalands. Stelpurnar hófu æfingar í gær.vísir/ernirÁnægðar með ákvörðunina Freyr Alexandersson tók þá ákvörðun þegar hann var að skipuleggja undirbúninginn fyrir EM að spila ekki leik fyrir mótið. Ísland mætti síðast Írlandi og Brasilíu í síðasta mánuði en ansi langt er á milli leikja hjá íslenska liðinu. „Það kom til greina að spila en maður þarf að velja og hafna. Ég hef tíu daga núna þar til ég fer út með liðið. Þær eru hnjaskaðar og þreyttar og ég hefði ekki fengið neitt út úr leik,“ segir Freyr sem ætlar að nýta tímann núna fram að móti til að ná krafti aftur í stelpurnar sem hafa verið undir miklu álagi. „Við þurfum að fá allan kraftinn út úr hópnum og hafa hann ferskan. Það hefði vissulega verið gott fyrir Dagnýju Brynjars og Söru Björk og Hörpu að spila en það hefði bitnað á hópnum. Við munum frekar æfa mjög vel og skipulega og einbeita okkur að leikfræðinni. Á sama tíma þurfum við að ná krafti inn í hópinn. Við þurfum að hafa leikmennina ferska. Þetta er ákvörðun sem var tekin fyrir löngu. Við erum að safna orku.“ Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir tekur undir orð landsliðsþjálfarans. „Sem leikmanni finnst mér fínt að fá núna tvær vikur til að æfa pínulítið eins og félagslið. Fyrir síðasta hitting fengum við þrjá daga áður en við spiluðum á móti Írlandi og þá eru allar æfingar bara miðaðar út frá því hvernig við ætlum að spila á móti næsta mótherja. Það er geggjað að fá núna tíu æfingar og fyrir mig sjálfa að ná upp kemestríu með varnarmönnunum er frábært en ekki vera alltaf bara að einbeita sér að einum leik. Það er dýrmætt að fá æfingatíma,“ segir hún.Freyr Alexandersson fagnar samfélagsmiðlum en vill að stelpurnar passi sig.vísir/ernirPassa sig á samfélagsmiðlum Samfélagsmiðlar verða með hverjum deginum stærri hluti af fótboltanum og íþróttum almennt. Þeir geta þó einnig verið til mikilla vandræða eins og í vikunni þegar Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur og kærasti Rakelar Hönnudóttur, sagði Söndru Maríu Jessen landsliðskonu vera heilalausa er hún „lækaði“ tíst um að Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, ætti frekar að vera í landsliðinu en Blikinn Sonný Lára Þráinsdóttir. Freyr segist ekki vera með nein boð og bönn er varðar samfélagsmiðlanotkun á mótinu. Hann í raun fagni þessu tóli til að leikmenn geti gefið meira af sér en auðvitað þarf að passa sig. „Nei, það er ekkert bannað. Gugga verður að safna „followers“,“ segir Freyr léttur. „Landsliðsréttir Guggu og hvað þetta heitir verður allt að vera til sýnis. Við erum sammála um að það er í lagi að hafa samfélagsmiðla og taka þátt í þeim en það verður að nota þá rétt.“ „Við höfum rætt þetta áður og þetta snýst bara um að vera klókur og rugga ekki bátnum að óþörfu. Þetta eru líka frekar skarpir hnífar sem við höfum í skúffunni hérna. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta er bara fínt. Fólkið kemst nær liðinu og þær fá að sjá hvað þær eru fínar og flottar og allir sáttir,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Bryndís Lára ósátt við landsliðsvalið: Hefur ekkert með frammistöðu að gera Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, er ósátt með að hafa ekki verið valin í íslenska landsliðshópinn sem fer á EM í Hollandi. 4. júlí 2017 09:33 Freyr í 1á1: Tilfinningin fyrir ári var að við værum að fara að vinna þetta mót Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. 4. júlí 2017 07:46 Rakel tognuð á nára Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir tognaði á nára í 1-2 tapi Breiðabliks fyrir Þór/KA á sunnudaginn. 4. júlí 2017 16:15 Freyr um ummæli Bryndísar Láru: Er að horfa yfir lengra tímabil en síðustu þrjá mánuði Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, sagðist í viðtali í Morgunblaðinu í dag vera ósátt með að hafa ekki verið valin í íslenska EM-hópinn. 4. júlí 2017 11:41 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Sjá meira
Bryndís Lára ósátt við landsliðsvalið: Hefur ekkert með frammistöðu að gera Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, er ósátt með að hafa ekki verið valin í íslenska landsliðshópinn sem fer á EM í Hollandi. 4. júlí 2017 09:33
Freyr í 1á1: Tilfinningin fyrir ári var að við værum að fara að vinna þetta mót Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. 4. júlí 2017 07:46
Rakel tognuð á nára Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir tognaði á nára í 1-2 tapi Breiðabliks fyrir Þór/KA á sunnudaginn. 4. júlí 2017 16:15
Freyr um ummæli Bryndísar Láru: Er að horfa yfir lengra tímabil en síðustu þrjá mánuði Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, sagðist í viðtali í Morgunblaðinu í dag vera ósátt með að hafa ekki verið valin í íslenska EM-hópinn. 4. júlí 2017 11:41