Freyr í 1á1: Tilfinningin fyrir ári var að við værum að fara að vinna þetta mót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2017 07:46 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Ísland hefur leik á EM í Hollandi 18. júlí. Íslensku stelpurnar fá afar verðugt verkefni strax í fyrsta leik þegar þær mæta ógnarsterku liði Frakka sem er í 3. sæti á heimslista FIFA. En hefði Freyr valið að spila á móti öðru liði en því franska í fyrsta leiknum á EM?Ísland er með Frakklandi, Sviss og Austurríki í riðli á EM.vísir/antonStig setur okkur í mjög góða stöðu „Ef við hugsum þetta þannig: síðasti leikur í riðli og það er allt undir, þá viltu ekki mæta Frökkum þá. Er ekki bara fínt að byrja á Frökkum? Við vitum öll að Frakkarnir eru mögulega með besta lið í heimi, ætla sér og eiga mögulega að vinna mótið. Við höfum engu að tapa,“ sagði Freyr. „Ef við fáum stig á móti Frökkum erum við búin að setja okkur í mjög góða stöðu upp á hina tvo leikina. Þrjú stig setja okkur í lykilstöðu. Ég er ótrúlega spenntur. Við fáum besta lið í heimi í fyrsta leik, á stóru sviði og með fullt af Íslendingum. Þetta getur ekki byrjað betur.“ Freyr var einnig spurður út í markmið Íslands á EM. „Tilfinningin fyrir ári síðan, þegar við vorum búin að vinna Skotana og gera frábæra hluti á Algarve og vorum á fljúgandi leið upp, þá var ég bara: við erum að fara að vinna þetta mót. Það er ekkert sem getur stoppað okkur,“ sagði Freyr. En hafa markmið íslenska liðsins breyst í ljósi þeirra miklu meiðslaáfalla sem það hefur orðið fyrir?Freyr og stelpurnar okkar ætla sér í útsláttarkeppnina.vísir/antonMarkmiðin eru ennþá þau sömu „Við þurfum aðeins að jarðtengja okkur sem er kannski bara gott. Hitt hefði getað farið með okkur í vonbrigði og vesen. Markmiðin eru ennþá þau sömu og við ætlum okkur upp úr riðlinum,“ sagði Freyr. „Þú verður að vera með einhver markmið þegar þú ertu komin upp úr riðlinum, annars geturðu lent á þessum vegg að vera sáttur. Ef við förum í útsláttarkeppnina er svo stutt í baráttu um medalíur. Þá erum við bara að fara að keppa um að vinna mótið. Annað væri galið, þetta eru bara þrír leikir. Við vitum af þessu. Við köllum þetta drauminn.“ Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr í 1á1: Kitlar að koma Íslandi á HM Frey Alexanderssyni dreymir um að koma íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í Frakklandi 2019. 1. júlí 2017 16:30 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Ísland hefur leik á EM í Hollandi 18. júlí. Íslensku stelpurnar fá afar verðugt verkefni strax í fyrsta leik þegar þær mæta ógnarsterku liði Frakka sem er í 3. sæti á heimslista FIFA. En hefði Freyr valið að spila á móti öðru liði en því franska í fyrsta leiknum á EM?Ísland er með Frakklandi, Sviss og Austurríki í riðli á EM.vísir/antonStig setur okkur í mjög góða stöðu „Ef við hugsum þetta þannig: síðasti leikur í riðli og það er allt undir, þá viltu ekki mæta Frökkum þá. Er ekki bara fínt að byrja á Frökkum? Við vitum öll að Frakkarnir eru mögulega með besta lið í heimi, ætla sér og eiga mögulega að vinna mótið. Við höfum engu að tapa,“ sagði Freyr. „Ef við fáum stig á móti Frökkum erum við búin að setja okkur í mjög góða stöðu upp á hina tvo leikina. Þrjú stig setja okkur í lykilstöðu. Ég er ótrúlega spenntur. Við fáum besta lið í heimi í fyrsta leik, á stóru sviði og með fullt af Íslendingum. Þetta getur ekki byrjað betur.“ Freyr var einnig spurður út í markmið Íslands á EM. „Tilfinningin fyrir ári síðan, þegar við vorum búin að vinna Skotana og gera frábæra hluti á Algarve og vorum á fljúgandi leið upp, þá var ég bara: við erum að fara að vinna þetta mót. Það er ekkert sem getur stoppað okkur,“ sagði Freyr. En hafa markmið íslenska liðsins breyst í ljósi þeirra miklu meiðslaáfalla sem það hefur orðið fyrir?Freyr og stelpurnar okkar ætla sér í útsláttarkeppnina.vísir/antonMarkmiðin eru ennþá þau sömu „Við þurfum aðeins að jarðtengja okkur sem er kannski bara gott. Hitt hefði getað farið með okkur í vonbrigði og vesen. Markmiðin eru ennþá þau sömu og við ætlum okkur upp úr riðlinum,“ sagði Freyr. „Þú verður að vera með einhver markmið þegar þú ertu komin upp úr riðlinum, annars geturðu lent á þessum vegg að vera sáttur. Ef við förum í útsláttarkeppnina er svo stutt í baráttu um medalíur. Þá erum við bara að fara að keppa um að vinna mótið. Annað væri galið, þetta eru bara þrír leikir. Við vitum af þessu. Við köllum þetta drauminn.“ Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr í 1á1: Kitlar að koma Íslandi á HM Frey Alexanderssyni dreymir um að koma íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í Frakklandi 2019. 1. júlí 2017 16:30 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Freyr í 1á1: Kitlar að koma Íslandi á HM Frey Alexanderssyni dreymir um að koma íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í Frakklandi 2019. 1. júlí 2017 16:30