Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2017 23:22 Donald Trump og Scott Pruitt (t.h.) hafa talað mikið um störf og meinta skaðsemi reglugerða en minna um umhverfið. Vísir/EPA Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) getur ekki fryst ný viðmið um losun gróðurhúsalofttegunda frá olíu- og gaslindum í tvö ár á meðan hún vinnur að nýjum samkvæmt úrskurði áfrýjunardómstóls í Washington-borg. Úrskurðurinn er talinn Þrándur í götu tilrauna stjórnar Donalds Trump til að vinda ofan af umhverfisreglum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Fleiri ríkisstofnanir hafa beitt sömu aðferð til að fella úr gildi reglur sem settar voru í tíð Obama. Úrskurðurinn nú er því talinn geta haft áhrif á fjölda annarra aðgerða sem ríkisstjórn Trump hefur gripið til samkvæmt frétt Washington Post. Í tíð Obama samþykkti Umhverfisstofnunin reglur sem takmarka magn gróðurhúsaloftegundarinnar metans og annarra mengunarvalda frá olíu- og gaslindum. Þegar Scott Pruitt, nýr forstjóri stofnunarinnar, tók við frestaði hann gildistöku reglnanna um tvö ár á meðan hann endurskrifaði viðmiðin. Áfrýjunardómstóll Columbia-svæðis sagði að stofnunin hefði rétt á að endurskoða viðmiðin en hún gæti ekki frestað gildistökunni sem var ákveðin í fyrra á meðan hún ákveður hvað eigi að koma í staðin. Hafnaði dómstóllinn ýmsum rökum forstjórans, meðal annars um að fulltrúar iðnaðarins hafi ekki fengið tækifæri til umsagnar. Þvert á móti hefði stofnunin breytt viðmiðunum að teknu tilliti til athugasemda hagsmunaaðila.Hætti við bann við hættulegu meindýraeitriPruitt hefur fellt úr gildi ýmsar aðrar reglur sem stofnanir settu þegar Obama var við völd frá því að hann tók við embætti. Undir hans stjórn hefur áhersla stofnunarinnar færst frá verndun umhverfisins og að hagsmunum iðnaðar og annarra hagsmunaaðila. Hefur hann sagst vilja færa völd yfir mörgu því sem EPA hefur haft eftirlit með í hendur einstakra ríkja Bandaríkjanna. Þannig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að afnema bann við notkun meindýraeiturs sem vísindamenn EPA hafa sagt að valdi heilaskaða í börnum í jafnvel minnstu skömmtum skömmu eftir að hafa hitt forstjóra efnarisans Dow Chemical. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) getur ekki fryst ný viðmið um losun gróðurhúsalofttegunda frá olíu- og gaslindum í tvö ár á meðan hún vinnur að nýjum samkvæmt úrskurði áfrýjunardómstóls í Washington-borg. Úrskurðurinn er talinn Þrándur í götu tilrauna stjórnar Donalds Trump til að vinda ofan af umhverfisreglum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Fleiri ríkisstofnanir hafa beitt sömu aðferð til að fella úr gildi reglur sem settar voru í tíð Obama. Úrskurðurinn nú er því talinn geta haft áhrif á fjölda annarra aðgerða sem ríkisstjórn Trump hefur gripið til samkvæmt frétt Washington Post. Í tíð Obama samþykkti Umhverfisstofnunin reglur sem takmarka magn gróðurhúsaloftegundarinnar metans og annarra mengunarvalda frá olíu- og gaslindum. Þegar Scott Pruitt, nýr forstjóri stofnunarinnar, tók við frestaði hann gildistöku reglnanna um tvö ár á meðan hann endurskrifaði viðmiðin. Áfrýjunardómstóll Columbia-svæðis sagði að stofnunin hefði rétt á að endurskoða viðmiðin en hún gæti ekki frestað gildistökunni sem var ákveðin í fyrra á meðan hún ákveður hvað eigi að koma í staðin. Hafnaði dómstóllinn ýmsum rökum forstjórans, meðal annars um að fulltrúar iðnaðarins hafi ekki fengið tækifæri til umsagnar. Þvert á móti hefði stofnunin breytt viðmiðunum að teknu tilliti til athugasemda hagsmunaaðila.Hætti við bann við hættulegu meindýraeitriPruitt hefur fellt úr gildi ýmsar aðrar reglur sem stofnanir settu þegar Obama var við völd frá því að hann tók við embætti. Undir hans stjórn hefur áhersla stofnunarinnar færst frá verndun umhverfisins og að hagsmunum iðnaðar og annarra hagsmunaaðila. Hefur hann sagst vilja færa völd yfir mörgu því sem EPA hefur haft eftirlit með í hendur einstakra ríkja Bandaríkjanna. Þannig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að afnema bann við notkun meindýraeiturs sem vísindamenn EPA hafa sagt að valdi heilaskaða í börnum í jafnvel minnstu skömmtum skömmu eftir að hafa hitt forstjóra efnarisans Dow Chemical.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30
Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00