Donald Trump lumbrar á CNN Samúel Karl Ólason skrifar 2. júlí 2017 15:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi á Twitter í dag breyttu myndbandi frá árinu 2007. Þá tók hann þátt í fjölbragðaglímu þar sem hann þóttist ráðast á mann. Myndbandinu hefur þó verið breytt og í stað andlits mannsins er nú merki CNN fréttastöðvarinnar. Því má sjá Trump lumbra á CNN í myndbandinu. Við myndbandið bætti Trump við myllumerkjunum #FraudNewsCNN og #FNN fyrir „Fraud News Network“. #FraudNewsCNN #FNN pic.twitter.com/WYUnHjjUjg— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2017 Samkvæmt Washington Post var myndbandið birt á Reddit fyrir nokkrum dögum. Þetta gerði forseti Bandaríkjanna degi eftir að hann varði samfélagsmiðlanotkun sína með því að segja að hún hentaði nútíma forseta. Hann er nú í fríi í golfklúbbi sínum í New Jersey, en talsmaður hans neitaði að tjá sig um tístið.Brian Stelter, fréttamaður CNN, birti yfirlýsingu frá starfsmönnum CNN þar sem segir að starfsmenn CNN muni halda áfram að vinna vinnuna sína og að Trump ætti að „byrja að vinna sína“. Almannatengsladeild CNN svaraði Trump einnig á Twitter með því að rifja upp ummæli talskonu hans Söruh Huckabee frá því á fimmtudaginn. „Forsetinn hefur aldrei á nokkurn hátt ýtt undir eða hvatt til ofbeldis. Ef eitthvað þá er því öfugt farið.“"The President in no way form or fashion has ever promoted or encouraged violence. If anything, quite the contrary." - @SHSanders45 6/29/17— CNN Communications (@CNNPR) July 2, 2017 Eftir að Huckabee lét þessi orð falla fóru blaðamenn Washington Post yfir fjölmörg skipti þar sem Trump hvatti til ofbeldis.Hann hefur verið kærður fyrir að hvetja til ofbeldis. Á kosningafundum sínum fyrir kosningarnar í fyrra komu upp nokkur tilvik þar sem Trump hvatti til ofbeldis. Á einum slíkum fundi í nóvember 2015 sagði hann stuðningsmönnum sínum að reka mótmælanda út úr salnum. „Komið honum út. Hendið honum út,“ sagði forsetinn. Næsta dag birtust myndbönd þar sem verið var að beita þennan mann ofbeldi og Trump sagði að mótmælandinn hefði verið svo góður með sig að hann hefði „kannski átt skilið“ að vera laminn. Í mars í fyrra komu upp nokkur atvik þar sem forsetinn hvatti til ofbeldis. Meðal annars í eitt skipti þegar hann var að segja stuðningsmönnum sínum að reka annan mótmælenda á brott. Þá sagði hann að í gamla daga hefðu mótmælendur ekki látið sjá sig því það hefði verið komið fram við þá á grófan hátt. Sömuleiðis sagðist hann í eitt sinn ætla að greiða lögfræðikostnað þeirra stuðningsmanna sinna sem ráku mótmælenda út úr sal, ef þeir myndu slysast til að meiða hann. Þar að auki sagði Trump í fyrra að byssueigendur gætu „gert eitthvað í því“ að Hillary Clinton ætlaði sér að taka byssurnar af þeim.Trump punches CNN in a juvenile tweet, CNN calls it a sad day when President encourages violence against reporters https://t.co/56M6WXNHgX pic.twitter.com/VVwPvQ5rA1— CNN Breaking News (@cnnbrk) July 2, 2017 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi á Twitter í dag breyttu myndbandi frá árinu 2007. Þá tók hann þátt í fjölbragðaglímu þar sem hann þóttist ráðast á mann. Myndbandinu hefur þó verið breytt og í stað andlits mannsins er nú merki CNN fréttastöðvarinnar. Því má sjá Trump lumbra á CNN í myndbandinu. Við myndbandið bætti Trump við myllumerkjunum #FraudNewsCNN og #FNN fyrir „Fraud News Network“. #FraudNewsCNN #FNN pic.twitter.com/WYUnHjjUjg— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2017 Samkvæmt Washington Post var myndbandið birt á Reddit fyrir nokkrum dögum. Þetta gerði forseti Bandaríkjanna degi eftir að hann varði samfélagsmiðlanotkun sína með því að segja að hún hentaði nútíma forseta. Hann er nú í fríi í golfklúbbi sínum í New Jersey, en talsmaður hans neitaði að tjá sig um tístið.Brian Stelter, fréttamaður CNN, birti yfirlýsingu frá starfsmönnum CNN þar sem segir að starfsmenn CNN muni halda áfram að vinna vinnuna sína og að Trump ætti að „byrja að vinna sína“. Almannatengsladeild CNN svaraði Trump einnig á Twitter með því að rifja upp ummæli talskonu hans Söruh Huckabee frá því á fimmtudaginn. „Forsetinn hefur aldrei á nokkurn hátt ýtt undir eða hvatt til ofbeldis. Ef eitthvað þá er því öfugt farið.“"The President in no way form or fashion has ever promoted or encouraged violence. If anything, quite the contrary." - @SHSanders45 6/29/17— CNN Communications (@CNNPR) July 2, 2017 Eftir að Huckabee lét þessi orð falla fóru blaðamenn Washington Post yfir fjölmörg skipti þar sem Trump hvatti til ofbeldis.Hann hefur verið kærður fyrir að hvetja til ofbeldis. Á kosningafundum sínum fyrir kosningarnar í fyrra komu upp nokkur tilvik þar sem Trump hvatti til ofbeldis. Á einum slíkum fundi í nóvember 2015 sagði hann stuðningsmönnum sínum að reka mótmælanda út úr salnum. „Komið honum út. Hendið honum út,“ sagði forsetinn. Næsta dag birtust myndbönd þar sem verið var að beita þennan mann ofbeldi og Trump sagði að mótmælandinn hefði verið svo góður með sig að hann hefði „kannski átt skilið“ að vera laminn. Í mars í fyrra komu upp nokkur atvik þar sem forsetinn hvatti til ofbeldis. Meðal annars í eitt skipti þegar hann var að segja stuðningsmönnum sínum að reka annan mótmælenda á brott. Þá sagði hann að í gamla daga hefðu mótmælendur ekki látið sjá sig því það hefði verið komið fram við þá á grófan hátt. Sömuleiðis sagðist hann í eitt sinn ætla að greiða lögfræðikostnað þeirra stuðningsmanna sinna sem ráku mótmælenda út úr sal, ef þeir myndu slysast til að meiða hann. Þar að auki sagði Trump í fyrra að byssueigendur gætu „gert eitthvað í því“ að Hillary Clinton ætlaði sér að taka byssurnar af þeim.Trump punches CNN in a juvenile tweet, CNN calls it a sad day when President encourages violence against reporters https://t.co/56M6WXNHgX pic.twitter.com/VVwPvQ5rA1— CNN Breaking News (@cnnbrk) July 2, 2017
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira