Trump lætur skoða mögulegt kosningasvindl í forsetakosningunum í fyrra Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2017 19:30 Trump vonast til að önnur ríki Bandaríkjanna en hin fyrstu 30 leggi einnig fram upplýsingar um framkvæmd kosninga hjá sér. Hér sést Trump á fundi nefndarinnar í dag. Vísir/AFP Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað ráðgjafanefnd til að skoða mögulegt kosningasvindl og brotalamir í forsetakosningunum á síðasta ári. Þá hefur verið upplýst að Trump átti óformlegan tæplega klukkustundar fund með Putin Rússlandsforseta á leiðtogafundi helstu iðnríkja heims fyrr í mánuðinum. Donald Trump gaf ítrekað í skyn í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra að svindlað væri í kosningum í Bandaríkjunum. Í dag skipaði hann ráðgjafanefnd sem á að skoða hvort rangt hafi verið haft við í kosningunum í fyrra, en hann vann þær með fleiri kjörmönnum en Hillary Clinton þótt Clinton hafi fengið um 3,5 milljónum fleiri atkvæði en hann. Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. „Í hvert sinn sem svindlað er í kosningum ógildist annað atkvæði löghlýðins borgara og það grefur undan lýðræðinu. Það má ekki gerast. Stöðva þarf hvers kyns kosningasvindl, hvort sem það tengist erlendum borgurum eða jafnvel látnum einstaklingum, sem og hvers kyns þvinganir eða hótanir í garð kjósenda,“ sagði Trump. Hann vonaðist til að önnur ríki Bandaríkjanna leggðu einnig fram upplýsingar um framkvæmd kosninga hjá sér. „Ef eitthvert ríki vill ekki miðla þessum upplýsingum spyr maður sig hvert áhyggjuefnið sé? Ég spyr varaforsetann, ég spyr nefndina: Af hverju hafa menn áhyggjur? Eitthvað er það. Þannig er það alltaf,“ sagði TrumpÓformlegur fundur Trump og PutinRússlandsmálið heldur líka áfram að vinda upp á sig. Nú hefur verið upplýst að Trump átti aukafund með Putin Rússlandsforseta á G20 fundinum í Hamborg fyrr í mánuðinum. Trump stóð upp frá hátíðarkvöldverði og gekk þvert yfir salinn og settist hjá Putin þar sem þeir ræddust við samkvæmt heimildum í tæpa klukkustund. Það þykir gagnrýnivert að Trump hafði ekki eigin túlk meðferðis og studdist einungis við túlk Putins. Þá hefur ekkert verið gefið upp um hvað fór forsetanna á milli en bandaríska Alríkislögreglan FBI og rannsóknarnefndir beggja deilda Bandaríkjaþings rannsaka tengsl fjölskyldu Trump og framboðs hans við Rússa vegna mögulegra afskipta þeirra af kosningunum í samvinnu við fjölskylduna og framboðið. Þótt Hvíta húsið hafi staðfest óformlegan fund Trumps og Putins á G20 fundinum í gær tístir Trump í dag að „frásögn falsfjölmiðla um að fundurinn hafi átt sér stað sé sjúk“ og „óheiðarleiki þeirra fari vaxandi.“ Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Seinni fundur forsetanna var haldinn í kvöldverðarboði fyrir þjóðhöfðingja, nokkrum klukkustundum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. 18. júlí 2017 23:30 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað ráðgjafanefnd til að skoða mögulegt kosningasvindl og brotalamir í forsetakosningunum á síðasta ári. Þá hefur verið upplýst að Trump átti óformlegan tæplega klukkustundar fund með Putin Rússlandsforseta á leiðtogafundi helstu iðnríkja heims fyrr í mánuðinum. Donald Trump gaf ítrekað í skyn í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra að svindlað væri í kosningum í Bandaríkjunum. Í dag skipaði hann ráðgjafanefnd sem á að skoða hvort rangt hafi verið haft við í kosningunum í fyrra, en hann vann þær með fleiri kjörmönnum en Hillary Clinton þótt Clinton hafi fengið um 3,5 milljónum fleiri atkvæði en hann. Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. „Í hvert sinn sem svindlað er í kosningum ógildist annað atkvæði löghlýðins borgara og það grefur undan lýðræðinu. Það má ekki gerast. Stöðva þarf hvers kyns kosningasvindl, hvort sem það tengist erlendum borgurum eða jafnvel látnum einstaklingum, sem og hvers kyns þvinganir eða hótanir í garð kjósenda,“ sagði Trump. Hann vonaðist til að önnur ríki Bandaríkjanna leggðu einnig fram upplýsingar um framkvæmd kosninga hjá sér. „Ef eitthvert ríki vill ekki miðla þessum upplýsingum spyr maður sig hvert áhyggjuefnið sé? Ég spyr varaforsetann, ég spyr nefndina: Af hverju hafa menn áhyggjur? Eitthvað er það. Þannig er það alltaf,“ sagði TrumpÓformlegur fundur Trump og PutinRússlandsmálið heldur líka áfram að vinda upp á sig. Nú hefur verið upplýst að Trump átti aukafund með Putin Rússlandsforseta á G20 fundinum í Hamborg fyrr í mánuðinum. Trump stóð upp frá hátíðarkvöldverði og gekk þvert yfir salinn og settist hjá Putin þar sem þeir ræddust við samkvæmt heimildum í tæpa klukkustund. Það þykir gagnrýnivert að Trump hafði ekki eigin túlk meðferðis og studdist einungis við túlk Putins. Þá hefur ekkert verið gefið upp um hvað fór forsetanna á milli en bandaríska Alríkislögreglan FBI og rannsóknarnefndir beggja deilda Bandaríkjaþings rannsaka tengsl fjölskyldu Trump og framboðs hans við Rússa vegna mögulegra afskipta þeirra af kosningunum í samvinnu við fjölskylduna og framboðið. Þótt Hvíta húsið hafi staðfest óformlegan fund Trumps og Putins á G20 fundinum í gær tístir Trump í dag að „frásögn falsfjölmiðla um að fundurinn hafi átt sér stað sé sjúk“ og „óheiðarleiki þeirra fari vaxandi.“
Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Seinni fundur forsetanna var haldinn í kvöldverðarboði fyrir þjóðhöfðingja, nokkrum klukkustundum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. 18. júlí 2017 23:30 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Seinni fundur forsetanna var haldinn í kvöldverðarboði fyrir þjóðhöfðingja, nokkrum klukkustundum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. 18. júlí 2017 23:30