Freyr sagði það mismunandi hvernig starfsmenn liðanna og leikmenn fengu að haga sér.
„Hvernig ætlar hún að réttlæta þetta víti þegar hún sleppir brotinu á Fanndísi inn í teignum? Það var auðvelt fyrir hana að sleppa stóru ákvörðunum þegar kom að okkur en það var erfitt fyrir hana þegar stóru nöfnin hjá Frökkum fóru að kvarta. Hún réði ekki við þessi stóru nöfn.“
Sjá einnig: Umfjöllun: Frakkland - Ísland 0-1 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi
Þrátt fyrir allt saman var Freyr stoltur af stelpunum.
„Frammistaðan frábær, við fengum þau færi sem við settum upp með og áttum eflaust að gera betur í að klára þau. Við gátum gert margt betur en frammistaðan var frábær og hugarfar allra leikmannana til fyrirmyndar. Við lokuðum vel á þær og Guðbjörg tók það sem kom á hana, ég get ekki verið annað en hrikalega stoltur eftir svona frammistöðu.“