Óskiljanleg og háskaleg vaxta- og gengisstjórn Seðlabanka Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. júlí 2017 07:00 Fram að banka- og fjármálakreppunni viðgekkst sú stefna meðal stjórnenda peningamála, að þeir, sem ættu fé, fjármagnseigendur, ættu rétt á að fá meira fé út á það fé, án nokkurra aðgerða, án fjárfestingar eða áhættu. Ég er auðvitað að tala um vextina, sem fjármagnseigendur fengu á áhættulausar og dauðar bankainnistæður. Þeir, sem urðu að greiða þessa vexti, voru vitaskuld lántakendur, skuldarar, og urðu þeir fátækari og fátækari meðan þeir ríku urðu ríkari og ríkari, af engu.Vaxtastefna Seðlabanka úreltBankakreppan kenndi ráðamönnum, nema kannske Seðlabankastjóra og peningastefnunefnd, að þetta kerfi stæðist ekki, hvorki siðferðislega né í framkvæmd, enda átti það stóran þátt í kreppunni, og féllu því allir vakandi og upplýstir stjórnendur peningamála frá þessari raunvaxtastefnu á árunum eftir 2008.Raunvextir rífa upp krónunaSeðlabankinn hefur haft 2,5% verðbólgumarkmið síðustu árin, sem er í lagi, en að byggja það inn í stýrivextina og bæta svo við 2-3%, til að raunvextir náist, er ekki í lagi, einkum, þegar engin önnur vestræn þjóð gerir það og raunverðbólga er aðeins 1,5%. Stýrivextir hér eru því 4,5%, meðan að þeir eru við núllið annars staðar, og rífur þetta upp krónuna og afskræmir tekjur og gjöld. Auk yfirkeyrðrar krónu er afleiðingin, að vextir til fólks hér eru á okurstigi, og verða menn m.a. að greiða íbúðir sínar margfalt, kannske 3-5 sinnum, vegna okurvaxtanna, meðan aðrir Evrópubúar greiða sínar íbúðir 1,5-2 sinnum, þökk sé lágvöxtum á evrusvæðinu.Hverjar eru afleiðingarnarFyrir rúmu ári síðan voru um 140 krónur í evru. Í millitíðinni fór Evran um tíma í 110 krónur, og lækkuðu tekjur útflutningsatvinnuveganna því um allt að 22% á einu ári. Ég er að tala um ferðaþjónustu, sjávarútveg, áliðnað, hátækniiðnað og flutningaþjónustu. Margar helztu atvinnugreinar landsins. Á sama tíma hefur ýmis rekstrarkostnaður þessara fyrirtækja hækkað. Er afkoma þeirra því um 30% lakari nú, en fyrir ári. Hver lifir slíkt af!? Það hlýtur því að vera öllum ljóst – nema kannske Seðlabankamönnum – að þessi hækkun á krónunni fær ekki staðizt. Útflutningsfyrirtækin fara úr sæmilegri eða góðri afkomu, sem er nauðsynleg og eðlileg, í bullandi tap. Allavega flest þeirra. Ef útflutningsfyrirtækin okkar lenda í tapi og greiðsluerfiðleikum, sem síðan bitnar á starfsmönnum, innlendum þjónustuaðilum, eigendum, bönkum og ríkinu sjálfu, því ekki falla skattar og skyldur niður, er hér vá fyrir dyrum; ný kreppa í uppsiglingu. Þetta er dauðans alvara!Nauðsynleg gengisleiðrétting stöðvuðEftir umræðu, gagnrýni og ört vaxandi vanda margra fyrirtækja, tók Seðlabanki loks við sér og lækkaði stýrivexti smávægilega í 2 þrepum; Úr 5,00% í 4,5%. Þetta, ásamt með hraðminnkandi gjaldeyristekjum, vegna yfirkeyrðs kostnaðar fyrir ferðamenn, leiddi loks til þess, að gengi krónunnar hóf frjálst og eðlilegt leiðréttingarferli. Í fyrri viku lækkaði gengi krónunnar í nærri 120 í evru. Drógu nú sumir andann léttar og vonuðust eftir raunhæfu og „réttu gengi“, sem virðist liggja við 130 krónur. En hvað gerist þá!? Seðlabankinn veður inn á markaðinn og kaupir krónur í stórum stíl til að styrkja krónuna aftur. Með handafli. Hrökk hún þá upp í um 115. Gekk Seðlabanki með þessu óðagoti fram gegn áhrifum nýgerðra vaxtalækkana sjálfs sín! Eftir greiningu helztu hliða þessa gengismáls, virðist eðlilegt gengissvið krónunnar 125-135 í Evru. Þetta ætti ekki að hækka vöruverð, því mér sýnist verzlunin ekki hafa þorað eða treyst sér neðar, og útflutningsatvinnuvegirnir ættu að ná viðunandi afkomu.Enginn raungrundvöllur fyrir sterkri krónuFramganga Seðlabanka og ríkisstjórnar í vaxta-, gengis- og efnahagsmálum hefur verið vanhugsuð, fumkennd og lítt traustvekjandi. Helztu atvinnuvegir landsins eru reknir með tapi. Enginn gjaldmiðill hefur meiri styrk til lengdar en atvinnuvegirnir á bak við hann. Gæti trúin á krónuna snúizt í vantrú og hræðslu. Kæmi þá meira en eðlileg gengisleiðrétting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Fram að banka- og fjármálakreppunni viðgekkst sú stefna meðal stjórnenda peningamála, að þeir, sem ættu fé, fjármagnseigendur, ættu rétt á að fá meira fé út á það fé, án nokkurra aðgerða, án fjárfestingar eða áhættu. Ég er auðvitað að tala um vextina, sem fjármagnseigendur fengu á áhættulausar og dauðar bankainnistæður. Þeir, sem urðu að greiða þessa vexti, voru vitaskuld lántakendur, skuldarar, og urðu þeir fátækari og fátækari meðan þeir ríku urðu ríkari og ríkari, af engu.Vaxtastefna Seðlabanka úreltBankakreppan kenndi ráðamönnum, nema kannske Seðlabankastjóra og peningastefnunefnd, að þetta kerfi stæðist ekki, hvorki siðferðislega né í framkvæmd, enda átti það stóran þátt í kreppunni, og féllu því allir vakandi og upplýstir stjórnendur peningamála frá þessari raunvaxtastefnu á árunum eftir 2008.Raunvextir rífa upp krónunaSeðlabankinn hefur haft 2,5% verðbólgumarkmið síðustu árin, sem er í lagi, en að byggja það inn í stýrivextina og bæta svo við 2-3%, til að raunvextir náist, er ekki í lagi, einkum, þegar engin önnur vestræn þjóð gerir það og raunverðbólga er aðeins 1,5%. Stýrivextir hér eru því 4,5%, meðan að þeir eru við núllið annars staðar, og rífur þetta upp krónuna og afskræmir tekjur og gjöld. Auk yfirkeyrðrar krónu er afleiðingin, að vextir til fólks hér eru á okurstigi, og verða menn m.a. að greiða íbúðir sínar margfalt, kannske 3-5 sinnum, vegna okurvaxtanna, meðan aðrir Evrópubúar greiða sínar íbúðir 1,5-2 sinnum, þökk sé lágvöxtum á evrusvæðinu.Hverjar eru afleiðingarnarFyrir rúmu ári síðan voru um 140 krónur í evru. Í millitíðinni fór Evran um tíma í 110 krónur, og lækkuðu tekjur útflutningsatvinnuveganna því um allt að 22% á einu ári. Ég er að tala um ferðaþjónustu, sjávarútveg, áliðnað, hátækniiðnað og flutningaþjónustu. Margar helztu atvinnugreinar landsins. Á sama tíma hefur ýmis rekstrarkostnaður þessara fyrirtækja hækkað. Er afkoma þeirra því um 30% lakari nú, en fyrir ári. Hver lifir slíkt af!? Það hlýtur því að vera öllum ljóst – nema kannske Seðlabankamönnum – að þessi hækkun á krónunni fær ekki staðizt. Útflutningsfyrirtækin fara úr sæmilegri eða góðri afkomu, sem er nauðsynleg og eðlileg, í bullandi tap. Allavega flest þeirra. Ef útflutningsfyrirtækin okkar lenda í tapi og greiðsluerfiðleikum, sem síðan bitnar á starfsmönnum, innlendum þjónustuaðilum, eigendum, bönkum og ríkinu sjálfu, því ekki falla skattar og skyldur niður, er hér vá fyrir dyrum; ný kreppa í uppsiglingu. Þetta er dauðans alvara!Nauðsynleg gengisleiðrétting stöðvuðEftir umræðu, gagnrýni og ört vaxandi vanda margra fyrirtækja, tók Seðlabanki loks við sér og lækkaði stýrivexti smávægilega í 2 þrepum; Úr 5,00% í 4,5%. Þetta, ásamt með hraðminnkandi gjaldeyristekjum, vegna yfirkeyrðs kostnaðar fyrir ferðamenn, leiddi loks til þess, að gengi krónunnar hóf frjálst og eðlilegt leiðréttingarferli. Í fyrri viku lækkaði gengi krónunnar í nærri 120 í evru. Drógu nú sumir andann léttar og vonuðust eftir raunhæfu og „réttu gengi“, sem virðist liggja við 130 krónur. En hvað gerist þá!? Seðlabankinn veður inn á markaðinn og kaupir krónur í stórum stíl til að styrkja krónuna aftur. Með handafli. Hrökk hún þá upp í um 115. Gekk Seðlabanki með þessu óðagoti fram gegn áhrifum nýgerðra vaxtalækkana sjálfs sín! Eftir greiningu helztu hliða þessa gengismáls, virðist eðlilegt gengissvið krónunnar 125-135 í Evru. Þetta ætti ekki að hækka vöruverð, því mér sýnist verzlunin ekki hafa þorað eða treyst sér neðar, og útflutningsatvinnuvegirnir ættu að ná viðunandi afkomu.Enginn raungrundvöllur fyrir sterkri krónuFramganga Seðlabanka og ríkisstjórnar í vaxta-, gengis- og efnahagsmálum hefur verið vanhugsuð, fumkennd og lítt traustvekjandi. Helztu atvinnuvegir landsins eru reknir með tapi. Enginn gjaldmiðill hefur meiri styrk til lengdar en atvinnuvegirnir á bak við hann. Gæti trúin á krónuna snúizt í vantrú og hræðslu. Kæmi þá meira en eðlileg gengisleiðrétting.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun