Þar koma stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins saman og hita upp fyrir leikinn gegn Frökkum á Koning Willem II vellinum í Tilburg í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma.
Boðið verður upp á hoppukastala fyrir börnin, mat og drykk og skemmtiatriði. Glowie, Amabadama og Emmsjé Gauti stíga m.a. á stokk og skemmta viðstöddum.
Uppfært klukkan 16:40
Upptökuna frá beinu útsendingunni má sjá í spilaranum hér að neðan.

