Raflínur úr lofti í jörð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Lengd loftlína minnkar og þær verða síður sýnilegar. VÍSIR/VILHELM Stjórnvöld leggja til að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfi raforku hækki úr 43 prósentum í að minnsta kosti 80 prósent á næstu tveimur áratugum. Sérfræðingur hjá Landsnet segir allar nýjar lagnir fyrirtækisins, nema á hæsta spennustigi, hafa verið lagðar í jörðu. Í lok júní voru birt drög að þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfi raforku. Þar er lagt til að hlutfall jarðstrengja í kerfinu aukist jafnt og þétt á næstu árum, á kostnað loftlína. Um leið muni lengd loftlína minnka, þannig að þær verði ekki eins sýnilegar í íslenskri náttúru, auk þess sem þær verði að mestu fjarri friðlýstum svæðum og muni ekki liggja inn í þéttbýlisstaði. Vilji stjórnvalda stendur til þess að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfinu verði komið í fimmtíu prósent árið 2020 og áttatíu prósent árið 2035. Hlutfallið er nú um það það bil 43 prósent. Í tillögunni kemur fram að nota skuli jarðstrengi að meginstefnu til við lágspennt dreifikerfi og landshlutakerfi og er jafnframt bent á að möguleikar séu fyrir hendi til þess að auka verulega hlutfall jarðstrengja við háspennu í meginflutningskerfinu.Magni Þór PálssonMeginflutningskerfið og aðrar raflínur á 132 kílóvolta spennustigi eða hærra eru samtals tæplega 2.200 kílómetrar, en þar af eru aðeins fimm prósent, um 110 kílómetrar, í jarðstreng. Landsnet hefur margsinnis bent á að kostnaður við að leggja jarðstreng sé margfalt meiri en við loftlínu. Ljóst er þó að munurinn fer sífellt minnkandi, líkt og áréttað er í tillögu stjórnvalda, og nálgast sá tími óðfluga að jarðstrengir fyrir háspennu verði samkeppnishæfir við loftlínur í verði. Magni Þór Pálsson, verkefnastjóri rannsókna hjá Landsneti, segir markmið stjórnvalda ansi metnaðarfull. „Með áframhaldandi sama takti er ekki óraunhæft að hlutfall jarðstrengja verði komið í fimmtíu prósent árið 2020,“ segir hann. Hvort hlutfallið verði orðið 85 prósent árið 2032 sé hins vegar erfiðara að segja til um. Það sé vissulega metnaðarfullt, en eigi eftir að koma í ljóst hvort það sé raunhæft. Magni segir dreififyrirtækin, svo sem Rarik og Veitur, hafa staðið sig vel við að leggja dreifikerfi til sveita í jörðu á lágu spennustigi. Það sé orðið hagstæðara, fjárhagslega séð, heldur en að reisa loftlínur. Landsnet hafi fylgt sömu stefnu, en til marks um það hafi allar nýjar 66 og 132 kílóvolta lagnir fyrirtækisins verið lagðar í jörðu. Sem stendur er þó enginn jarðstrengur í flutningskerfinu á hæsta spennustiginu, 220 kílóvoltum. „Allar nýjar lagnir okkar á næst hæsta spennustigi, 132 kílóvoltum, hafa verið í jörðu. Við gáfum fyrr á árinu út skýrslu um mögulegar jarðstrengslagnir í fyrirhuguðu 220 kílóvolta flutningskerfi á Norðurlandi og þar eru greindir möguleikar á því að leggja hluta af línunum í jörðu. Við erum til dæmis að skoða alvarlega að leggja hluta af nýrri línu frá Akureyri vestur á Hólasand eða Kröflu í jörðu, um tólf kílómetra kafla,“ nefnir Magni Þór. Eins séu sérfræðingar Landsnets að kanna hvort mögulegt sé að leggja hluta af núverandi 132 kílóvolta byggðalínu í jörðu, að því gefnu að ráðist verði í að byggja upp nýtt 220 kílóvolta flutningskerfi í lofti. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Stjórnvöld leggja til að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfi raforku hækki úr 43 prósentum í að minnsta kosti 80 prósent á næstu tveimur áratugum. Sérfræðingur hjá Landsnet segir allar nýjar lagnir fyrirtækisins, nema á hæsta spennustigi, hafa verið lagðar í jörðu. Í lok júní voru birt drög að þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfi raforku. Þar er lagt til að hlutfall jarðstrengja í kerfinu aukist jafnt og þétt á næstu árum, á kostnað loftlína. Um leið muni lengd loftlína minnka, þannig að þær verði ekki eins sýnilegar í íslenskri náttúru, auk þess sem þær verði að mestu fjarri friðlýstum svæðum og muni ekki liggja inn í þéttbýlisstaði. Vilji stjórnvalda stendur til þess að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfinu verði komið í fimmtíu prósent árið 2020 og áttatíu prósent árið 2035. Hlutfallið er nú um það það bil 43 prósent. Í tillögunni kemur fram að nota skuli jarðstrengi að meginstefnu til við lágspennt dreifikerfi og landshlutakerfi og er jafnframt bent á að möguleikar séu fyrir hendi til þess að auka verulega hlutfall jarðstrengja við háspennu í meginflutningskerfinu.Magni Þór PálssonMeginflutningskerfið og aðrar raflínur á 132 kílóvolta spennustigi eða hærra eru samtals tæplega 2.200 kílómetrar, en þar af eru aðeins fimm prósent, um 110 kílómetrar, í jarðstreng. Landsnet hefur margsinnis bent á að kostnaður við að leggja jarðstreng sé margfalt meiri en við loftlínu. Ljóst er þó að munurinn fer sífellt minnkandi, líkt og áréttað er í tillögu stjórnvalda, og nálgast sá tími óðfluga að jarðstrengir fyrir háspennu verði samkeppnishæfir við loftlínur í verði. Magni Þór Pálsson, verkefnastjóri rannsókna hjá Landsneti, segir markmið stjórnvalda ansi metnaðarfull. „Með áframhaldandi sama takti er ekki óraunhæft að hlutfall jarðstrengja verði komið í fimmtíu prósent árið 2020,“ segir hann. Hvort hlutfallið verði orðið 85 prósent árið 2032 sé hins vegar erfiðara að segja til um. Það sé vissulega metnaðarfullt, en eigi eftir að koma í ljóst hvort það sé raunhæft. Magni segir dreififyrirtækin, svo sem Rarik og Veitur, hafa staðið sig vel við að leggja dreifikerfi til sveita í jörðu á lágu spennustigi. Það sé orðið hagstæðara, fjárhagslega séð, heldur en að reisa loftlínur. Landsnet hafi fylgt sömu stefnu, en til marks um það hafi allar nýjar 66 og 132 kílóvolta lagnir fyrirtækisins verið lagðar í jörðu. Sem stendur er þó enginn jarðstrengur í flutningskerfinu á hæsta spennustiginu, 220 kílóvoltum. „Allar nýjar lagnir okkar á næst hæsta spennustigi, 132 kílóvoltum, hafa verið í jörðu. Við gáfum fyrr á árinu út skýrslu um mögulegar jarðstrengslagnir í fyrirhuguðu 220 kílóvolta flutningskerfi á Norðurlandi og þar eru greindir möguleikar á því að leggja hluta af línunum í jörðu. Við erum til dæmis að skoða alvarlega að leggja hluta af nýrri línu frá Akureyri vestur á Hólasand eða Kröflu í jörðu, um tólf kílómetra kafla,“ nefnir Magni Þór. Eins séu sérfræðingar Landsnets að kanna hvort mögulegt sé að leggja hluta af núverandi 132 kílóvolta byggðalínu í jörðu, að því gefnu að ráðist verði í að byggja upp nýtt 220 kílóvolta flutningskerfi í lofti.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira