Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Kolbeinn Tumi Daðason í Hollandi skrifar 16. júlí 2017 16:00 Jim Carrey og Lauren Holly í atriðinu óborganlega. Íslenska kvennalandsliðið á möguleika á því að standa uppi sem sigurvegari að mati útreikninga tölfræðiþjónustunnar Gracenote. Reyndar eiga tólf lið af sextán möguleika á því að vinna mótið en möguleikar stelpnanna okkar þykja reyndar ekki miklir. Ekki er ástæða til að taka útreikningana mjög alvarlega en það er stór þáttur af íþróttum að velta fyrir sér möguleikum liðanna í aðdraganda keppni og leikja. Mestar líkur eru taldar á því að Þjóðverjar haldi sigurgöngu sinni á Evrópumótum áfram en 27 prósent líkur þykja að liðið verði Evrópumeistari. Næst koma Frakkar en okkar stelpur mæta þeim frönsku í Tilburg á þriðjudaginn í fyrsta leik sínum í C-riðli. Líkur Frakka eru 22 prósent. Næst koma England (14%) og heimakonur í Hollandi (13%), Svíar (7%) og svo Norðmenn (4%) og Spánverjar (4%). Ísland er svo í hópi með Dönum, Ítölum og Svisslendingum, sem eru einnig í C-riðli, en 2% líkur eru taldar á að liðin fjögur verði Evrópumeistari. Skotar fá svo 1% líkur en þær skosku voru með Íslandi í undankeppninni og voru eina liðið sem sigraði Ísland, og raunar náði að skora gegn Íslandi, í 2-0 sigri á Laugardalsvelli. Engar líkur eru taldar á því að Austurríki, Belgía, Rússland og Portúgal standi uppi sem sigurvegari. Stuðningsmannasveitin Tólfan tekur skemmtilegan snúning á þessum tíðindum og vitnar í eina fyndnustu mynd allra tíma, Dumb& Dumber, og endurtísta tölfræðinni frá @Gracenote með skilaboðunum: „So you’re telling me there’s a chance“. Fyrir þá sem tengja ekki við grín Tólfunnar er bent á myndbandið að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). So you're telling me there's a chance #WEURO2017 #ISL https://t.co/cqazhYTbEP— Tólfan (@12Tolfan) July 16, 2017 EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið á möguleika á því að standa uppi sem sigurvegari að mati útreikninga tölfræðiþjónustunnar Gracenote. Reyndar eiga tólf lið af sextán möguleika á því að vinna mótið en möguleikar stelpnanna okkar þykja reyndar ekki miklir. Ekki er ástæða til að taka útreikningana mjög alvarlega en það er stór þáttur af íþróttum að velta fyrir sér möguleikum liðanna í aðdraganda keppni og leikja. Mestar líkur eru taldar á því að Þjóðverjar haldi sigurgöngu sinni á Evrópumótum áfram en 27 prósent líkur þykja að liðið verði Evrópumeistari. Næst koma Frakkar en okkar stelpur mæta þeim frönsku í Tilburg á þriðjudaginn í fyrsta leik sínum í C-riðli. Líkur Frakka eru 22 prósent. Næst koma England (14%) og heimakonur í Hollandi (13%), Svíar (7%) og svo Norðmenn (4%) og Spánverjar (4%). Ísland er svo í hópi með Dönum, Ítölum og Svisslendingum, sem eru einnig í C-riðli, en 2% líkur eru taldar á að liðin fjögur verði Evrópumeistari. Skotar fá svo 1% líkur en þær skosku voru með Íslandi í undankeppninni og voru eina liðið sem sigraði Ísland, og raunar náði að skora gegn Íslandi, í 2-0 sigri á Laugardalsvelli. Engar líkur eru taldar á því að Austurríki, Belgía, Rússland og Portúgal standi uppi sem sigurvegari. Stuðningsmannasveitin Tólfan tekur skemmtilegan snúning á þessum tíðindum og vitnar í eina fyndnustu mynd allra tíma, Dumb& Dumber, og endurtísta tölfræðinni frá @Gracenote með skilaboðunum: „So you’re telling me there’s a chance“. Fyrir þá sem tengja ekki við grín Tólfunnar er bent á myndbandið að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). So you're telling me there's a chance #WEURO2017 #ISL https://t.co/cqazhYTbEP— Tólfan (@12Tolfan) July 16, 2017
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sjá meira