Calderwood: Við Sunna erum sjóðheitar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. júlí 2017 12:30 Jojo Calderwood er að fara í mjög erfiðan bardaga á morgun. vísir/getty Íslandsvinurinn Joanne Calderwood var eini bardagakappinn sem náði ekki að skila sér í löglegri þyngd á vigtinni í morgun. Hún var þrem pundum yfir þrátt fyrir að hafa lagt mikið á sig í niðurskurðinum. Það þýðir að andstæðingur hennar, Cynthia Calvillo, fær 20 prósnet af launum Calderwood. Calderwood er í áttunda sætinu á styrkleikalista UFC en Calvillo er í fjórtánda sæti. Það er mikið undir hjá Calderwood, eða Jojo eins og hún er kölluð, á heimavelli. Við hittum á hana á fjölmiðladeginum og þá leið henni mjög vel. „Mér líður frábærlega. Það er gott að vera komin heim og hitta fjölskylduna. Ég er búin að hlaða batteríin og er tilbúin í bardagann. Ég þarf stundum að klípa mig til að trúa því að ég sé í næststærsta bardaganum á heimavelli og Gunni í aðalbardaganum,“ segir Calderwood en hún meðal annars undirbjó sig fyrir bardagann með því að æfa með Sunnu Tsunami upp í Mjölni. „Sunna berst deginum á undan mér og lítur vel út. Við erum sjóðheitar og ég hlakka til að sjá hana berjast. Vonandi gefur hennar bardagi mér aukakraft fyrir minn bardaga.“ Sunna og Jojo eru góðar vinkonur og hafa verið í sambandi eftir að Sunna fór til Kansas þar sem hún mun berjast. „Við erum búnar að vera í sambandi og erum duglegar að óska hvor annarri góðs gengis. Að minna á að vera jákvæðar og hafa gaman. Þetta verður okkar helgi og vonandi náum við að fagna saman fljótlega.“ Calderwood elskar Ísland og er að íhuga að flytja til Íslands þó svo fasteignaverðið sé hátt. „Ég elska Ísland eftir að hafa komið oft þangað. Íslendingar hafa alltaf verið góðir við mig. Ég elska Mjölni og fjölskyldumhverfið þar. Ég mun koma fljótlega aftur til Íslands. Það væri flott ef þú gætir leitað að íbúð og styrktaraðila fyrir mig því íbúðir eru svo dýrar á Íslandi,“ segir Jojo og hló dátt.Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti í kvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og einnig má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og á Oz.is. MMA Tengdar fréttir Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios. 14. júlí 2017 07:00 Horfðu á vigtunina hjá Gunnari og Ponzinibbio Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio voru nokkuð ferskir er þeir hentu sér á vigtina í Glasgow í morgun. 15. júlí 2017 09:20 Gunnar er í geggjuðu formi Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er sem fyrr á því að Gunnar muni berjast um heimsmeistarabeltið í veltivigt UFC. Hann segir að Santiago Ponzinibbio sé mjög verðugur andstæðingur en að Gunnar muni klára hann í þriðju lotu. "Gunni er sjóðheitur þessa dagana,“ segir John Kavanagh. 15. júlí 2017 06:00 Búrið fer yfir stöðuna í Glasgow Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson eru með viðhafnarútgáfu af Búrinu frá Glasgow í dag. 14. júlí 2017 16:00 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Íslandsvinurinn Joanne Calderwood var eini bardagakappinn sem náði ekki að skila sér í löglegri þyngd á vigtinni í morgun. Hún var þrem pundum yfir þrátt fyrir að hafa lagt mikið á sig í niðurskurðinum. Það þýðir að andstæðingur hennar, Cynthia Calvillo, fær 20 prósnet af launum Calderwood. Calderwood er í áttunda sætinu á styrkleikalista UFC en Calvillo er í fjórtánda sæti. Það er mikið undir hjá Calderwood, eða Jojo eins og hún er kölluð, á heimavelli. Við hittum á hana á fjölmiðladeginum og þá leið henni mjög vel. „Mér líður frábærlega. Það er gott að vera komin heim og hitta fjölskylduna. Ég er búin að hlaða batteríin og er tilbúin í bardagann. Ég þarf stundum að klípa mig til að trúa því að ég sé í næststærsta bardaganum á heimavelli og Gunni í aðalbardaganum,“ segir Calderwood en hún meðal annars undirbjó sig fyrir bardagann með því að æfa með Sunnu Tsunami upp í Mjölni. „Sunna berst deginum á undan mér og lítur vel út. Við erum sjóðheitar og ég hlakka til að sjá hana berjast. Vonandi gefur hennar bardagi mér aukakraft fyrir minn bardaga.“ Sunna og Jojo eru góðar vinkonur og hafa verið í sambandi eftir að Sunna fór til Kansas þar sem hún mun berjast. „Við erum búnar að vera í sambandi og erum duglegar að óska hvor annarri góðs gengis. Að minna á að vera jákvæðar og hafa gaman. Þetta verður okkar helgi og vonandi náum við að fagna saman fljótlega.“ Calderwood elskar Ísland og er að íhuga að flytja til Íslands þó svo fasteignaverðið sé hátt. „Ég elska Ísland eftir að hafa komið oft þangað. Íslendingar hafa alltaf verið góðir við mig. Ég elska Mjölni og fjölskyldumhverfið þar. Ég mun koma fljótlega aftur til Íslands. Það væri flott ef þú gætir leitað að íbúð og styrktaraðila fyrir mig því íbúðir eru svo dýrar á Íslandi,“ segir Jojo og hló dátt.Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag klukkan 19.00 en Sunna Tsunami er í beinni á miðnætti í kvöld. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is og einnig má kaupa stakan viðburð hjá Vodafone og á Oz.is.
MMA Tengdar fréttir Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios. 14. júlí 2017 07:00 Horfðu á vigtunina hjá Gunnari og Ponzinibbio Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio voru nokkuð ferskir er þeir hentu sér á vigtina í Glasgow í morgun. 15. júlí 2017 09:20 Gunnar er í geggjuðu formi Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er sem fyrr á því að Gunnar muni berjast um heimsmeistarabeltið í veltivigt UFC. Hann segir að Santiago Ponzinibbio sé mjög verðugur andstæðingur en að Gunnar muni klára hann í þriðju lotu. "Gunni er sjóðheitur þessa dagana,“ segir John Kavanagh. 15. júlí 2017 06:00 Búrið fer yfir stöðuna í Glasgow Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson eru með viðhafnarútgáfu af Búrinu frá Glasgow í dag. 14. júlí 2017 16:00 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios. 14. júlí 2017 07:00
Horfðu á vigtunina hjá Gunnari og Ponzinibbio Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio voru nokkuð ferskir er þeir hentu sér á vigtina í Glasgow í morgun. 15. júlí 2017 09:20
Gunnar er í geggjuðu formi Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er sem fyrr á því að Gunnar muni berjast um heimsmeistarabeltið í veltivigt UFC. Hann segir að Santiago Ponzinibbio sé mjög verðugur andstæðingur en að Gunnar muni klára hann í þriðju lotu. "Gunni er sjóðheitur þessa dagana,“ segir John Kavanagh. 15. júlí 2017 06:00
Búrið fer yfir stöðuna í Glasgow Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson eru með viðhafnarútgáfu af Búrinu frá Glasgow í dag. 14. júlí 2017 16:00