Ofbeldi verður ekki liðið í fangelsum landsins Jakob Bjarnar skrifar 14. júlí 2017 10:25 Páll Winkel segist ekki hafa neina þolinmæði gagnvart ofbeldi í fangelsum landsins, en til alvarlegra átaka milli tveggja fanga kom í vikunni. Páll Winkel fangelsismálastjóri er afdráttarlaus í tali í samtali við Vísi, um alvarlegt mál sem kom upp nú í vikunni á Litla Hrauni í slagsmálum milli tveggja fanga. Hann segir alveg klárt að ofbeldi verði ekki liðið. DV greindi frá því í dag að til alvarlegra átaka hafi komið í útivistartíma fanga á Litla Hrauni sem endaði með því að fangi beit efri vörina af samfanga sínum. Samkvæmt heimildum DV varð föngunum Baldri Kolbeinssyni og Styrmi Haukdal Snæfeld Kristinssyni sundurorða og kom til handalögmála. Styrmir hafði Baldur undir en hann náði þó að reisa sig við og bíta í andlit Styrmis með þeim afleiðingum að efri vör hans fór af. Tókst að sauma vörina á aftur. Hefur ekki þolinmæði fyrir ofbeldi í neinu formi Páll Winkel segir stefnu Fangelsismálastofnunar skýra þegar kemur að ofbeldi í fangelsum landsins. „Ofbeldi er ekki liðið og ég hef ekki þolinmæði fyrir því í neinu formi. Sé fangi uppvís að ofbeldi eru mál án undantekninga kærð til lögreglu. Þá hlýtur viðkomandi fangi agaviðurlög í fangelsinu en þegar um er að ræða alvarlegt ofbeldi eru viðurlögin í formi einangrunar,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri bætir því við að ofbeldi geti haft langvarandi afleiðingar fyrir fanga. „Slíkt getur komið í veg fyrir flutning fanga í opið fangelsi, stöðvað allan annan framgang í refsivistinni auk þess sem fanginn gæti þurft að afplána alla refsingu sína án þess að fá reynslulausn. Skilaboð okkar eru skýr. Ofbeldi í fangelsum landsins er ekki liðið og við gerum allt sem við mögulega getum til að draga úr því.“ Svakalegur ferill Baldurs Ljóst er að Páll ætlar sér að taka á agavandamálum en jafn víst er að hann stendur frammi fyrir snúnu vandamáli. Saga Baldurs innan veggja fangelsanna er skrautleg. Í september 2013 greindi Vísir til að mynda frá því að Baldur hafi við annan mann ráðist á refsifangann Matthías Mána Erlingsson á Litla Hrauni, en í þeirri frásögn er segir að árásarmennirnir hafi greitt „Matthíasi ótal högg í andlit og höfuð og meðal annars notað lás til verksins. Matthías missti meðvitund, skarst í andliti og var fluttur alblóðugur á spítala. Hann fór aftur á Litla-Hraun síðar um daginn,“ sagði í þeirri frásögn. Tróð saur uppí samfanga sinn Annað dæmi, en Baldur var enn til umfjöllunar á Vísi í september 2014 en þá var aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri sem ákærður var fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn: „Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik.“ Var Baldur dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þetta brot sitt og fleiri. Fangelsismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri er afdráttarlaus í tali í samtali við Vísi, um alvarlegt mál sem kom upp nú í vikunni á Litla Hrauni í slagsmálum milli tveggja fanga. Hann segir alveg klárt að ofbeldi verði ekki liðið. DV greindi frá því í dag að til alvarlegra átaka hafi komið í útivistartíma fanga á Litla Hrauni sem endaði með því að fangi beit efri vörina af samfanga sínum. Samkvæmt heimildum DV varð föngunum Baldri Kolbeinssyni og Styrmi Haukdal Snæfeld Kristinssyni sundurorða og kom til handalögmála. Styrmir hafði Baldur undir en hann náði þó að reisa sig við og bíta í andlit Styrmis með þeim afleiðingum að efri vör hans fór af. Tókst að sauma vörina á aftur. Hefur ekki þolinmæði fyrir ofbeldi í neinu formi Páll Winkel segir stefnu Fangelsismálastofnunar skýra þegar kemur að ofbeldi í fangelsum landsins. „Ofbeldi er ekki liðið og ég hef ekki þolinmæði fyrir því í neinu formi. Sé fangi uppvís að ofbeldi eru mál án undantekninga kærð til lögreglu. Þá hlýtur viðkomandi fangi agaviðurlög í fangelsinu en þegar um er að ræða alvarlegt ofbeldi eru viðurlögin í formi einangrunar,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri bætir því við að ofbeldi geti haft langvarandi afleiðingar fyrir fanga. „Slíkt getur komið í veg fyrir flutning fanga í opið fangelsi, stöðvað allan annan framgang í refsivistinni auk þess sem fanginn gæti þurft að afplána alla refsingu sína án þess að fá reynslulausn. Skilaboð okkar eru skýr. Ofbeldi í fangelsum landsins er ekki liðið og við gerum allt sem við mögulega getum til að draga úr því.“ Svakalegur ferill Baldurs Ljóst er að Páll ætlar sér að taka á agavandamálum en jafn víst er að hann stendur frammi fyrir snúnu vandamáli. Saga Baldurs innan veggja fangelsanna er skrautleg. Í september 2013 greindi Vísir til að mynda frá því að Baldur hafi við annan mann ráðist á refsifangann Matthías Mána Erlingsson á Litla Hrauni, en í þeirri frásögn er segir að árásarmennirnir hafi greitt „Matthíasi ótal högg í andlit og höfuð og meðal annars notað lás til verksins. Matthías missti meðvitund, skarst í andliti og var fluttur alblóðugur á spítala. Hann fór aftur á Litla-Hraun síðar um daginn,“ sagði í þeirri frásögn. Tróð saur uppí samfanga sinn Annað dæmi, en Baldur var enn til umfjöllunar á Vísi í september 2014 en þá var aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri sem ákærður var fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn: „Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik.“ Var Baldur dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þetta brot sitt og fleiri.
Fangelsismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira