Sig á gengi krónunnar minnkar líkur á hörðum skelli Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2017 12:57 Gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur veikst um átta prósent á undanförnum vikum. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aðlögun gengisins eiga sér stað fyrr en margir hafi spáð og líkurnar á snörpu falli krónunnar hafi minnkað. Grundvallarbreyting hafi átt sér stað eftir losun hafta í marsmánuði. Talsmenn ferðaþjónustunnar og sjávarútvegsins hafa kvartað mikið undan háu gengi krónunnar undanfarin misseri en gengi hennar tók hins vegar að veikjast í byrjun júní. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þannig hafi evran farið úr 110 krónum í júníbyrjun í tæpar 124 krónur í lok dags í gær og þar með styrkst um 12,7 prósent gagnvar krónunni á einum og hálfum mánuði. Á sama tíma hefur dollarinn farið úr 98 krónum í 108 krónur og styrkt sig um 10,2 prósent gagnvart krónunni. Pundið var í 126 krónum í byrjun júní en var við lok dags í gær komið í 139 krónur og hefur því styrkst um 10,3 prósent gagnvart krónunni. Jón Bjarki segir krónuna því komna á svipaðan stað og hún var um miðjan aprílmánuð. „Það hefur orðið mikil grundvallar breyting á markaði eftir að höft voru losuð í mars. Markaðurinn er má segja orðinn eðlilegri að því leyti að það eru miklu fleiri kraftar sem hafa áhrif á hann en áður. En hann er að sama skapi ófyrirséðari. Gott dæmi um þetta eru áhrif ferðaþjónustunnar sem er að skila miklum gjaldeyri þessa dagana en það eru bara aðrir þættir sem vega þyngra en men áttu von á,” segir Jón Bjarki.Gengisvarnir notaðar í ríkari mæli Til dæmis séu útflutningsaðilar farnir að nota gengisvarnir í ríkari mæli en áður sem þýði að ekki verði bein tenging á milli gjaldeyrisinnflæðis á hverjum tíma og hvernig krónan sé að þróast. Þá séu merki um það í gögnum Seðlabankans að erlendir fjárfestingaraðilar séu að fara með fjárfestingar sínar úr landi í eitthvað meiri mæli síðustu vikurnar en fyrr á árinu. Sama kunni að vera upp á teningnum varðandi íslenska fjárfesta. „Við höfum bara ekki yfirsýn yfir það Það er í rauninni ákveðið heilbrigðismerki að markaðurinn sé ekki eins fyrirséður og hann var,“ segir Jón Bjarki. Krónan hafi ekki hreyfst eðlilega á meðan höftin voru hvað ströngust. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við fréttastofu fyrir um hálfum mánuði að bankinn væri hættur að kaupa gjaldeyri í stórum stíl í bili enda væri gjaldeyrisforðinn orðinn nógu stór. Jón Bjarki segir að þetta hefði öðru jöfnu átt að leiða til styrkingar krónunnar en það hefði ekki spilast þannig út. Seðlabankinn hefði nú mikla burði til að bregðast við hraðri veikingu krónunnar ef á þyrfti að halda. „Það má eiginlega horfa á þessa hreyfingu sem held ég sem aðlögum sem er að koma fyrr en kannski margir væntu. En í raun jákvæð þróun að því leyti að hún minnkar líkur á hörðum skelli síðar meir,”Þannig að þú ert að segja að það séu minni líkur á að krónan taki stórt fall á stuttum tíma? „Já það er það. Líkurnar á því eru miklu minni en þær voru hér áður fyrr,” segir Jón Bjarki Bentsson. Íslenska krónan Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur veikst um átta prósent á undanförnum vikum. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aðlögun gengisins eiga sér stað fyrr en margir hafi spáð og líkurnar á snörpu falli krónunnar hafi minnkað. Grundvallarbreyting hafi átt sér stað eftir losun hafta í marsmánuði. Talsmenn ferðaþjónustunnar og sjávarútvegsins hafa kvartað mikið undan háu gengi krónunnar undanfarin misseri en gengi hennar tók hins vegar að veikjast í byrjun júní. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þannig hafi evran farið úr 110 krónum í júníbyrjun í tæpar 124 krónur í lok dags í gær og þar með styrkst um 12,7 prósent gagnvar krónunni á einum og hálfum mánuði. Á sama tíma hefur dollarinn farið úr 98 krónum í 108 krónur og styrkt sig um 10,2 prósent gagnvart krónunni. Pundið var í 126 krónum í byrjun júní en var við lok dags í gær komið í 139 krónur og hefur því styrkst um 10,3 prósent gagnvart krónunni. Jón Bjarki segir krónuna því komna á svipaðan stað og hún var um miðjan aprílmánuð. „Það hefur orðið mikil grundvallar breyting á markaði eftir að höft voru losuð í mars. Markaðurinn er má segja orðinn eðlilegri að því leyti að það eru miklu fleiri kraftar sem hafa áhrif á hann en áður. En hann er að sama skapi ófyrirséðari. Gott dæmi um þetta eru áhrif ferðaþjónustunnar sem er að skila miklum gjaldeyri þessa dagana en það eru bara aðrir þættir sem vega þyngra en men áttu von á,” segir Jón Bjarki.Gengisvarnir notaðar í ríkari mæli Til dæmis séu útflutningsaðilar farnir að nota gengisvarnir í ríkari mæli en áður sem þýði að ekki verði bein tenging á milli gjaldeyrisinnflæðis á hverjum tíma og hvernig krónan sé að þróast. Þá séu merki um það í gögnum Seðlabankans að erlendir fjárfestingaraðilar séu að fara með fjárfestingar sínar úr landi í eitthvað meiri mæli síðustu vikurnar en fyrr á árinu. Sama kunni að vera upp á teningnum varðandi íslenska fjárfesta. „Við höfum bara ekki yfirsýn yfir það Það er í rauninni ákveðið heilbrigðismerki að markaðurinn sé ekki eins fyrirséður og hann var,“ segir Jón Bjarki. Krónan hafi ekki hreyfst eðlilega á meðan höftin voru hvað ströngust. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við fréttastofu fyrir um hálfum mánuði að bankinn væri hættur að kaupa gjaldeyri í stórum stíl í bili enda væri gjaldeyrisforðinn orðinn nógu stór. Jón Bjarki segir að þetta hefði öðru jöfnu átt að leiða til styrkingar krónunnar en það hefði ekki spilast þannig út. Seðlabankinn hefði nú mikla burði til að bregðast við hraðri veikingu krónunnar ef á þyrfti að halda. „Það má eiginlega horfa á þessa hreyfingu sem held ég sem aðlögum sem er að koma fyrr en kannski margir væntu. En í raun jákvæð þróun að því leyti að hún minnkar líkur á hörðum skelli síðar meir,”Þannig að þú ert að segja að það séu minni líkur á að krónan taki stórt fall á stuttum tíma? „Já það er það. Líkurnar á því eru miklu minni en þær voru hér áður fyrr,” segir Jón Bjarki Bentsson.
Íslenska krónan Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira