Anníe Mist um heimsleikana í Crossfit: Sé fyrir mér að þetta sé síðasta árið mitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2017 11:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson. Bítið Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru bæði á leiðinni út til Bandaríkjanna til að taka þátt í heimsleikunum í Crossfit. Þau Anníe Mist og Björgvin Karl komu í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddu keppnina sem fer fram í Madison í Wisconsin-fylki og hefst 3. ágúst næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn í sem keppnin fer fram á þessum stað en hún hefur verið í Kaliforníu undanfarin ár.Tvívegis sigrað Anníe Mist hefur unnið heimsleikana tvisvar sinnum og Björgvin Karl náði þriðja sætinu fyrir tveimur árum. „Ég veit ekki alveg af hverju þeir voru að færa keppnina en kannski vegna þess að þetta er stærri leikvangur fyrir keppnina. Þetta skiptir mig engu máli svo lengi sem að það er ekki heitara þarna,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir sem lenti einu sinni í miklum vandræðum vegna hitans á heimsleikunum. Þau ætla að fara út til Bandaríkjanna seinna í þessari viku og munu æfa saman fram að heimsleikunum. „Þetta verða smá æfingabúðir til að venjast hitanum, venjast rakanum og venjast tímamuninum. Við ætlum að venjast aðstæðum aðeins,“ sagði Anníe Mist en þau munu vera stutt frá Madison. Þar verða þau í litlum bæ sem Björgvin Karl Guðmundsson er sérstaklega ánægður með en hann er frá Stokkseyri. „Það er mjög fyndið þegar maður er að ferðast með Bjögga og hann segir: Ég hlakka svo til að komast heim. Ég svara: Við erum út á flugvelli og við erum að fara út núna,“ segir Anníe Mist hlæjandi. „Þetta hefur alltaf verið mjög gaman og það skemmir ekkert fyrir að vera með góðu liði,“ sagði Björgvin Karl Guðmundsson.Frækin sex í Wisconsin Sex Íslendingar keppa á heimsleikunum í ár þar af fjórar stelpur. „Svo er Bjöggi og kærastinn minn sem flokkast sem Íslendingur á þessum tímapunkti,“ sagði Anníe Mist. Ísland mun því vera með sex manna lið á leikunum. Það er búist við miklu af íslensku keppendunum. „Við erum þarna pottþétt í toppnum myndi ég segja,“ sagði Björgvin Karl sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í Crossfit á dögunum en þetta er í annað skiptið sem hann vinnur hann. „Persónulega finnst mér ég eiga mesta möguleika núna af þeim árum sem ég hef verið að taka þátt. Þó að ég hafi lent í þriðja sæti árið 2015 þá vissi ég ekki þá hvar ég væri að fara enda. Núna er maður mættur til að gera einhverja hluti og mér finnst eins og ég ætti að gera góða hluti núna,“ sagði Björgvin Karl. Anníe Mist vann heimsleikana 2011 og 2012 en lenti svo í meiðslum árið 2013. „Það er svolítið síðan og ég er búin að jafna mig. Mér líður núna eins og ég sé í besta forminu sem ég hef nokkurn tímann verið í. Eftir að ég meiddist hefur endalaust eitthvað komið upp, slæm í hnénu eða slæm í öxlinni. Það hefur verið erfitt hjá mér að eiga gott undirbúningstímabil en ég hef aldrei verið eins góð í líkamanum og nú í ár,“ sagði Anníe Mist. Björgvin Karl er viss um að ástæðan sé að þau séu nú farin að æfa saman og Annie Mist tekur ekkert illa í þá fullyrðingu.Alltaf í einstaklingssporti „Þetta er búið að vera gott og skemmtilegt æfingaár og ég er mjög spennt fyrir þessu móti,“ sagði Anníe Mist en hún sér fram á tímamót í ár. „Ég sé fyrir mér að þetta verði síðasta árið mitt í einstaklingskeppninni. Við sjáum til hvað gerist eftir það, hvort ég fari í lið eða verð kannski bara í einstaklingskeppninni í tíu ár í viðbót,“ sagði Anníe Mist í léttum tón. „Ég er spennt fyrir því að fara í lið því ég hef aldrei verið í liðasporti eða keppt með liði. Ég hef verið í fimleikum, stangarstökki og Crossfit. Ég elska það og mér finnst gott að vera bara með álagið og pressuna á mér og að vera að gera þetta fyrir mig. Það er ekki möguleiki á því að ég fari að hætta að æfa því þetta er ennþá það skemmtilegasta sem ég geri. Ég er að mínu mati með bestu vinnu í heimi,“ sagði Anníe Mist en hana langar að prufa að keppa með liði. „Ég horfi samt á liðin æfa og hugsa að það væri gaman að vera með svona hóp. Það er ekki það að ég sé ekki með frábæra æfingafélaga en það er aðeins öðruvísi stemmning,“ sagði Anníe Mist. „Þú veist aldrei hvað gerist í íþróttum og ég hef því alltaf horft á það að taka eitt ár í einu. Ég er hinsvegar að fara svolítið inn í þetta ár með það hugarfar að leggja allt í þetta núna og svo sjáum við til hvað gerist eftir það,“ sagði Anníe Mist.Það má hlusta á allt viðtalið við þau Anníe Mist og Björgvin Karl í spilaranum hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru bæði á leiðinni út til Bandaríkjanna til að taka þátt í heimsleikunum í Crossfit. Þau Anníe Mist og Björgvin Karl komu í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddu keppnina sem fer fram í Madison í Wisconsin-fylki og hefst 3. ágúst næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn í sem keppnin fer fram á þessum stað en hún hefur verið í Kaliforníu undanfarin ár.Tvívegis sigrað Anníe Mist hefur unnið heimsleikana tvisvar sinnum og Björgvin Karl náði þriðja sætinu fyrir tveimur árum. „Ég veit ekki alveg af hverju þeir voru að færa keppnina en kannski vegna þess að þetta er stærri leikvangur fyrir keppnina. Þetta skiptir mig engu máli svo lengi sem að það er ekki heitara þarna,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir sem lenti einu sinni í miklum vandræðum vegna hitans á heimsleikunum. Þau ætla að fara út til Bandaríkjanna seinna í þessari viku og munu æfa saman fram að heimsleikunum. „Þetta verða smá æfingabúðir til að venjast hitanum, venjast rakanum og venjast tímamuninum. Við ætlum að venjast aðstæðum aðeins,“ sagði Anníe Mist en þau munu vera stutt frá Madison. Þar verða þau í litlum bæ sem Björgvin Karl Guðmundsson er sérstaklega ánægður með en hann er frá Stokkseyri. „Það er mjög fyndið þegar maður er að ferðast með Bjögga og hann segir: Ég hlakka svo til að komast heim. Ég svara: Við erum út á flugvelli og við erum að fara út núna,“ segir Anníe Mist hlæjandi. „Þetta hefur alltaf verið mjög gaman og það skemmir ekkert fyrir að vera með góðu liði,“ sagði Björgvin Karl Guðmundsson.Frækin sex í Wisconsin Sex Íslendingar keppa á heimsleikunum í ár þar af fjórar stelpur. „Svo er Bjöggi og kærastinn minn sem flokkast sem Íslendingur á þessum tímapunkti,“ sagði Anníe Mist. Ísland mun því vera með sex manna lið á leikunum. Það er búist við miklu af íslensku keppendunum. „Við erum þarna pottþétt í toppnum myndi ég segja,“ sagði Björgvin Karl sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í Crossfit á dögunum en þetta er í annað skiptið sem hann vinnur hann. „Persónulega finnst mér ég eiga mesta möguleika núna af þeim árum sem ég hef verið að taka þátt. Þó að ég hafi lent í þriðja sæti árið 2015 þá vissi ég ekki þá hvar ég væri að fara enda. Núna er maður mættur til að gera einhverja hluti og mér finnst eins og ég ætti að gera góða hluti núna,“ sagði Björgvin Karl. Anníe Mist vann heimsleikana 2011 og 2012 en lenti svo í meiðslum árið 2013. „Það er svolítið síðan og ég er búin að jafna mig. Mér líður núna eins og ég sé í besta forminu sem ég hef nokkurn tímann verið í. Eftir að ég meiddist hefur endalaust eitthvað komið upp, slæm í hnénu eða slæm í öxlinni. Það hefur verið erfitt hjá mér að eiga gott undirbúningstímabil en ég hef aldrei verið eins góð í líkamanum og nú í ár,“ sagði Anníe Mist. Björgvin Karl er viss um að ástæðan sé að þau séu nú farin að æfa saman og Annie Mist tekur ekkert illa í þá fullyrðingu.Alltaf í einstaklingssporti „Þetta er búið að vera gott og skemmtilegt æfingaár og ég er mjög spennt fyrir þessu móti,“ sagði Anníe Mist en hún sér fram á tímamót í ár. „Ég sé fyrir mér að þetta verði síðasta árið mitt í einstaklingskeppninni. Við sjáum til hvað gerist eftir það, hvort ég fari í lið eða verð kannski bara í einstaklingskeppninni í tíu ár í viðbót,“ sagði Anníe Mist í léttum tón. „Ég er spennt fyrir því að fara í lið því ég hef aldrei verið í liðasporti eða keppt með liði. Ég hef verið í fimleikum, stangarstökki og Crossfit. Ég elska það og mér finnst gott að vera bara með álagið og pressuna á mér og að vera að gera þetta fyrir mig. Það er ekki möguleiki á því að ég fari að hætta að æfa því þetta er ennþá það skemmtilegasta sem ég geri. Ég er að mínu mati með bestu vinnu í heimi,“ sagði Anníe Mist en hana langar að prufa að keppa með liði. „Ég horfi samt á liðin æfa og hugsa að það væri gaman að vera með svona hóp. Það er ekki það að ég sé ekki með frábæra æfingafélaga en það er aðeins öðruvísi stemmning,“ sagði Anníe Mist. „Þú veist aldrei hvað gerist í íþróttum og ég hef því alltaf horft á það að taka eitt ár í einu. Ég er hinsvegar að fara svolítið inn í þetta ár með það hugarfar að leggja allt í þetta núna og svo sjáum við til hvað gerist eftir það,“ sagði Anníe Mist.Það má hlusta á allt viðtalið við þau Anníe Mist og Björgvin Karl í spilaranum hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti