Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2017 15:37 Enn á fyrsta tunglið utan sólkerfis okkar eftir að finnast. NASA/JPL-Caltech Mögulegt er að merki sem hópur stjörnufræðinga hefur fundið í gögnum um fjarlægt sólkerfi sé vísbending um fyrsta fjartunglið sem menn hafa komið auga á. Enn leikur þó verulegur vafi á hvort að um tungl sé að ræða. Sé raunverulega um tungl að ræða er það margfalt stærra en nokkuð tungl sem við þekkjum úr sólkerfinu okkar. Fjartunglið er líklega á stærð við reikistjörnuna Neptúnus og með svipaðan massa. Neptúnus er fjórtán sinnum massameiri en jörðin og fjórða stærsta reikistjarna sólkerfisins. Reikistjarnan sem fjartunglið gengur um er á stærð við Júpíter en tíu sinnum massameiri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hún fannst með Kepler-geimsjónaukanum sem hefur fundið stærstan hluta þekktra fjarreikistjarna. Fékk hún nafnið Kepler-1625b I. Sólkerfið er í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni.Erfitt að greina fjarreikistjörnur frá fjartunglumVísindamenn hafa fundið þúsundir fjarreikistjarna, reikistjörnur á braut um stjörnur í öðrum sólkerfum, undanfarin ár. Erfiðlegar hefur þó gengið að hafa uppi á tunglum á braut um þessar fjarreikistjörnur. Skýringin á því er sú að það er enginn hægðarleikur að finna sjálfar fjarreikistjörnurnar, hvað þá að greina tungl innan um þær. Ein helsta leiðin sem stjörnufræðingar nota til að koma auga á fjarreikistjörnur er að skima eftir svonefndum þvergöngum reikistjarnanna fyrir móðurstjörnur þeirra. Það er þegar reikistjörnurnar ganga fyrir skífu móðurstjarna sinna frá jörðinni séð. Vísindamennirnir nota þá örlitlu breytingu sem verður á birtu stjarnanna þegar fjarreikistjörnurnar skyggja á þær til að reikna út stærð og eðli þeirra.Kepler-geimsjónaukanum var skotið á loft árið 2009. Hann hefur komið auga á þúsundir fjarreikistjarna.NASANánast eins og tvíreikistjarnaSævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, útskýrir að skiljanlega skyggi fjartungl mun minna á stjörnurnar en sjálfar fjarreikistjörnurnar gera. Því sé erfitt að greina tunglin frá merki um reikistjörnur. Fjartunglið sem menn telja sig hafa vísbendingar um nú er hins vegar sérstakt vegna þess hversu stórt það er í samanburði við reikistjörnuna. „Þetta kerfi er nánast eins og tvíreikistjarna vegna stærðarinnar ef satt reynist og þá er auðvitað mun auðveldara að sjá tunglið í gögnunum,“ segir Sævar Helgi.Tungl góð fyrir möguleika lífs á reikistjörnumVísindamennirnir hyggjast nota Hubble-geimsjónaukann til þess að reyna að afla frekari upplýsinga um sólkerfið í október. Sævar Helgi segir uppgötvun á fjartungli spennandi ef hún verður staðfest. „Við teljum til dæmis að það sé gott fyrir lífvænlega hnetti að hafa tungl, bæði til að valda sjávarföllum, jafnvægisstilla möndul plánetunnar og líka taka á sig árekstra við smástirni og halastjörnur sem eru skeinuhættar lífi. Þótt þetta kerfi sé alveg örugglega ekki lífvænlegt er mikilvægt að finna tungl í kringum smærri plánetur en miklu erfiðara vegna smæðar,“ segir hann. Vísindi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Mögulegt er að merki sem hópur stjörnufræðinga hefur fundið í gögnum um fjarlægt sólkerfi sé vísbending um fyrsta fjartunglið sem menn hafa komið auga á. Enn leikur þó verulegur vafi á hvort að um tungl sé að ræða. Sé raunverulega um tungl að ræða er það margfalt stærra en nokkuð tungl sem við þekkjum úr sólkerfinu okkar. Fjartunglið er líklega á stærð við reikistjörnuna Neptúnus og með svipaðan massa. Neptúnus er fjórtán sinnum massameiri en jörðin og fjórða stærsta reikistjarna sólkerfisins. Reikistjarnan sem fjartunglið gengur um er á stærð við Júpíter en tíu sinnum massameiri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hún fannst með Kepler-geimsjónaukanum sem hefur fundið stærstan hluta þekktra fjarreikistjarna. Fékk hún nafnið Kepler-1625b I. Sólkerfið er í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni.Erfitt að greina fjarreikistjörnur frá fjartunglumVísindamenn hafa fundið þúsundir fjarreikistjarna, reikistjörnur á braut um stjörnur í öðrum sólkerfum, undanfarin ár. Erfiðlegar hefur þó gengið að hafa uppi á tunglum á braut um þessar fjarreikistjörnur. Skýringin á því er sú að það er enginn hægðarleikur að finna sjálfar fjarreikistjörnurnar, hvað þá að greina tungl innan um þær. Ein helsta leiðin sem stjörnufræðingar nota til að koma auga á fjarreikistjörnur er að skima eftir svonefndum þvergöngum reikistjarnanna fyrir móðurstjörnur þeirra. Það er þegar reikistjörnurnar ganga fyrir skífu móðurstjarna sinna frá jörðinni séð. Vísindamennirnir nota þá örlitlu breytingu sem verður á birtu stjarnanna þegar fjarreikistjörnurnar skyggja á þær til að reikna út stærð og eðli þeirra.Kepler-geimsjónaukanum var skotið á loft árið 2009. Hann hefur komið auga á þúsundir fjarreikistjarna.NASANánast eins og tvíreikistjarnaSævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, útskýrir að skiljanlega skyggi fjartungl mun minna á stjörnurnar en sjálfar fjarreikistjörnurnar gera. Því sé erfitt að greina tunglin frá merki um reikistjörnur. Fjartunglið sem menn telja sig hafa vísbendingar um nú er hins vegar sérstakt vegna þess hversu stórt það er í samanburði við reikistjörnuna. „Þetta kerfi er nánast eins og tvíreikistjarna vegna stærðarinnar ef satt reynist og þá er auðvitað mun auðveldara að sjá tunglið í gögnunum,“ segir Sævar Helgi.Tungl góð fyrir möguleika lífs á reikistjörnumVísindamennirnir hyggjast nota Hubble-geimsjónaukann til þess að reyna að afla frekari upplýsinga um sólkerfið í október. Sævar Helgi segir uppgötvun á fjartungli spennandi ef hún verður staðfest. „Við teljum til dæmis að það sé gott fyrir lífvænlega hnetti að hafa tungl, bæði til að valda sjávarföllum, jafnvægisstilla möndul plánetunnar og líka taka á sig árekstra við smástirni og halastjörnur sem eru skeinuhættar lífi. Þótt þetta kerfi sé alveg örugglega ekki lífvænlegt er mikilvægt að finna tungl í kringum smærri plánetur en miklu erfiðara vegna smæðar,“ segir hann.
Vísindi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira