Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2017 15:37 Enn á fyrsta tunglið utan sólkerfis okkar eftir að finnast. NASA/JPL-Caltech Mögulegt er að merki sem hópur stjörnufræðinga hefur fundið í gögnum um fjarlægt sólkerfi sé vísbending um fyrsta fjartunglið sem menn hafa komið auga á. Enn leikur þó verulegur vafi á hvort að um tungl sé að ræða. Sé raunverulega um tungl að ræða er það margfalt stærra en nokkuð tungl sem við þekkjum úr sólkerfinu okkar. Fjartunglið er líklega á stærð við reikistjörnuna Neptúnus og með svipaðan massa. Neptúnus er fjórtán sinnum massameiri en jörðin og fjórða stærsta reikistjarna sólkerfisins. Reikistjarnan sem fjartunglið gengur um er á stærð við Júpíter en tíu sinnum massameiri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hún fannst með Kepler-geimsjónaukanum sem hefur fundið stærstan hluta þekktra fjarreikistjarna. Fékk hún nafnið Kepler-1625b I. Sólkerfið er í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni.Erfitt að greina fjarreikistjörnur frá fjartunglumVísindamenn hafa fundið þúsundir fjarreikistjarna, reikistjörnur á braut um stjörnur í öðrum sólkerfum, undanfarin ár. Erfiðlegar hefur þó gengið að hafa uppi á tunglum á braut um þessar fjarreikistjörnur. Skýringin á því er sú að það er enginn hægðarleikur að finna sjálfar fjarreikistjörnurnar, hvað þá að greina tungl innan um þær. Ein helsta leiðin sem stjörnufræðingar nota til að koma auga á fjarreikistjörnur er að skima eftir svonefndum þvergöngum reikistjarnanna fyrir móðurstjörnur þeirra. Það er þegar reikistjörnurnar ganga fyrir skífu móðurstjarna sinna frá jörðinni séð. Vísindamennirnir nota þá örlitlu breytingu sem verður á birtu stjarnanna þegar fjarreikistjörnurnar skyggja á þær til að reikna út stærð og eðli þeirra.Kepler-geimsjónaukanum var skotið á loft árið 2009. Hann hefur komið auga á þúsundir fjarreikistjarna.NASANánast eins og tvíreikistjarnaSævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, útskýrir að skiljanlega skyggi fjartungl mun minna á stjörnurnar en sjálfar fjarreikistjörnurnar gera. Því sé erfitt að greina tunglin frá merki um reikistjörnur. Fjartunglið sem menn telja sig hafa vísbendingar um nú er hins vegar sérstakt vegna þess hversu stórt það er í samanburði við reikistjörnuna. „Þetta kerfi er nánast eins og tvíreikistjarna vegna stærðarinnar ef satt reynist og þá er auðvitað mun auðveldara að sjá tunglið í gögnunum,“ segir Sævar Helgi.Tungl góð fyrir möguleika lífs á reikistjörnumVísindamennirnir hyggjast nota Hubble-geimsjónaukann til þess að reyna að afla frekari upplýsinga um sólkerfið í október. Sævar Helgi segir uppgötvun á fjartungli spennandi ef hún verður staðfest. „Við teljum til dæmis að það sé gott fyrir lífvænlega hnetti að hafa tungl, bæði til að valda sjávarföllum, jafnvægisstilla möndul plánetunnar og líka taka á sig árekstra við smástirni og halastjörnur sem eru skeinuhættar lífi. Þótt þetta kerfi sé alveg örugglega ekki lífvænlegt er mikilvægt að finna tungl í kringum smærri plánetur en miklu erfiðara vegna smæðar,“ segir hann. Vísindi Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Mögulegt er að merki sem hópur stjörnufræðinga hefur fundið í gögnum um fjarlægt sólkerfi sé vísbending um fyrsta fjartunglið sem menn hafa komið auga á. Enn leikur þó verulegur vafi á hvort að um tungl sé að ræða. Sé raunverulega um tungl að ræða er það margfalt stærra en nokkuð tungl sem við þekkjum úr sólkerfinu okkar. Fjartunglið er líklega á stærð við reikistjörnuna Neptúnus og með svipaðan massa. Neptúnus er fjórtán sinnum massameiri en jörðin og fjórða stærsta reikistjarna sólkerfisins. Reikistjarnan sem fjartunglið gengur um er á stærð við Júpíter en tíu sinnum massameiri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hún fannst með Kepler-geimsjónaukanum sem hefur fundið stærstan hluta þekktra fjarreikistjarna. Fékk hún nafnið Kepler-1625b I. Sólkerfið er í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni.Erfitt að greina fjarreikistjörnur frá fjartunglumVísindamenn hafa fundið þúsundir fjarreikistjarna, reikistjörnur á braut um stjörnur í öðrum sólkerfum, undanfarin ár. Erfiðlegar hefur þó gengið að hafa uppi á tunglum á braut um þessar fjarreikistjörnur. Skýringin á því er sú að það er enginn hægðarleikur að finna sjálfar fjarreikistjörnurnar, hvað þá að greina tungl innan um þær. Ein helsta leiðin sem stjörnufræðingar nota til að koma auga á fjarreikistjörnur er að skima eftir svonefndum þvergöngum reikistjarnanna fyrir móðurstjörnur þeirra. Það er þegar reikistjörnurnar ganga fyrir skífu móðurstjarna sinna frá jörðinni séð. Vísindamennirnir nota þá örlitlu breytingu sem verður á birtu stjarnanna þegar fjarreikistjörnurnar skyggja á þær til að reikna út stærð og eðli þeirra.Kepler-geimsjónaukanum var skotið á loft árið 2009. Hann hefur komið auga á þúsundir fjarreikistjarna.NASANánast eins og tvíreikistjarnaSævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, útskýrir að skiljanlega skyggi fjartungl mun minna á stjörnurnar en sjálfar fjarreikistjörnurnar gera. Því sé erfitt að greina tunglin frá merki um reikistjörnur. Fjartunglið sem menn telja sig hafa vísbendingar um nú er hins vegar sérstakt vegna þess hversu stórt það er í samanburði við reikistjörnuna. „Þetta kerfi er nánast eins og tvíreikistjarna vegna stærðarinnar ef satt reynist og þá er auðvitað mun auðveldara að sjá tunglið í gögnunum,“ segir Sævar Helgi.Tungl góð fyrir möguleika lífs á reikistjörnumVísindamennirnir hyggjast nota Hubble-geimsjónaukann til þess að reyna að afla frekari upplýsinga um sólkerfið í október. Sævar Helgi segir uppgötvun á fjartungli spennandi ef hún verður staðfest. „Við teljum til dæmis að það sé gott fyrir lífvænlega hnetti að hafa tungl, bæði til að valda sjávarföllum, jafnvægisstilla möndul plánetunnar og líka taka á sig árekstra við smástirni og halastjörnur sem eru skeinuhættar lífi. Þótt þetta kerfi sé alveg örugglega ekki lífvænlegt er mikilvægt að finna tungl í kringum smærri plánetur en miklu erfiðara vegna smæðar,“ segir hann.
Vísindi Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira