Kvaddi Skota með sigri eftir tólf ár sem landsliðsþjálfari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2017 13:45 Signeul hughreystir hér Vaila Barsley sem var svekkt eftir að Skotar féllu úr leik á EM í Hollandi þrátt fyrir sigur í gær. Vísir/Getty Anna Signeul stýrði skoska landsliðinu í síðasta sinn í gær er liðið vann 1-0 sigur á Spáni á EM kvenna í Hollandi. Þrátt fyrir frækinn sigur, þann fyrsta hjá Skotum á stórmóti, dugði það ekki til að komast áfram í 8-liða úrslitin. Spánverjar komust áfram á markatölu í innbyrðisviðureignum sínum við Skotland og Portúgal, sem tapaði fyrir Englandi á sama tíma í gær. Englendingar fengu fullt hús stiga í riðlinum og rúlluðu yfir Skota, 6-0, í fyrsta leik riðilsins en Skotar töpuðu svo næsta leik fyrir Portúgal, 2-1. Hin sænska Signeul hefur verið lykilmaður í uppgangi skoskrar kvennaknattspyrnu en hún tók við landsliðinu árið 2005. Undir hennar stjórn vann liðið sig upp styrkleikalista FIFA og komst að lokum inn á sitt fyrsta stórmót þegar það tryggði sér farseðilinn til Hollands. „Leikmenn spiluðu frábærlega í gær og hugarfar þeirra er það besta sem ég hef séð,“ sagði Signeul við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég er svo stolt af þeim. Við áttum ekki skilið að fara heim.“ Ísland og Skotland voru saman í riðli í undankeppni EM en okkar konur unnu fyrstu níu leiki sína í undankeppninni, þar af 4-0 gegn Skotum ytra, en töpuðu svo fyrir þeim á Laugardalsvelli í lokaleik riðilsins þegar Ísland var þegar komið á EM. Liðin enduðu jöfn að stigum en Ísland vann riðiilnn á betri markatölu. Þrátt fyrir skellinn í fyrsta leiknum í Hollandi náðu Skotar að sýna sitt rétta andlit. „Ef að fólk hélt eftir fyrstu tvo leikina að Skotland væri ekki með gott lið þá veit það núna fyrir hvað við stöndum.“ „Við leggjum allt í sölurnar en spilum líka góðan fótbolta. Við erum tæknilega góðar og líkamlega sterkar. Ég er algjörlega sannfærð um að þetta lið haldi áfram og komist inn á HM 2019.“ Signeul mun nú taka við landsliði Finnlands frá og með haustinu. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli. 27. júlí 2017 20:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Anna Signeul stýrði skoska landsliðinu í síðasta sinn í gær er liðið vann 1-0 sigur á Spáni á EM kvenna í Hollandi. Þrátt fyrir frækinn sigur, þann fyrsta hjá Skotum á stórmóti, dugði það ekki til að komast áfram í 8-liða úrslitin. Spánverjar komust áfram á markatölu í innbyrðisviðureignum sínum við Skotland og Portúgal, sem tapaði fyrir Englandi á sama tíma í gær. Englendingar fengu fullt hús stiga í riðlinum og rúlluðu yfir Skota, 6-0, í fyrsta leik riðilsins en Skotar töpuðu svo næsta leik fyrir Portúgal, 2-1. Hin sænska Signeul hefur verið lykilmaður í uppgangi skoskrar kvennaknattspyrnu en hún tók við landsliðinu árið 2005. Undir hennar stjórn vann liðið sig upp styrkleikalista FIFA og komst að lokum inn á sitt fyrsta stórmót þegar það tryggði sér farseðilinn til Hollands. „Leikmenn spiluðu frábærlega í gær og hugarfar þeirra er það besta sem ég hef séð,“ sagði Signeul við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég er svo stolt af þeim. Við áttum ekki skilið að fara heim.“ Ísland og Skotland voru saman í riðli í undankeppni EM en okkar konur unnu fyrstu níu leiki sína í undankeppninni, þar af 4-0 gegn Skotum ytra, en töpuðu svo fyrir þeim á Laugardalsvelli í lokaleik riðilsins þegar Ísland var þegar komið á EM. Liðin enduðu jöfn að stigum en Ísland vann riðiilnn á betri markatölu. Þrátt fyrir skellinn í fyrsta leiknum í Hollandi náðu Skotar að sýna sitt rétta andlit. „Ef að fólk hélt eftir fyrstu tvo leikina að Skotland væri ekki með gott lið þá veit það núna fyrir hvað við stöndum.“ „Við leggjum allt í sölurnar en spilum líka góðan fótbolta. Við erum tæknilega góðar og líkamlega sterkar. Ég er algjörlega sannfærð um að þetta lið haldi áfram og komist inn á HM 2019.“ Signeul mun nú taka við landsliði Finnlands frá og með haustinu.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli. 27. júlí 2017 20:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli. 27. júlí 2017 20:30