Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2017 09:14 Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru agndofa yfir gífuryrðum Scaramucci. Vísir/AFP Anthony Scaramucci, nýr samskiptastjóri Hvíta hússins, hélt klúran reiðilestur yfir blaðamanni New Yorker um aðalráðgjafa Donalds Trump forseta og sagði starfsmannastjóra Hvíta hússins brátt verða rekinn í mögnuðu símtali sem greint var frá í gær. Eftir að Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, tísti um að Scaramucci snæddi kvöldverð með Trump forseta, forsetafrúnni og tveimur núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar á miðvikudagskvöld hringdi samskiptastjórinn í blaðamanninn og krafðist þess að fá að vita hver heimildamaður hans væri. Lizza greindi frá símtalinu í grein á New Yorker í gær en Scaramucci tók aldrei fram að blaðamaðurinn mætti ekki hafa neitt eftir sér.Hótaði að reka allt starfslið sittSvo virðist sem að Scaramucci hafi verið sannfærður um að Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefði lekið upplýsingum um kvöldverðinn en þeir eru sagðir hafa eldað grátt silfur saman. Priebus er meðal annars sagður hafa komið í veg fyrir að Scaramucci væri skipaður í embætti í ríkisstjórn Trump í janúar. Hótaði Scaramucci meðal annars að reka allt starfslið samskiptasviðs Hvíta hússins ef Lizza gæfi ekki upp heimildamann sinn. Trump og Scaramucci hafa barist hatrammlega gegn þeim sem leka upplýsingum innan úr ríkisstjórninni. „Reince Priebus, ef þú vilt leka einhverju, hann verður beðinn um að segja af sér mjög bráðlega,“ sagði Scaramucci við Lizza meðal annars.„Sjáum til hvort ég geti ekki reðurteppt þetta fólk“Scaramucci var þó hvergi nærri runnin reiðin. Gaf hann í skyn að Priebus hefði lekið upplýsingum um kvöldverðinn vegna þess að honum hefði ekki verið boðið. „Reince er andskotans ofsóknaróður geðsjúklingur,“ sagði Scaramucci áður en hann byrjaði að herma eftir starfsmannastjóranum. „Leyfðu mér að leka þessu fjandans máli og sjáum til hvort ég geti ekki reðurteppt (e. cock-block) þetta fólk eins og ég reðurteppti Scaramucci í sex mánuði,“ sagði Scaramucci þegar hann hermdi eftir Priebus.Reince Priebus er sagður hafa komið í veg fyrir að Scaramucci fengi starf í ríkisstjórn Trump í janúar.Vísir/AFP„Ég vil drepa alla helvítis lekarana“Scaramucci var einnig argur Priebus vegna þess að hann taldi hann standa að baki þess að greint hefði verið frá fjárhagsupplýsingum um hann í dagblaðinu Politico. Sú frétt byggðist hins vegar á opinberum gögnum frá Export-Import-bankanum sem Scaramucci starfaði við. „Það sem ég vil gera er að drepa alla helvítis lekarana og ég vil koma stefnumálum forsetans aftur á beinu brautina svo við getum náð árangri fyrir bandarísku þjóðina,“ sagði Scaramucci.„Ég er ekki að reyna að sjúga á mér eigin lim“Samskiptastjórinn hafði einnig nokkur vel valin orð um Stephen Bannon, aðalráðgjafa Trump forseta. Ólíkt öðrum háttsettum embættismönnum sagðist Scaramucci ekki hafa nokkurn áhuga á athygli fjölmiðla. „Ég er ekki Steve Bannon. Ég er ekki að reyna að sjúga á mér eigin lim. Ég er ekki að reyna að byggja upp mitt eigið vörumerki í gegnum helvítis styrkleika forsetans. Ég er hér til að þjóna landi mínu,“ hreitti Scaramucci út úr sér. Hvorki Priebus né Bannon vildu tjá sig um ummæli Scaramucci.Stephen Bannon er liðugri en meðalmaðurinn ef marka má orð Scaramucci.Vísir/AFPSkömmu eftir að símtalinu lauk tísti Scaramucci um það sem hann taldi ólöglegan leka á fjárhagsupplýsingunum um sig. Margir skildu það tíst sem svo að hann vildi að alríkislögreglan FBI rannsakaði Priebus vegna leka. Sjá einnig:Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Scaramucci eyddi tístinu síðar og sagðist aðeins hafa nefnt Priebus í tístinu því það væri hans að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. Í viðtali við CNN í gærmorgun virtist Scaramucci þó enn saka Priebus um lekann.Kennir blaðamanninum umEftir að New Yorker birti frásögn Lizza af símtalinu við Scaramucci tísti samskiptastjórinn að hann notaði stundum „litríkt orðalag“. Hann myndi í framtíðinni sitja á strák sínum hvað það varðaði en halda áfram ástríðufullri vörn fyrir stefnumál Trump. Í nótt virtist Scaramucci hafa hugsað sig betur um og ákvað að kenna blaðamanninum um að gífuryrði hans hafi orðið opinber. „Ég gerði mistök með því að treysta blaðamanni. Það kemur ekki fyrir aftur,“ tísti hann.I made a mistake in trusting in a reporter. It won't happen again.— Anthony Scaramucci (@Scaramucci) July 28, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Anthony Scaramucci, nýr samskiptastjóri Hvíta hússins, hélt klúran reiðilestur yfir blaðamanni New Yorker um aðalráðgjafa Donalds Trump forseta og sagði starfsmannastjóra Hvíta hússins brátt verða rekinn í mögnuðu símtali sem greint var frá í gær. Eftir að Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, tísti um að Scaramucci snæddi kvöldverð með Trump forseta, forsetafrúnni og tveimur núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar á miðvikudagskvöld hringdi samskiptastjórinn í blaðamanninn og krafðist þess að fá að vita hver heimildamaður hans væri. Lizza greindi frá símtalinu í grein á New Yorker í gær en Scaramucci tók aldrei fram að blaðamaðurinn mætti ekki hafa neitt eftir sér.Hótaði að reka allt starfslið sittSvo virðist sem að Scaramucci hafi verið sannfærður um að Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefði lekið upplýsingum um kvöldverðinn en þeir eru sagðir hafa eldað grátt silfur saman. Priebus er meðal annars sagður hafa komið í veg fyrir að Scaramucci væri skipaður í embætti í ríkisstjórn Trump í janúar. Hótaði Scaramucci meðal annars að reka allt starfslið samskiptasviðs Hvíta hússins ef Lizza gæfi ekki upp heimildamann sinn. Trump og Scaramucci hafa barist hatrammlega gegn þeim sem leka upplýsingum innan úr ríkisstjórninni. „Reince Priebus, ef þú vilt leka einhverju, hann verður beðinn um að segja af sér mjög bráðlega,“ sagði Scaramucci við Lizza meðal annars.„Sjáum til hvort ég geti ekki reðurteppt þetta fólk“Scaramucci var þó hvergi nærri runnin reiðin. Gaf hann í skyn að Priebus hefði lekið upplýsingum um kvöldverðinn vegna þess að honum hefði ekki verið boðið. „Reince er andskotans ofsóknaróður geðsjúklingur,“ sagði Scaramucci áður en hann byrjaði að herma eftir starfsmannastjóranum. „Leyfðu mér að leka þessu fjandans máli og sjáum til hvort ég geti ekki reðurteppt (e. cock-block) þetta fólk eins og ég reðurteppti Scaramucci í sex mánuði,“ sagði Scaramucci þegar hann hermdi eftir Priebus.Reince Priebus er sagður hafa komið í veg fyrir að Scaramucci fengi starf í ríkisstjórn Trump í janúar.Vísir/AFP„Ég vil drepa alla helvítis lekarana“Scaramucci var einnig argur Priebus vegna þess að hann taldi hann standa að baki þess að greint hefði verið frá fjárhagsupplýsingum um hann í dagblaðinu Politico. Sú frétt byggðist hins vegar á opinberum gögnum frá Export-Import-bankanum sem Scaramucci starfaði við. „Það sem ég vil gera er að drepa alla helvítis lekarana og ég vil koma stefnumálum forsetans aftur á beinu brautina svo við getum náð árangri fyrir bandarísku þjóðina,“ sagði Scaramucci.„Ég er ekki að reyna að sjúga á mér eigin lim“Samskiptastjórinn hafði einnig nokkur vel valin orð um Stephen Bannon, aðalráðgjafa Trump forseta. Ólíkt öðrum háttsettum embættismönnum sagðist Scaramucci ekki hafa nokkurn áhuga á athygli fjölmiðla. „Ég er ekki Steve Bannon. Ég er ekki að reyna að sjúga á mér eigin lim. Ég er ekki að reyna að byggja upp mitt eigið vörumerki í gegnum helvítis styrkleika forsetans. Ég er hér til að þjóna landi mínu,“ hreitti Scaramucci út úr sér. Hvorki Priebus né Bannon vildu tjá sig um ummæli Scaramucci.Stephen Bannon er liðugri en meðalmaðurinn ef marka má orð Scaramucci.Vísir/AFPSkömmu eftir að símtalinu lauk tísti Scaramucci um það sem hann taldi ólöglegan leka á fjárhagsupplýsingunum um sig. Margir skildu það tíst sem svo að hann vildi að alríkislögreglan FBI rannsakaði Priebus vegna leka. Sjá einnig:Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Scaramucci eyddi tístinu síðar og sagðist aðeins hafa nefnt Priebus í tístinu því það væri hans að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. Í viðtali við CNN í gærmorgun virtist Scaramucci þó enn saka Priebus um lekann.Kennir blaðamanninum umEftir að New Yorker birti frásögn Lizza af símtalinu við Scaramucci tísti samskiptastjórinn að hann notaði stundum „litríkt orðalag“. Hann myndi í framtíðinni sitja á strák sínum hvað það varðaði en halda áfram ástríðufullri vörn fyrir stefnumál Trump. Í nótt virtist Scaramucci hafa hugsað sig betur um og ákvað að kenna blaðamanninum um að gífuryrði hans hafi orðið opinber. „Ég gerði mistök með því að treysta blaðamanni. Það kemur ekki fyrir aftur,“ tísti hann.I made a mistake in trusting in a reporter. It won't happen again.— Anthony Scaramucci (@Scaramucci) July 28, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07
Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43