Hertar þvinganir gegn Rússum á borði Trump Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 23:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með miklum meirihluta að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. 98 þingmenn af hundrað kusu með frumvarpi sem kemur líka í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti dregið úr þvingunum án aðkomu þingsins. Frumvarpið fer nú á skrifborð Trump til staðfestingar. Hann gæti hins vegar neitað að skrifa undir frumvarpið, en það hefur verið harðlega gagnrýnt af starfsmönnum Hvíta hússins. Þá hefur Trump sóst eftir bættum samskiptum við Rússa. Neiti forsetinn að skrifa undir, getur öldungadeildin samt gert frumvarpið að lögum með tveimur þriðju meirihluta, sem ætti ekki að vera þeim erfitt miðað við hve margir þingmenn styðja frumvarpið.Þvinganirnar voru samdar af þingmönnum með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu og afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í huga. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir varðandi afskiptin og meðal annars er sérstakur saksóknari einnig að rannsaka mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum.Herða skrúfurnar Forsetinn hefur ávalt neitað fyrir mögulegt samstarf og hefur einnig sagt að fregnir af afskiptum Rússa séu runnin undan rifjum Demókrataflokksins til að hylja yfir vandræðalegt tap í kosningunum. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó gefið út að þeir séu sannfærðir um að afskiptin séu raunveruleg og snúa meðal annars að tölvuárásum og áróðri. Frumvarpið hefur einnig verið gagnrýnt af ríkjum í Evrópu sem kaupa olíu og gas af Rússum, en það gæti verið gegn þvingunum Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, segir hinum nýju þvingunum ætlað að herða skrúfurnar að helstu andstæðingum Bandaríkjanna. Frumvarpið snýr einnig að þvingunum gegn Íran og Norður-Kóreu.Sjá einnig: Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur sagt að verði frumvarpið að lögum brjóti þvinganirnar gegn alþjóðalögum og að þær muni skaða samband ríkjanna verulega. Þá segir hann að Rússland muni bregðast við þvingunum þegar þær líta dagsins ljós.Hann sagði sífellt verið að reyna að ögra Rússlandi. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með miklum meirihluta að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. 98 þingmenn af hundrað kusu með frumvarpi sem kemur líka í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti dregið úr þvingunum án aðkomu þingsins. Frumvarpið fer nú á skrifborð Trump til staðfestingar. Hann gæti hins vegar neitað að skrifa undir frumvarpið, en það hefur verið harðlega gagnrýnt af starfsmönnum Hvíta hússins. Þá hefur Trump sóst eftir bættum samskiptum við Rússa. Neiti forsetinn að skrifa undir, getur öldungadeildin samt gert frumvarpið að lögum með tveimur þriðju meirihluta, sem ætti ekki að vera þeim erfitt miðað við hve margir þingmenn styðja frumvarpið.Þvinganirnar voru samdar af þingmönnum með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu og afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í huga. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir varðandi afskiptin og meðal annars er sérstakur saksóknari einnig að rannsaka mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum.Herða skrúfurnar Forsetinn hefur ávalt neitað fyrir mögulegt samstarf og hefur einnig sagt að fregnir af afskiptum Rússa séu runnin undan rifjum Demókrataflokksins til að hylja yfir vandræðalegt tap í kosningunum. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó gefið út að þeir séu sannfærðir um að afskiptin séu raunveruleg og snúa meðal annars að tölvuárásum og áróðri. Frumvarpið hefur einnig verið gagnrýnt af ríkjum í Evrópu sem kaupa olíu og gas af Rússum, en það gæti verið gegn þvingunum Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, segir hinum nýju þvingunum ætlað að herða skrúfurnar að helstu andstæðingum Bandaríkjanna. Frumvarpið snýr einnig að þvingunum gegn Íran og Norður-Kóreu.Sjá einnig: Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur sagt að verði frumvarpið að lögum brjóti þvinganirnar gegn alþjóðalögum og að þær muni skaða samband ríkjanna verulega. Þá segir hann að Rússland muni bregðast við þvingunum þegar þær líta dagsins ljós.Hann sagði sífellt verið að reyna að ögra Rússlandi.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira