Anna Björk: Eina leiðin er upp á við Elías Orri Njarðarson skrifar 26. júlí 2017 23:08 Anna í baráttunni í kvöld visir/getty Anna Björk Kristjánsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Íslands á Evrópumótinu í Hollandi í 3-0 tapi gegn Austurríki fyrr í kvöld. Leikurinn í kvöld gekk illa og vonbrigðin mikil fyrir íslenska liðið. „Já klárlega. Við ætluðum okkur miklu meira, eins og þú segir þá fékk ég byrjunarliðsleik og ég hefði viljað nýta það betur og gera betur. Við ætluðum að reyna að halda boltanum og ég ætlaði mér að reyna að gera það, ekki vera alltaf að bomba boltanum fram. Við reyndum það nokkrum sinnum og sendingar sem ég á að geta gert auðveldlega var ég að klikka á. Ég held líka að nokkrar fleiri í liðinu voru að því. Við töluðum um það inni í klefa hvað sendingahlutfallið var ekki gott í þessum leik og við ætluðum að reyna að gera miklu betur. Við erum allar drullusvekktar, við ætluðum að gera miklu, miklu meira og allavegana kveðja þetta mót almennilega,“ sagði Anna Björk við Kolbein Tuma Daðason, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali eftir leik að honum fannst á æfingu liðsins í gær að hann fyndi það að leikmenn liðsins hafi ekki verið jafn stefndar fyrir leikinn og hina leikina á mótinu. Anna Björk segist hafa upplifað það líka í gær. „Ég held að við höfðum allar upplifað það í gærkvöldi, við töluðum líka bara um það hópurinn. Við erum þannig að við viljum ræða það. Freyr fékk þessa tilfinningu og vildi ræða það og við gerðum það og vorum alveg sammála þessu. Við eigum bara að vera stærri karakterar að tækla þetta betur, við ræddum þetta í gær og ég hélt að við hefðum staðið okkur betur í að undirbúa okkur. Mér fannst stemningin í dag vera miklu betri og við vorum tilbúnar í þennan leik. Við ætluðum að gefa til baka til þjóðarinnar sem hefur stutt okkur svakalega vel. Þetta er bara mjög svekkjandi að þetta gekk ekki betur,“ sagði Anna. Undankeppni HM er næst á dagskrá en hvað þarf liðið að gera til þess að komast á HM? „Við verðum að líta svolítið mikið inn á við. Tilfinningin núna er bara eina leiðin er upp á við, finnst mér. Kannski er bara gott að við vorum slegnar svona fast niður af því að við höfðum miklar væntingar fyrir þetta mót og héldum að við værum komnar lengra en þetta. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og nýta þetta mót. Taka alla reynsluna af þessu móti og nota það,“ sagði Anna Björk eftir leikinn í kvöld. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Hallbera: Ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu Hallbera Guðný Gísladóttir, fer stolt af Evrópumótinu í Hollandi en var þó ekki ánægð með niðurstöðuna í riðlinum. 26. júlí 2017 22:33 Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Sjá meira
Anna Björk Kristjánsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Íslands á Evrópumótinu í Hollandi í 3-0 tapi gegn Austurríki fyrr í kvöld. Leikurinn í kvöld gekk illa og vonbrigðin mikil fyrir íslenska liðið. „Já klárlega. Við ætluðum okkur miklu meira, eins og þú segir þá fékk ég byrjunarliðsleik og ég hefði viljað nýta það betur og gera betur. Við ætluðum að reyna að halda boltanum og ég ætlaði mér að reyna að gera það, ekki vera alltaf að bomba boltanum fram. Við reyndum það nokkrum sinnum og sendingar sem ég á að geta gert auðveldlega var ég að klikka á. Ég held líka að nokkrar fleiri í liðinu voru að því. Við töluðum um það inni í klefa hvað sendingahlutfallið var ekki gott í þessum leik og við ætluðum að reyna að gera miklu betur. Við erum allar drullusvekktar, við ætluðum að gera miklu, miklu meira og allavegana kveðja þetta mót almennilega,“ sagði Anna Björk við Kolbein Tuma Daðason, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali eftir leik að honum fannst á æfingu liðsins í gær að hann fyndi það að leikmenn liðsins hafi ekki verið jafn stefndar fyrir leikinn og hina leikina á mótinu. Anna Björk segist hafa upplifað það líka í gær. „Ég held að við höfðum allar upplifað það í gærkvöldi, við töluðum líka bara um það hópurinn. Við erum þannig að við viljum ræða það. Freyr fékk þessa tilfinningu og vildi ræða það og við gerðum það og vorum alveg sammála þessu. Við eigum bara að vera stærri karakterar að tækla þetta betur, við ræddum þetta í gær og ég hélt að við hefðum staðið okkur betur í að undirbúa okkur. Mér fannst stemningin í dag vera miklu betri og við vorum tilbúnar í þennan leik. Við ætluðum að gefa til baka til þjóðarinnar sem hefur stutt okkur svakalega vel. Þetta er bara mjög svekkjandi að þetta gekk ekki betur,“ sagði Anna. Undankeppni HM er næst á dagskrá en hvað þarf liðið að gera til þess að komast á HM? „Við verðum að líta svolítið mikið inn á við. Tilfinningin núna er bara eina leiðin er upp á við, finnst mér. Kannski er bara gott að við vorum slegnar svona fast niður af því að við höfðum miklar væntingar fyrir þetta mót og héldum að við værum komnar lengra en þetta. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og nýta þetta mót. Taka alla reynsluna af þessu móti og nota það,“ sagði Anna Björk eftir leikinn í kvöld.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Hallbera: Ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu Hallbera Guðný Gísladóttir, fer stolt af Evrópumótinu í Hollandi en var þó ekki ánægð með niðurstöðuna í riðlinum. 26. júlí 2017 22:33 Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Sjá meira
Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25
Hallbera: Ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu Hallbera Guðný Gísladóttir, fer stolt af Evrópumótinu í Hollandi en var þó ekki ánægð með niðurstöðuna í riðlinum. 26. júlí 2017 22:33
Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58
Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24