Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 27. júlí 2017 11:15 Harpa vonsvikin eftir tapið gegn Austurríki í Rotterdam í gærkvöldi. Vísir/Getty Harpa Þorsteinsdóttir var jafnsvekkt og aðrir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í gærkvöldi eftir 3-0 tap gegn Austurríki. Harpa byrjaði leikinn sem segja má að hafi markað lokahnykkinn á endurkomu hennar eftir barnsburð í lok febrúar. Harpa, sem var markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, segir að sér hafi liðið vel á vellinum og ekki fundist neitt vanta upp á formið eða hraðann. „Það sem mig vantar á móti er að ég er ekki búin að spila þessa æfingaleiki,“ segir Harpa og telur upp æfingaleikina í janúar, Algarve mótið árlega, æfingaleikina í apríl og aftur í júní. „Auðvitað telur þetta. Ég hefði auðvitað verið betur í stakk búin hefði ég tekið þátt í þessu öllu.“Ýmir Jóhannesson sló í gegn með Hörpu Þorsteinsdóttur, mömmu sinni, á blaðamannafundi eftir baráttuleikinn gegn Frökkum.VÍSIR/VILHELMFraman af leik í kvöld var Harpa töluvert í boltanum en hún hefur þann styrk og eiginleika að geta skýlt bolta vel, haldið honum og skilað frá sér. Eitthvað sem hefur vantað í íslenska liðið á mótinu. Harpa hefur lagt mikið á sig til að vera klár en fimm mánuðir sléttir eru í dag síðan Ýmir, yngri sonur hennar, fæddist. „Ég hef gert allt sem ég mögulega gat gert, ég hefði ekki getað dropa í viðbót. Ég hef gert allt til þess að vera tilbúin.“ Hún segist jafnsvekkt með niðurstöðuna og allar hinar stelpurnar. Jóhannes Karl Sigursteinsson, maður Hörpu, ásamt Ými og Steinari, við sumarhúsið þar sem strákarnir héldu til nærri hóteli landsliðsins á meðan á dvölinni stóð.vísir/björn G. SigurðssonHarpa er nýorðin 31 árs. Hún hefur raðað inn mörkunum í Pepsi-deild kvenna undanfarin ár og verið fyrsti kosturinn í framlínu Íslands sömuleiðis. Freyr hefur kallað eftir meiri fórnfýsi frá leikmönnum að stíga skrefið, fara utan til að æfa og spila með stærri liðum. Harpa hefur nokkrum sinnum farið utan, bæði til Englands og Noregs, en staldrað stutt við. Hún segist samt alltaf opin fyrir að skoða það ef eitthvað spennandi kemur upp að fara í atvinnumennsku. „Algjörlega, það er eitthvað sem ég myndi alltaf skoða. En ég er alltaf með sama svarið. Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu,“ segir Harpa. „Því miður. Ég væri löngu farin út en þetta er bara staðreyndin.“ Harpa segist hafa farið utan með fjögurra ára gamlan son sinn fyrir tveimur árum en það hafi bara ekki gengið.Harpa ásamt Steinari, Ágústu Ýr og Ými.Úr einkasafni„Það er eins og liðin þekki þetta ekki að þurfa að díla við erlendan leikmann sem er með fjölskyldu. Það er ógeðslega erfitt að koma sér út og á framfæri, sérstaklega þegar maður er ekki inni í samfélaginu neins staðar úti,“ segir Harpa. „Ég þyrfti alltaf góðan stuðning og góðan samning. Þetta er ógeðslega erfitt, því miður.“ Harpa fór eins og allir leikmenn Íslands til stuðningsmanna eftir leik. Hún fann mann sinn og börn í stúkunni og fékk glaðning frá Ágústu Ýr, stjúpdóttur sinni. Verðlaunapening um hálsinn númer eitt. „Ég fór alveg að gráta. Það minnti mig á að þó að við stöndum hérna og maður er með blóð og tár úti á velli, og hugsar að fótboltinn sé allt, þá er það ekki allt,“ segir Harpa. „Hún faðmaði mig og sagðist elska mig. Hún gerði það sama hvort leikurinn hefði tapast eða unnist.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir var jafnsvekkt og aðrir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í gærkvöldi eftir 3-0 tap gegn Austurríki. Harpa byrjaði leikinn sem segja má að hafi markað lokahnykkinn á endurkomu hennar eftir barnsburð í lok febrúar. Harpa, sem var markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, segir að sér hafi liðið vel á vellinum og ekki fundist neitt vanta upp á formið eða hraðann. „Það sem mig vantar á móti er að ég er ekki búin að spila þessa æfingaleiki,“ segir Harpa og telur upp æfingaleikina í janúar, Algarve mótið árlega, æfingaleikina í apríl og aftur í júní. „Auðvitað telur þetta. Ég hefði auðvitað verið betur í stakk búin hefði ég tekið þátt í þessu öllu.“Ýmir Jóhannesson sló í gegn með Hörpu Þorsteinsdóttur, mömmu sinni, á blaðamannafundi eftir baráttuleikinn gegn Frökkum.VÍSIR/VILHELMFraman af leik í kvöld var Harpa töluvert í boltanum en hún hefur þann styrk og eiginleika að geta skýlt bolta vel, haldið honum og skilað frá sér. Eitthvað sem hefur vantað í íslenska liðið á mótinu. Harpa hefur lagt mikið á sig til að vera klár en fimm mánuðir sléttir eru í dag síðan Ýmir, yngri sonur hennar, fæddist. „Ég hef gert allt sem ég mögulega gat gert, ég hefði ekki getað dropa í viðbót. Ég hef gert allt til þess að vera tilbúin.“ Hún segist jafnsvekkt með niðurstöðuna og allar hinar stelpurnar. Jóhannes Karl Sigursteinsson, maður Hörpu, ásamt Ými og Steinari, við sumarhúsið þar sem strákarnir héldu til nærri hóteli landsliðsins á meðan á dvölinni stóð.vísir/björn G. SigurðssonHarpa er nýorðin 31 árs. Hún hefur raðað inn mörkunum í Pepsi-deild kvenna undanfarin ár og verið fyrsti kosturinn í framlínu Íslands sömuleiðis. Freyr hefur kallað eftir meiri fórnfýsi frá leikmönnum að stíga skrefið, fara utan til að æfa og spila með stærri liðum. Harpa hefur nokkrum sinnum farið utan, bæði til Englands og Noregs, en staldrað stutt við. Hún segist samt alltaf opin fyrir að skoða það ef eitthvað spennandi kemur upp að fara í atvinnumennsku. „Algjörlega, það er eitthvað sem ég myndi alltaf skoða. En ég er alltaf með sama svarið. Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu,“ segir Harpa. „Því miður. Ég væri löngu farin út en þetta er bara staðreyndin.“ Harpa segist hafa farið utan með fjögurra ára gamlan son sinn fyrir tveimur árum en það hafi bara ekki gengið.Harpa ásamt Steinari, Ágústu Ýr og Ými.Úr einkasafni„Það er eins og liðin þekki þetta ekki að þurfa að díla við erlendan leikmann sem er með fjölskyldu. Það er ógeðslega erfitt að koma sér út og á framfæri, sérstaklega þegar maður er ekki inni í samfélaginu neins staðar úti,“ segir Harpa. „Ég þyrfti alltaf góðan stuðning og góðan samning. Þetta er ógeðslega erfitt, því miður.“ Harpa fór eins og allir leikmenn Íslands til stuðningsmanna eftir leik. Hún fann mann sinn og börn í stúkunni og fékk glaðning frá Ágústu Ýr, stjúpdóttur sinni. Verðlaunapening um hálsinn númer eitt. „Ég fór alveg að gráta. Það minnti mig á að þó að við stöndum hérna og maður er með blóð og tár úti á velli, og hugsar að fótboltinn sé allt, þá er það ekki allt,“ segir Harpa. „Hún faðmaði mig og sagðist elska mig. Hún gerði það sama hvort leikurinn hefði tapast eða unnist.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Sjá meira