Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Elías Orri Njarðarson skrifar 26. júlí 2017 21:25 Harpa Þorsteinsdóttir eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt eftir 3-0 tap á móti Austurríki í kvöld, á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi. Ísland hafði tapað báðum leikjunum sínum í riðlinum fyrir þennan leik og hún sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld hafði verið erfiður. „Undirbúningurinn fyrir þennan leik er búinn að vera erfiður og andlega hefur þetta verið örugglega erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið. Við fáum á okkur klaufalegt mark og við vorum sjálfar búnar að vera í sénsum. Þetta er svolítið þungt högg og við náðum ekki að stíga upp eftir það,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir tapið gegn Austurríki í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, myndaði hring með leikmönnum eftir leikinn og stappaði í þær stálinu. „Hann var bara að segja sannleikann. Við gerðum allt sem við gátum, við erum búnar að leggja okkur allar fram, við erum margar hverjar búnar að stíga algjörlega útfyrir allan þægindarramma og höfum lagt allt í sölurnar og það er bara ekki hægt að kvarta yfir því. Þetta var bara ekki okkar mót og það er bara þannig. Við gerðum allt og við megum ekki hengja okkur á því,“ sagði Harpa. Margt gott var að finna í leik Íslands á mótinu, leikurinn á móti Frakklandi var mjög góður en hvað er það sem er að klikka hjá liðinu? „Mér fannst Frakkaleikurinn óaðfinnanlegur að okkar hálfu, það er ekkert þar sem við hefðum getað gert öðruvísi eða við hefðum getað gert betur. Það er svo erfitt núna að segja nákvæmlega hvað það er sem klikkar en við verðum klárlega að halda betur í boltann og spila betur sóknarlega. Það er bara þannig. Liðið er búið að taka framförum en við erum ekki komnar lengra, við erum búnar að gera allt sem að við gátum og við göngum hérna frá þessu móti gríðarlega stoltar af því sem að við lögum fram,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt eftir 3-0 tap á móti Austurríki í kvöld, á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi. Ísland hafði tapað báðum leikjunum sínum í riðlinum fyrir þennan leik og hún sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld hafði verið erfiður. „Undirbúningurinn fyrir þennan leik er búinn að vera erfiður og andlega hefur þetta verið örugglega erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið. Við fáum á okkur klaufalegt mark og við vorum sjálfar búnar að vera í sénsum. Þetta er svolítið þungt högg og við náðum ekki að stíga upp eftir það,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir tapið gegn Austurríki í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, myndaði hring með leikmönnum eftir leikinn og stappaði í þær stálinu. „Hann var bara að segja sannleikann. Við gerðum allt sem við gátum, við erum búnar að leggja okkur allar fram, við erum margar hverjar búnar að stíga algjörlega útfyrir allan þægindarramma og höfum lagt allt í sölurnar og það er bara ekki hægt að kvarta yfir því. Þetta var bara ekki okkar mót og það er bara þannig. Við gerðum allt og við megum ekki hengja okkur á því,“ sagði Harpa. Margt gott var að finna í leik Íslands á mótinu, leikurinn á móti Frakklandi var mjög góður en hvað er það sem er að klikka hjá liðinu? „Mér fannst Frakkaleikurinn óaðfinnanlegur að okkar hálfu, það er ekkert þar sem við hefðum getað gert öðruvísi eða við hefðum getað gert betur. Það er svo erfitt núna að segja nákvæmlega hvað það er sem klikkar en við verðum klárlega að halda betur í boltann og spila betur sóknarlega. Það er bara þannig. Liðið er búið að taka framförum en við erum ekki komnar lengra, við erum búnar að gera allt sem að við gátum og við göngum hérna frá þessu móti gríðarlega stoltar af því sem að við lögum fram,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30
Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti