Pólverjar fá mánaðarfrest til að hlýða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 "Nei við einræði!“ sögðu mótmælendur sem eru ósáttir við áform um uppstokkun í dómskerfinu. Vísir/AFP Einn mánuður er til stefnu fyrir Pólverja að taka á vandamálum sem hafa komið upp við endurskipulagningu dómskerfisins þar í landi. Þetta sagði Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Timmermans sagði ekki nánar frá því hvað myndi gerast ef Pólverjar hlýddu ekki en samkvæmt The Washington Post íhugar framkvæmdastjórnin að beita viðskiptaþvingunum. „Framkvæmdastjórnin er staðráðin í að verja framgang réttvísinnar í öllum aðildarríkjum. Það er grundvallaratriði sem Evrópusambandið byggir á. Óháð dómskerfi er nauðsynleg forsenda veru í sambandinu,“ sagði forseti framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude Juncker. Endurskipulagningin sem um ræðir er framtak ríkisstjórnarflokksins Lög og regla undir forystu formannsins Jaroslaws Kaczynski og forsætisráðherrans Beata Szydlo. Að mati flokksmanna er dómskerfi landsins óskilvirkt og spillt. Telja þeir því að gagngerar breytingar þurfi að gera á kerfinu. Samkvæmt The Washington Post er meirihluti Pólverja sammála ríkisstjórninni en tugir þúsunda flykktust þó á götur út til að mótmæla nýlegum frumvörpum flokksins þess efnis. Töldu mótmælendur frumvörpin til þess fallin að færa Lögum og reglu enn meiri völd. Áður, eftir að flokkurinn tók við völdum árið 2015, hafði flokkurinn dregið úr valdi stjórnarskrárdómstóls landsins. Valdi sem var beitt gegn sitjandi ríkisstjórn hverju sinni teldi dómstóllinn áform hennar stangast á við stjórnarskrá Póllands. Frumvörpin voru þrjú eins og áður segir. Eitt snerist um að dómsmálaráðherra yrði heimilt að reka hæstaréttardómara, annað um að ríkisstjórnin fengi að skipa hæstaréttardómara og það þriðja um að ríkisstjórnin fengi að skipa dómara neðri dómstiga. Mótmæli Pólverja urðu til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti á mánudag að hann myndi beita neitunarvaldi sínu gegn tveimur fyrrnefndu frumvörpunum. Hann skrifaði þó undir það síðastnefnda. Timmermans sagði á blaðamannafundinum í gær að hann fagnaði ákvörðun Duda en gagnrýndi aðgerðir Laga og reglu harðlega. Sagði hann meðal annars að „yfirtaka stjórnarskrárdómstólsins auki ógn á við réttarríkið“. „Tilmæli okkar til Pólverja eru skýr. Það er kominn tími til að endurvekja sjálfstæði stjórnarskrárdómstólsins og annaðhvort draga til baka frumvörpin eða breyta þeim þannig þau séu í takt við bæði stjórnarskrá Póllands og evrópska staðla um sjálfstæði dómstóla,“ sagði Timmermans. Varaforsetinn bætti því við að hvers kyns aðgerðir Laga og reglu til þess að reka hæstaréttardómara myndu leiða til þess að Pólverjar fengju formlega viðvörum frá framkvæmdastjórn ESB. Slíkt gæti leitt til þess að Pólverjar missi atkvæðisrétt sinn. Vart þarf að taka fram að orð Timmermans voru forsprökkum Laga og reglu ekki að skapi. Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Rafal Bochenek, sagði í gær að Pólverjar myndu ekki leyfa Evrópusambandinu að „kúga“ sig. Að sama skapi sagði Konrad Szymanski aðstoðarutanríkisráðherra að efasemdir framkvæmdastjórnarinnar byggðu á sandi og að Pólverjar hefðu sjálfir réttinn til þess að stýra dómskerfi sínu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira
Einn mánuður er til stefnu fyrir Pólverja að taka á vandamálum sem hafa komið upp við endurskipulagningu dómskerfisins þar í landi. Þetta sagði Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Timmermans sagði ekki nánar frá því hvað myndi gerast ef Pólverjar hlýddu ekki en samkvæmt The Washington Post íhugar framkvæmdastjórnin að beita viðskiptaþvingunum. „Framkvæmdastjórnin er staðráðin í að verja framgang réttvísinnar í öllum aðildarríkjum. Það er grundvallaratriði sem Evrópusambandið byggir á. Óháð dómskerfi er nauðsynleg forsenda veru í sambandinu,“ sagði forseti framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude Juncker. Endurskipulagningin sem um ræðir er framtak ríkisstjórnarflokksins Lög og regla undir forystu formannsins Jaroslaws Kaczynski og forsætisráðherrans Beata Szydlo. Að mati flokksmanna er dómskerfi landsins óskilvirkt og spillt. Telja þeir því að gagngerar breytingar þurfi að gera á kerfinu. Samkvæmt The Washington Post er meirihluti Pólverja sammála ríkisstjórninni en tugir þúsunda flykktust þó á götur út til að mótmæla nýlegum frumvörpum flokksins þess efnis. Töldu mótmælendur frumvörpin til þess fallin að færa Lögum og reglu enn meiri völd. Áður, eftir að flokkurinn tók við völdum árið 2015, hafði flokkurinn dregið úr valdi stjórnarskrárdómstóls landsins. Valdi sem var beitt gegn sitjandi ríkisstjórn hverju sinni teldi dómstóllinn áform hennar stangast á við stjórnarskrá Póllands. Frumvörpin voru þrjú eins og áður segir. Eitt snerist um að dómsmálaráðherra yrði heimilt að reka hæstaréttardómara, annað um að ríkisstjórnin fengi að skipa hæstaréttardómara og það þriðja um að ríkisstjórnin fengi að skipa dómara neðri dómstiga. Mótmæli Pólverja urðu til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti á mánudag að hann myndi beita neitunarvaldi sínu gegn tveimur fyrrnefndu frumvörpunum. Hann skrifaði þó undir það síðastnefnda. Timmermans sagði á blaðamannafundinum í gær að hann fagnaði ákvörðun Duda en gagnrýndi aðgerðir Laga og reglu harðlega. Sagði hann meðal annars að „yfirtaka stjórnarskrárdómstólsins auki ógn á við réttarríkið“. „Tilmæli okkar til Pólverja eru skýr. Það er kominn tími til að endurvekja sjálfstæði stjórnarskrárdómstólsins og annaðhvort draga til baka frumvörpin eða breyta þeim þannig þau séu í takt við bæði stjórnarskrá Póllands og evrópska staðla um sjálfstæði dómstóla,“ sagði Timmermans. Varaforsetinn bætti því við að hvers kyns aðgerðir Laga og reglu til þess að reka hæstaréttardómara myndu leiða til þess að Pólverjar fengju formlega viðvörum frá framkvæmdastjórn ESB. Slíkt gæti leitt til þess að Pólverjar missi atkvæðisrétt sinn. Vart þarf að taka fram að orð Timmermans voru forsprökkum Laga og reglu ekki að skapi. Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Rafal Bochenek, sagði í gær að Pólverjar myndu ekki leyfa Evrópusambandinu að „kúga“ sig. Að sama skapi sagði Konrad Szymanski aðstoðarutanríkisráðherra að efasemdir framkvæmdastjórnarinnar byggðu á sandi og að Pólverjar hefðu sjálfir réttinn til þess að stýra dómskerfi sínu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira