Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 10:30 Aleksandra stendur vaktina hjá kvennalandsliðinu í Hollandi. Hér fylgist hún með æfingu stelpnanna á dögunum. Vísir/Tom Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Eðlilega, enda spilar hún ekki með því þótt óhætt sé að segja að hún gegni mikilvægu hlutverki í EM hópnum úti í Hollandi. Aleksandra hefur fylgt stelpunum okkar eftir af þeirri ástæðu að hún er öryggisfulltrúi landsliðsins. Hún er pólsk að uppruna en talar reiprennandi íslensku. Hún hefur búið á Íslandi í yfir áratug. „Hlutverk okkar er að tryggja öryggi allsl hópsins, leikmanna, þjálfara og starfsmanna,“ segir Aleksandra í samtali við Vísi. Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi sem áður starfaði hjá almannavörnum, hefur gegnt þessu hlutverki hjá landsliðum Íslands undanfarin misseri. „Víðir er algjör meistari,“ segir Aleksandra. Víðir stóð vaktina í kringum fyrsta leikinn gegn Frakklandi en svo kom Aleksandra út til Hollands og þau unnu saman í kringum leikinn gegn Sviss. Nú stendur Aleksandra vaktina ein. Víðir Reynisson, til hægri, ásamt landsliðskonunum Sif Atladóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir blaðamannafund í aðdraganda leiksins gegn Sviss í Doetinchem.Vísir/Kolbeinn Tumi„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Aleksandra sem starfar sem lögreglufulltrúi hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Ekkert hafi komið upp. „Ekki hingað til.“Hún segist hafa áhuga á fótboltanum en svo sé um krefjandi og skemmtilegt verkefni að ræða. Hún sé vön því að vinna í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld hjá alþjóðadeildinni. Hér úti vinnur hún náið með lögregluyfirvöldum þar sem er metið hvort grípa þurfi til aðgerða í kringum leikina sjálfa.Hún segir gaman að vinna í kringum stelpurnar og það sé ekkert vesen á þeim.„Þær eru frábærar.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Sjá meira
Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Eðlilega, enda spilar hún ekki með því þótt óhætt sé að segja að hún gegni mikilvægu hlutverki í EM hópnum úti í Hollandi. Aleksandra hefur fylgt stelpunum okkar eftir af þeirri ástæðu að hún er öryggisfulltrúi landsliðsins. Hún er pólsk að uppruna en talar reiprennandi íslensku. Hún hefur búið á Íslandi í yfir áratug. „Hlutverk okkar er að tryggja öryggi allsl hópsins, leikmanna, þjálfara og starfsmanna,“ segir Aleksandra í samtali við Vísi. Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi sem áður starfaði hjá almannavörnum, hefur gegnt þessu hlutverki hjá landsliðum Íslands undanfarin misseri. „Víðir er algjör meistari,“ segir Aleksandra. Víðir stóð vaktina í kringum fyrsta leikinn gegn Frakklandi en svo kom Aleksandra út til Hollands og þau unnu saman í kringum leikinn gegn Sviss. Nú stendur Aleksandra vaktina ein. Víðir Reynisson, til hægri, ásamt landsliðskonunum Sif Atladóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir blaðamannafund í aðdraganda leiksins gegn Sviss í Doetinchem.Vísir/Kolbeinn Tumi„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Aleksandra sem starfar sem lögreglufulltrúi hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Ekkert hafi komið upp. „Ekki hingað til.“Hún segist hafa áhuga á fótboltanum en svo sé um krefjandi og skemmtilegt verkefni að ræða. Hún sé vön því að vinna í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld hjá alþjóðadeildinni. Hér úti vinnur hún náið með lögregluyfirvöldum þar sem er metið hvort grípa þurfi til aðgerða í kringum leikina sjálfa.Hún segir gaman að vinna í kringum stelpurnar og það sé ekkert vesen á þeim.„Þær eru frábærar.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Sjá meira