Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 08:30 Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði refsiaðgerðirnar herða á skrúfunum gegn á helstu andstæðingum Bandaríkjanna. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml segja að hertar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna geri út um möguleikann á að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf og torvelda samstarf í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bandarískir þingmenn samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í gær. Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn hans sé kominn á fremsta hlunn með að svara refsiaðgerðunum í sömu mynt. Kremlverjar telji refsiaðgerðirnar fjandsamlegar og þeir séu þreyttir á að sýna yfirvegun, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Þá segir Franz Klintsevitsj, áhrifamikill öldungadeildarþingmaður í Rússlandi, að samstarf Bandaríkjamanna og Rússa í baráttunni gegn hryðjuverkum verði flóknara og jafnvel ómögulegt.Trump þarf samþykki þingsins til að afnema refsiaðgerðirnarYfirgnæfandi meirihluti bandarískra fulltrúadeildarþingmanna samþykkti að herða refsiaðgerðirnar í gær. Þær voru upphaflega settar á til að refsa rússneskum stjórnvöldum vegna innlimunar þeirra á Krímskaga í Úkraínu og síðar fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Refsiaðgerðirnar beinast að háttsettum rússneskum embættismönnum og setja skilyrði og takmarkanir á viðskipti við rússnesk fyrirtæki.Sjá einnig:Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Donald Trump forseti, sem hefur sagst vilja bæta samskipti við Rússland, er sagður sérlega ósáttur við að frumvarpið sem þingmennirnir samþykktu kveði á um að hann þurfi samþykki þingsins til að nema refsiaðgerðirnar úr gildi. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar áður en þær verða sendar Trump til undirskriftar. Óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögunm, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Frumvarpið felur einnig í sért hertar aðgerðir gegn Írönum og Norður-Kóreumönnum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml segja að hertar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna geri út um möguleikann á að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf og torvelda samstarf í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bandarískir þingmenn samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í gær. Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn hans sé kominn á fremsta hlunn með að svara refsiaðgerðunum í sömu mynt. Kremlverjar telji refsiaðgerðirnar fjandsamlegar og þeir séu þreyttir á að sýna yfirvegun, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Þá segir Franz Klintsevitsj, áhrifamikill öldungadeildarþingmaður í Rússlandi, að samstarf Bandaríkjamanna og Rússa í baráttunni gegn hryðjuverkum verði flóknara og jafnvel ómögulegt.Trump þarf samþykki þingsins til að afnema refsiaðgerðirnarYfirgnæfandi meirihluti bandarískra fulltrúadeildarþingmanna samþykkti að herða refsiaðgerðirnar í gær. Þær voru upphaflega settar á til að refsa rússneskum stjórnvöldum vegna innlimunar þeirra á Krímskaga í Úkraínu og síðar fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Refsiaðgerðirnar beinast að háttsettum rússneskum embættismönnum og setja skilyrði og takmarkanir á viðskipti við rússnesk fyrirtæki.Sjá einnig:Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Donald Trump forseti, sem hefur sagst vilja bæta samskipti við Rússland, er sagður sérlega ósáttur við að frumvarpið sem þingmennirnir samþykktu kveði á um að hann þurfi samþykki þingsins til að nema refsiaðgerðirnar úr gildi. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar áður en þær verða sendar Trump til undirskriftar. Óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögunm, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Frumvarpið felur einnig í sért hertar aðgerðir gegn Írönum og Norður-Kóreumönnum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira