Stór stund í Hollandi fyrir stóra fjölskyldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2017 07:00 Gunnhildur Yrsa á stóra fjölskyldu og finna þurfti hús á Airbnb sem gat hýst allt að fjórtán manns. Hópurinn heldur í dag til Rotterdam. Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda ræðir. Gunnhildur á sjö alsystkini sem öll eru mætt ásamt foreldrunum, Jóni Sæmundssyni og Laufeyju Ýr Sigurðardóttur, að styðja sína konu og landsliðið. „Ef ég hugsa til baka hugsa ég að við höfum aldrei verið saman erlendis síðan sú yngsta fæddist,“ segir Ýr. „Þetta er stór stund fyrir okkur en það vantar auðvitað Gunnhildi. Hún þarf að hanga með einhverju landsliði,“ grínast mamman með. Fjölskyldan heldur til í Amsterdam en heldur í dag til Rotterdam þar sem stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum á EM. Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sjá hér eitthvað sniðugt á æfingu íslenska landsliðsins í Hollandi.Vísir/Tom Vesen á köttunum Fjölskyldan leigði sér óvenjulegt hús í gegnum Airbnb en stórt hús þarf til að hýsa hópinn sem taldi fjórtán þegar mest var. „Við leigðum gamla lögreglustöð sem er búið að umbreyta í heimili. Þetta er ótrúlegasta hús sem ég hef nokkurn tímann komið inn í,“ segir Ýr sem keypti þó að vissu leyti köttinn í sekknum. Reyndar tvo. Annar mígur út um allt og hinn er bókstaflega úti um allt. „Það hafa verið ýmsar uppákomur tengdar köttunum. Einn er ekki þrifaþjálfaður og svo erum við búin að týna einum. Þótt þeir séu bara tveir eru þeir á við fjórtán, vælandi og breimandi úti í garði,“ segir Ýr sem vissi ekki af því fyrr en út var komið að hún hefði samþykkt að passa kettina. „Ég fékk augngotur frá Nonna, hvað ég væri eiginlega búin að koma okkur út í,“ segir Ýr og hlær. Við þetta bættist að einn tengdasonurinn er með kattaofnæmi þannig að fjölskyldan er komin með nóg af köttum og ætlar að fara úr húsinu einum degi fyrr. Elfur Fríða vakti athygli ljósmyndara hjá Getty sem náði þessari flottu mynd af yngsta systkininu á leik Íslands og Sviss.Vísir/Getty Beðin um að tæma skrifstofuna Ýr er barnataugalæknir og starfar á barnaspítala í Orlando í Flórída. Þar búa fimm yngstu systkinin þau Ilmur, Þórunn, Sigurður Tumi, Sæmundur Tóki og Elfur Fríða sem er yngst, níu ára. Jón er framkvæmdastjóri hjá auglýsingastofunni ENNEMM á Íslandi og þar búa Tindur, sem er þrítugur og elstur systkinanna, og Urður. Gunnhildur býr svo í Noregi þar sem hún spilar með Vålerenga. Allt þurfti að ganga upp til að fjölskyldan gæti mætt öll sem eitt til Hollands. Ýr óskaði eftir tveggja vikna fríi í Bandaríkjunum sem er ekki auðsótt mál. „Ef þú tekur meira en fjóra daga í frí heldur fólk að þú sért líklega hættur,“ segir Ýr og hlær. „Ég var beðin um að tæma skrifstofuna mína því þetta væri svo langt frí.“ Amma bjargaði málunum Þótt kettir séu ekki ofarlega á vinsældarlista fjölskyldunnar verður það sama ekki sagt um hunda. Þau eiga einn á Íslandi og þrjá í Ameríku. Amma Gunnhildar var einmitt fengin út til Orlando til að passa hundana svo allir hinir gætu skellt sér saman til Hollands. Fleiri hafi lagt hönd á plóg svo fjölskyldan gæti átt þessar stundir saman. „Ég fékk mömmu til að koma til Orlando til að passa hundana á meðan,“ segir Ýr. „Annars hefði hún líka verið í Hollandi. Amman tók hundapössunina á sig. Við erum með Stóran dana sem er í nýrnabilun en það var enginn tilbúinn að passa hann svo að amma hjúkrunarfræðingur var send á svæðið.“ Mæðgurnar eru miklir stuðboltar. Hér er Ýr búin að raka treyjunúmer dóttur sinnar í hnakkann.VísirHer Púertó Ríkana Foreldrar Gunnhildar og systkini styðja hana af krafti og mamman fór alla leið þegar hún lét raka töluna fimm í hnakkann á sér fyrir brottför frá Bandaríkjunum. „Ég var komin með heilan her Púertó Ríkana á rakarastofunni í þetta. Þeir eru allir búnir að adda Gunnhildi á Instagram,“ segir Ýr um nýja stuðningsmenn kvennalandsliðsins. Þeir hafi verið mjög spenntir og þá hefur greiðsla mömmunnar vakið athygli á Evrópumótinu. „Jú jú, það eru einhverjir að spyrja. Það er verst að þetta er aðeins að fölna. Ég þyrfti að komast á rakarastofu fyrir leikinn og láta raka inn í þetta.“ Fjölskyldan hefur fengið að hitta Gunnhildi tvisvar í ferðinni, meðal annars í grillveilsu hjá Knattspyrnusambandi Íslands eftir tapið gegn Sviss. „Það var meira þunglyndismómentið,“ segir Jón en þá kom í ljós að Ísland var úr leik eftir jafntefli Austurríkis og Frakklands. „Frakkarnir gátu ekki drullast til að vinna Austurríki. Það hefði mátt vera betri stemning en hún var samt fín.“Létu dómarana heyra það Fjölskyldan lætur vel í sér heyra, yngstu systkinin máluð í fánalitunum og dómararnir hafa fengið að heyra það frá foreldrunum. „Við sendum dómaranum tóninn. Það vantar ekkert. Ég tók að mér að hrauna yfir línuverðina og Nonni var á dómaranum,“ grínast Ýr en dómgæslan í leikjum Íslands til þessa hefur verið slök en öll liðin hafi fundið fyrir því. „En þetta eru samt aðallega stuðningsköll, þær hafa staðið sig alveg frábærlega. Ég er ekkert að víla fyrir mér úrslitin. Öll umgjörð og annað hefur verið frábær.“ Þau ætla ekki að láta sitt eftir liggja í leiknum gegn Austurríki. Elstu systkinin, Urður og Tindur, eru nýfarin heim en aðrir ætla að láta vel í sér heyra í Rotterdam í kvöld. „Við verðum aðalfólkið,“ segir Ýr og greinlegt að mikil stemning er í hópnum, og gaman.„Þetta hefur verið alveg stórkostlegt,“ segir Jón EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Sjá meira
Ólíklegt má telja að nokkur landsliðskona á Evrópumótinu í Hollandi komist með tærnar þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hælana hvað systkinafjölda ræðir. Gunnhildur á sjö alsystkini sem öll eru mætt ásamt foreldrunum, Jóni Sæmundssyni og Laufeyju Ýr Sigurðardóttur, að styðja sína konu og landsliðið. „Ef ég hugsa til baka hugsa ég að við höfum aldrei verið saman erlendis síðan sú yngsta fæddist,“ segir Ýr. „Þetta er stór stund fyrir okkur en það vantar auðvitað Gunnhildi. Hún þarf að hanga með einhverju landsliði,“ grínast mamman með. Fjölskyldan heldur til í Amsterdam en heldur í dag til Rotterdam þar sem stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum á EM. Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sjá hér eitthvað sniðugt á æfingu íslenska landsliðsins í Hollandi.Vísir/Tom Vesen á köttunum Fjölskyldan leigði sér óvenjulegt hús í gegnum Airbnb en stórt hús þarf til að hýsa hópinn sem taldi fjórtán þegar mest var. „Við leigðum gamla lögreglustöð sem er búið að umbreyta í heimili. Þetta er ótrúlegasta hús sem ég hef nokkurn tímann komið inn í,“ segir Ýr sem keypti þó að vissu leyti köttinn í sekknum. Reyndar tvo. Annar mígur út um allt og hinn er bókstaflega úti um allt. „Það hafa verið ýmsar uppákomur tengdar köttunum. Einn er ekki þrifaþjálfaður og svo erum við búin að týna einum. Þótt þeir séu bara tveir eru þeir á við fjórtán, vælandi og breimandi úti í garði,“ segir Ýr sem vissi ekki af því fyrr en út var komið að hún hefði samþykkt að passa kettina. „Ég fékk augngotur frá Nonna, hvað ég væri eiginlega búin að koma okkur út í,“ segir Ýr og hlær. Við þetta bættist að einn tengdasonurinn er með kattaofnæmi þannig að fjölskyldan er komin með nóg af köttum og ætlar að fara úr húsinu einum degi fyrr. Elfur Fríða vakti athygli ljósmyndara hjá Getty sem náði þessari flottu mynd af yngsta systkininu á leik Íslands og Sviss.Vísir/Getty Beðin um að tæma skrifstofuna Ýr er barnataugalæknir og starfar á barnaspítala í Orlando í Flórída. Þar búa fimm yngstu systkinin þau Ilmur, Þórunn, Sigurður Tumi, Sæmundur Tóki og Elfur Fríða sem er yngst, níu ára. Jón er framkvæmdastjóri hjá auglýsingastofunni ENNEMM á Íslandi og þar búa Tindur, sem er þrítugur og elstur systkinanna, og Urður. Gunnhildur býr svo í Noregi þar sem hún spilar með Vålerenga. Allt þurfti að ganga upp til að fjölskyldan gæti mætt öll sem eitt til Hollands. Ýr óskaði eftir tveggja vikna fríi í Bandaríkjunum sem er ekki auðsótt mál. „Ef þú tekur meira en fjóra daga í frí heldur fólk að þú sért líklega hættur,“ segir Ýr og hlær. „Ég var beðin um að tæma skrifstofuna mína því þetta væri svo langt frí.“ Amma bjargaði málunum Þótt kettir séu ekki ofarlega á vinsældarlista fjölskyldunnar verður það sama ekki sagt um hunda. Þau eiga einn á Íslandi og þrjá í Ameríku. Amma Gunnhildar var einmitt fengin út til Orlando til að passa hundana svo allir hinir gætu skellt sér saman til Hollands. Fleiri hafi lagt hönd á plóg svo fjölskyldan gæti átt þessar stundir saman. „Ég fékk mömmu til að koma til Orlando til að passa hundana á meðan,“ segir Ýr. „Annars hefði hún líka verið í Hollandi. Amman tók hundapössunina á sig. Við erum með Stóran dana sem er í nýrnabilun en það var enginn tilbúinn að passa hann svo að amma hjúkrunarfræðingur var send á svæðið.“ Mæðgurnar eru miklir stuðboltar. Hér er Ýr búin að raka treyjunúmer dóttur sinnar í hnakkann.VísirHer Púertó Ríkana Foreldrar Gunnhildar og systkini styðja hana af krafti og mamman fór alla leið þegar hún lét raka töluna fimm í hnakkann á sér fyrir brottför frá Bandaríkjunum. „Ég var komin með heilan her Púertó Ríkana á rakarastofunni í þetta. Þeir eru allir búnir að adda Gunnhildi á Instagram,“ segir Ýr um nýja stuðningsmenn kvennalandsliðsins. Þeir hafi verið mjög spenntir og þá hefur greiðsla mömmunnar vakið athygli á Evrópumótinu. „Jú jú, það eru einhverjir að spyrja. Það er verst að þetta er aðeins að fölna. Ég þyrfti að komast á rakarastofu fyrir leikinn og láta raka inn í þetta.“ Fjölskyldan hefur fengið að hitta Gunnhildi tvisvar í ferðinni, meðal annars í grillveilsu hjá Knattspyrnusambandi Íslands eftir tapið gegn Sviss. „Það var meira þunglyndismómentið,“ segir Jón en þá kom í ljós að Ísland var úr leik eftir jafntefli Austurríkis og Frakklands. „Frakkarnir gátu ekki drullast til að vinna Austurríki. Það hefði mátt vera betri stemning en hún var samt fín.“Létu dómarana heyra það Fjölskyldan lætur vel í sér heyra, yngstu systkinin máluð í fánalitunum og dómararnir hafa fengið að heyra það frá foreldrunum. „Við sendum dómaranum tóninn. Það vantar ekkert. Ég tók að mér að hrauna yfir línuverðina og Nonni var á dómaranum,“ grínast Ýr en dómgæslan í leikjum Íslands til þessa hefur verið slök en öll liðin hafi fundið fyrir því. „En þetta eru samt aðallega stuðningsköll, þær hafa staðið sig alveg frábærlega. Ég er ekkert að víla fyrir mér úrslitin. Öll umgjörð og annað hefur verið frábær.“ Þau ætla ekki að láta sitt eftir liggja í leiknum gegn Austurríki. Elstu systkinin, Urður og Tindur, eru nýfarin heim en aðrir ætla að láta vel í sér heyra í Rotterdam í kvöld. „Við verðum aðalfólkið,“ segir Ýr og greinlegt að mikil stemning er í hópnum, og gaman.„Þetta hefur verið alveg stórkostlegt,“ segir Jón
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Sjá meira